Frakkar hylla „bakpokahetju“ fyrir að bjarga börnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 14:51 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hitti í dag Henri, sem stendur beint á móti forsetanum, og hefur verið hylltur sem hetja. Á hægri hönd hans er svo Youssouf, sem særðist lítillega en hann reyndi að stöðva árásarmanninn. AP/Denis Balibouse Maður sem var í pílagrímsferð í Annecy í Frakklandi hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann barðist gegn manni sem stakk fjögur börn og tvo eldri menn í almenningsgarði í borginni í gær. Maðurinn heitir Henri, er 24 ára gamall og hefur verið lýst sem „bakpokahetju“. Hann var nærri garðinum í Annecy í gær þar sem árásin var gerð og sagðist hafa séð manninn ráðast á börn í barnavagni á meðan móðir þeirra reyndi að skýla þeim. Henri stökk til og veittist að árásarmanninum og er hann sagður hafa komið í veg fyrir að fleiri börn voru stungin. Í frétt Le Parisien segir að Henri hafi rekið árásarmanninn frá garðinum og haldið honum uppteknum þar til lögregluþjóna bar að garði. Þeir skutu árásarmanninn í fótinn og handtóku hann. „Ég fór eftir eðlisávísun minni, ég brást við eins og hvaða Frakki sem er hefði gert,“ sagði Henri. „Ég gerði það sem ég gat til að verja þá sem minna mega sín.“ Henri er í pílagrímsferð um Frakkland. Hann lagði gangandi af stað þann 25. mars og ætlar að ganga milli dómkirkja í Frakklandi. Hann telur tilviljun ekki hafa ráðið því að hann hafi verið við garðinn í Annecy. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Henri, sem er á frönsku, en yfir viðtalinu er sýnt myndefni af því þegar hann tókst á við árásarmanninn í Annecy. Henri, le «héros au sac à dos» : «J'ai agi instinctivement. Pour moi, c'était impensable de rester à rien faire» dans #HDPros pic.twitter.com/0F5fZjtxYe— CNEWS (@CNEWS) June 9, 2023 Tvö af börnunum fjórum sem árásarmaðurinn stakk eru enn í alvarlegu ástandi. Eitt barnanna er frá Bretlandi og annað frá Hollandi en yngsta barnið er 22 mánaða gamalt og það elsta er þriggja ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Annecy í dag og fór meðal annars á sjúkrahús þar sem hann hitti börnin særðu, samkvæmt frétt France24. Vita enn ekki tilefnið Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn 31 eins árs gamall Sýrlendingur sem, heitir Abdalmasih H, og hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð. Hann skildi nýverið við konu í Svíþjóð en þar hafði hann búið í um tíu ár. Hann hafði einnig sótt um hæli í Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Árásarmaðurinn er sagður hafa öskrað: „Í nafni Jesú Krists,“ er hann var í garðinum og var hann með kross um hálsinn. Hnífurinn sem hann notaði var um tíu sentímetra langur. France24 hefur eftir saksóknara frá Annecy að ekki sé talið að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk og að árásarmaðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Anthony Le Tallec, fyrrverandi fótboltamaður sem spilaði meðal annars fyrir Liverpool, var að hlaupa í garðinum þegar árásin var gerð. Hann sagði fjölmiðlum að árásarmaðurinn hefði reynt að ráðast á alla. Le Tallec hljóp undan árásarmanninum og segir að þá hafi hann ráðist á eldri mann og konu og stungið manninn. Hér að neðan má sjá frekara myndefni frá Annecy. Frakkland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hann var nærri garðinum í Annecy í gær þar sem árásin var gerð og sagðist hafa séð manninn ráðast á börn í barnavagni á meðan móðir þeirra reyndi að skýla þeim. Henri stökk til og veittist að árásarmanninum og er hann sagður hafa komið í veg fyrir að fleiri börn voru stungin. Í frétt Le Parisien segir að Henri hafi rekið árásarmanninn frá garðinum og haldið honum uppteknum þar til lögregluþjóna bar að garði. Þeir skutu árásarmanninn í fótinn og handtóku hann. „Ég fór eftir eðlisávísun minni, ég brást við eins og hvaða Frakki sem er hefði gert,“ sagði Henri. „Ég gerði það sem ég gat til að verja þá sem minna mega sín.“ Henri er í pílagrímsferð um Frakkland. Hann lagði gangandi af stað þann 25. mars og ætlar að ganga milli dómkirkja í Frakklandi. Hann telur tilviljun ekki hafa ráðið því að hann hafi verið við garðinn í Annecy. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Henri, sem er á frönsku, en yfir viðtalinu er sýnt myndefni af því þegar hann tókst á við árásarmanninn í Annecy. Henri, le «héros au sac à dos» : «J'ai agi instinctivement. Pour moi, c'était impensable de rester à rien faire» dans #HDPros pic.twitter.com/0F5fZjtxYe— CNEWS (@CNEWS) June 9, 2023 Tvö af börnunum fjórum sem árásarmaðurinn stakk eru enn í alvarlegu ástandi. Eitt barnanna er frá Bretlandi og annað frá Hollandi en yngsta barnið er 22 mánaða gamalt og það elsta er þriggja ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Annecy í dag og fór meðal annars á sjúkrahús þar sem hann hitti börnin særðu, samkvæmt frétt France24. Vita enn ekki tilefnið Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn 31 eins árs gamall Sýrlendingur sem, heitir Abdalmasih H, og hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð. Hann skildi nýverið við konu í Svíþjóð en þar hafði hann búið í um tíu ár. Hann hafði einnig sótt um hæli í Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Árásarmaðurinn er sagður hafa öskrað: „Í nafni Jesú Krists,“ er hann var í garðinum og var hann með kross um hálsinn. Hnífurinn sem hann notaði var um tíu sentímetra langur. France24 hefur eftir saksóknara frá Annecy að ekki sé talið að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk og að árásarmaðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Anthony Le Tallec, fyrrverandi fótboltamaður sem spilaði meðal annars fyrir Liverpool, var að hlaupa í garðinum þegar árásin var gerð. Hann sagði fjölmiðlum að árásarmaðurinn hefði reynt að ráðast á alla. Le Tallec hljóp undan árásarmanninum og segir að þá hafi hann ráðist á eldri mann og konu og stungið manninn. Hér að neðan má sjá frekara myndefni frá Annecy.
Frakkland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira