Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 22:45 Þessir tveir áttu frábært tímabil. Samsett/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hákon Arnar spilaði stóra rullu í liði FC Kaupmannahafnar sem stóð upp sem Danmerkurmeistari annað tímabilið í röð. Þá átti Mikael frábært tímabil með AGF sem endaði í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hinn 24 ára gamli Mikael er í 5. sæti listans. Hann spilaði alls 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 5 mörk, gaf eina stoðsendingu og skapaði 22 færi fyrir samherja sína. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði.Getty/Lars Ronbog Á vef Tipsbladet segir að Mikael hafi sýnt að hann sé hverrar krónu virði en AGF keypti hann á 15 milljónir danskra króna [303 milljónir íslenskra króna] árið 2021. Sérfræðingar töldu AGF hafa borgað alltof mikið fyrir íslenska miðjumanninn en hann hefur stigið upp síðan þá og á stóran þátt í frábæru gengi AGF á leiktíðinni. Hinn tvítugi Hákon Arnar er í 3. sæti listans. Hann spilaði alls 29 deildarleiki, skoraði 4 mörk, gaf 4 stoðsendingar og skapaði 34 færi fyrir samherja sína. Hákon Arnar átti mjög gott tímabil en FCK vann bæði deild og bikar ásamt því að spila í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu.FC Kaupmannahöfn Á vef Tipsbaldet segir að Hákon Arnar geti spilað nær hvar sem er framarlega á vellinum en hann var að mestu notaður sem fremsti maður hjá FCK á leiktíðinni. Honum líður þó best í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns sem fær leyfi til að sækja þangað sem hann vill. Tipsbladet telur Hákon Arnar vera frábæran leikmann sem FCK mun á endanum selja fyrir gríðarlegan pening. Þá sé hann að öllum líkindum besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að hápressu þar sem hann sé hlaupandi nærri allan leikinn. Hér má sjá listann í heild sinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Hákon Arnar spilaði stóra rullu í liði FC Kaupmannahafnar sem stóð upp sem Danmerkurmeistari annað tímabilið í röð. Þá átti Mikael frábært tímabil með AGF sem endaði í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hinn 24 ára gamli Mikael er í 5. sæti listans. Hann spilaði alls 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 5 mörk, gaf eina stoðsendingu og skapaði 22 færi fyrir samherja sína. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði.Getty/Lars Ronbog Á vef Tipsbladet segir að Mikael hafi sýnt að hann sé hverrar krónu virði en AGF keypti hann á 15 milljónir danskra króna [303 milljónir íslenskra króna] árið 2021. Sérfræðingar töldu AGF hafa borgað alltof mikið fyrir íslenska miðjumanninn en hann hefur stigið upp síðan þá og á stóran þátt í frábæru gengi AGF á leiktíðinni. Hinn tvítugi Hákon Arnar er í 3. sæti listans. Hann spilaði alls 29 deildarleiki, skoraði 4 mörk, gaf 4 stoðsendingar og skapaði 34 færi fyrir samherja sína. Hákon Arnar átti mjög gott tímabil en FCK vann bæði deild og bikar ásamt því að spila í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu.FC Kaupmannahöfn Á vef Tipsbaldet segir að Hákon Arnar geti spilað nær hvar sem er framarlega á vellinum en hann var að mestu notaður sem fremsti maður hjá FCK á leiktíðinni. Honum líður þó best í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns sem fær leyfi til að sækja þangað sem hann vill. Tipsbladet telur Hákon Arnar vera frábæran leikmann sem FCK mun á endanum selja fyrir gríðarlegan pening. Þá sé hann að öllum líkindum besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að hápressu þar sem hann sé hlaupandi nærri allan leikinn. Hér má sjá listann í heild sinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira