„Við erum öll öðruvísi en allir hinir“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2023 14:38 Kristján Hreinsson, skáld. Kristján Hreinsson, skáld, segir taka þurfi umræðuna um minnihlutahópa á „æðra stig“. Við séum öll öðruvísi og „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“. Hann ætlar að halda áfram að leita réttar síns gegn Háskóla Íslands. Þetta sagði Kristján í samtali við nafna sinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján er staddur á Ítalíu og segir að á sex árum þar hafi hann upplifað meira sumar en á sextíu árum á Íslandi. Í dag segist hann orðinn meiri Ítali en Íslendingur. Kristjáni var sagt upp störfum við háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lagt niður vegna pistils sem hann skrifaði á Facebook. Var hann sakaður um fordóma gegn hinsegin fólki og minnihlutahópum í pistlinum. Hann var svo í kjölfarið ráðinn aftur. Sjá einnig: Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin Aðspurður um hverju hann hafi viljað áorka með pistlinum, sagðist Kristján vilja takast á við umræðu þar sem fólk sé stöðugt að banna orð. „Fólk er stöðugt að reyna einhverja kynleiðréttingu á orðræðunni. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér er að benda fólki til dæmis á að það er ekki samasemmerki á milli kyns í orði og kyns í líffræði. Þetta er algjörlega tvennt ólíkt,“ sagði Kristján. „Þetta er einhvern veginn allt sett undir einn hatt og byrjað á íslensku að segja ekki „allir velkomnir“ heldur „öll velkomin“, án þess að maður geri sér grein fyrir því öll hvað?“ Þá sagði Kristján eitt og annað í umræðunni sem væri alveg á skjön við velsæmi. „Eins og það að þegar reynt er að predika að ein skoðun sé annarri æðri, varðandi minnihlutahópa. Þá er það sem er skaðlegt að mínu mati, og þá umræðu er ég til í að taka við hvern sem er, þá er skaðlegt að segja að einhver hópur sé sérstakri en einhver annar.“ Kristján sagðist ganga út frá því að við værum öll sérstök. Við værum öll hinsegin, eins og hann orðaði það og að „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“. Hann sagðist ekki vera að segja að allir minnihlutahópar væru að skreyta sig slíkum fjöðrum. Hópar sem gera sig breiða Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, sagðist ekki alveg viss um að hann skildi nafna sinn, og vísaði til pistils skáldsins. „Þú segir að löggjafinn ekki að „sýna tilslökun til að þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“ og ég held að það sé nú hluti af þessu orðalagi sem fór hvað mest fyrir brjóstið á fólki; „Hér á að sýna hörku og segja hingað og ekki lengra. Ef einhver segist vera fæddur í röngum líkama, þá verður sá hinn sami að sætta sig við það.“ Þá sagðist Kristján skáld vilja meina með þessum orðum að við værum öll einstök og við værum öll hinsegin. „Við erum öll öðruvísi en allir hinir, þannig að þurfum við ekki öll að sætta okkur við það?“ Aðspurður um hvað hann ætti við með „þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“, sagði Kristján það augljóst. „Það eru margir hópar sem að gera sig breiða og vilja fá sérstöðu út á sína sýn á lífið,“ sagði Kristján. Hann sagði að taka þyrfti þá umræðu en ekki láta einhvern hóp segja til um hvernig hlutirnir ættu að vera. „Við eigum ekki að taka tillit til einhverra duttlunga, án þess að láta umræðuna fara á æðra stig.“ „Fólk ræðst að mér“ Um það hvort fólk ætti bara ekki að fá að skilgreina sig sjálft, sagði Kristján að skilgreiningin ætti ekki að vera algjörlega einhliða og fólk ætti ekki að fá sérstöðu á kostnað annara, út á það að segjast vera öðruvísi en aðrir. „Eigum við þá ekki öll rétt á því að fá sérstöðu á kostnað annarra, því við erum öðruvísi en hin?“ spurði skáldið. „Uuuu, nei,“ sagði þáttastjórnandinn. „Við erum flest tiltölulega venjuleg en svo eru alltaf einhverjir sem eru aðeins öðruvísi. Er ekki verið að tala um það? Verðum við ekki að sýna því umburðarlyndi?“ Kristján Hreinsson sagðist ekki vera að gera neitt annað. Hann væri fyrst og fremst að benda á hvernig umræðan væri. Hann sagði fólk hafa snúið orðum sínum. Vísaði hann til þess þegar hann segir í pistlinum: „Ef ég segðist vera blindur?“ Sjá einng: Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar „Fólk ræðst að mér, sendir mér tölvupóst og hringir í mig og segir: „Þú segir að ef ég upplifi mig sem, ef ég upplifi mig sem“. Ég segi hvergi: „Ef ég upplifi mig sem“. Ég er ekkert að tala um það. Ég er að tala um umræðuna, hvernig umræðan er á röngum forsendum reist. Hvernig fólk gefur sér eitt og annað út frá einhverjum kolröngum forsendum.“ Kristján sagðist líka vera að hnýta í það hve lítið fólk væri upptekið af málspekinni. Orðin hefðu þá merkingu sem við gefum þeim. „Þegar ég geri þetta, þegar ég fer af stað og segi að orðræðan sé á villigötum, þá sannast það algjörlega að hún er á villigötum,“ sagði Kristján. „Allt er misskilið fullkomlega og svo hrapalega að háskólinn sagði mér upp störfum en svo las fólk það sem ég skrifaði og las á milli línanna og komst að því að ég hefði ekki gert neitt af mér.“ Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Hinsegin Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Hann ætlar að halda áfram að leita réttar síns gegn Háskóla Íslands. Þetta sagði Kristján í samtali við nafna sinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján er staddur á Ítalíu og segir að á sex árum þar hafi hann upplifað meira sumar en á sextíu árum á Íslandi. Í dag segist hann orðinn meiri Ítali en Íslendingur. Kristjáni var sagt upp störfum við háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lagt niður vegna pistils sem hann skrifaði á Facebook. Var hann sakaður um fordóma gegn hinsegin fólki og minnihlutahópum í pistlinum. Hann var svo í kjölfarið ráðinn aftur. Sjá einnig: Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin Aðspurður um hverju hann hafi viljað áorka með pistlinum, sagðist Kristján vilja takast á við umræðu þar sem fólk sé stöðugt að banna orð. „Fólk er stöðugt að reyna einhverja kynleiðréttingu á orðræðunni. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér er að benda fólki til dæmis á að það er ekki samasemmerki á milli kyns í orði og kyns í líffræði. Þetta er algjörlega tvennt ólíkt,“ sagði Kristján. „Þetta er einhvern veginn allt sett undir einn hatt og byrjað á íslensku að segja ekki „allir velkomnir“ heldur „öll velkomin“, án þess að maður geri sér grein fyrir því öll hvað?“ Þá sagði Kristján eitt og annað í umræðunni sem væri alveg á skjön við velsæmi. „Eins og það að þegar reynt er að predika að ein skoðun sé annarri æðri, varðandi minnihlutahópa. Þá er það sem er skaðlegt að mínu mati, og þá umræðu er ég til í að taka við hvern sem er, þá er skaðlegt að segja að einhver hópur sé sérstakri en einhver annar.“ Kristján sagðist ganga út frá því að við værum öll sérstök. Við værum öll hinsegin, eins og hann orðaði það og að „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“. Hann sagðist ekki vera að segja að allir minnihlutahópar væru að skreyta sig slíkum fjöðrum. Hópar sem gera sig breiða Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, sagðist ekki alveg viss um að hann skildi nafna sinn, og vísaði til pistils skáldsins. „Þú segir að löggjafinn ekki að „sýna tilslökun til að þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“ og ég held að það sé nú hluti af þessu orðalagi sem fór hvað mest fyrir brjóstið á fólki; „Hér á að sýna hörku og segja hingað og ekki lengra. Ef einhver segist vera fæddur í röngum líkama, þá verður sá hinn sami að sætta sig við það.“ Þá sagðist Kristján skáld vilja meina með þessum orðum að við værum öll einstök og við værum öll hinsegin. „Við erum öll öðruvísi en allir hinir, þannig að þurfum við ekki öll að sætta okkur við það?“ Aðspurður um hvað hann ætti við með „þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“, sagði Kristján það augljóst. „Það eru margir hópar sem að gera sig breiða og vilja fá sérstöðu út á sína sýn á lífið,“ sagði Kristján. Hann sagði að taka þyrfti þá umræðu en ekki láta einhvern hóp segja til um hvernig hlutirnir ættu að vera. „Við eigum ekki að taka tillit til einhverra duttlunga, án þess að láta umræðuna fara á æðra stig.“ „Fólk ræðst að mér“ Um það hvort fólk ætti bara ekki að fá að skilgreina sig sjálft, sagði Kristján að skilgreiningin ætti ekki að vera algjörlega einhliða og fólk ætti ekki að fá sérstöðu á kostnað annara, út á það að segjast vera öðruvísi en aðrir. „Eigum við þá ekki öll rétt á því að fá sérstöðu á kostnað annarra, því við erum öðruvísi en hin?“ spurði skáldið. „Uuuu, nei,“ sagði þáttastjórnandinn. „Við erum flest tiltölulega venjuleg en svo eru alltaf einhverjir sem eru aðeins öðruvísi. Er ekki verið að tala um það? Verðum við ekki að sýna því umburðarlyndi?“ Kristján Hreinsson sagðist ekki vera að gera neitt annað. Hann væri fyrst og fremst að benda á hvernig umræðan væri. Hann sagði fólk hafa snúið orðum sínum. Vísaði hann til þess þegar hann segir í pistlinum: „Ef ég segðist vera blindur?“ Sjá einng: Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar „Fólk ræðst að mér, sendir mér tölvupóst og hringir í mig og segir: „Þú segir að ef ég upplifi mig sem, ef ég upplifi mig sem“. Ég segi hvergi: „Ef ég upplifi mig sem“. Ég er ekkert að tala um það. Ég er að tala um umræðuna, hvernig umræðan er á röngum forsendum reist. Hvernig fólk gefur sér eitt og annað út frá einhverjum kolröngum forsendum.“ Kristján sagðist líka vera að hnýta í það hve lítið fólk væri upptekið af málspekinni. Orðin hefðu þá merkingu sem við gefum þeim. „Þegar ég geri þetta, þegar ég fer af stað og segi að orðræðan sé á villigötum, þá sannast það algjörlega að hún er á villigötum,“ sagði Kristján. „Allt er misskilið fullkomlega og svo hrapalega að háskólinn sagði mér upp störfum en svo las fólk það sem ég skrifaði og las á milli línanna og komst að því að ég hefði ekki gert neitt af mér.“
Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Hinsegin Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira