Leikurinn var frekar lokaður framan af þangað til Rodri skoraði með hnitmiðuðu skoti eftir fyrirgjöf Bernardo Silva sem hafði viðkomu í varnarmanni Inter.
Inter gerði hvað það gat til að jafna en komst hvork lönd né strönd þar sem Ederson hreinlega neitaði að fá á sig mark. Brasilíski markvörðurinn var hreint út sagt magnaður og sýndi allar sínar bestu hliðar.