Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Árni Sæberg skrifar 11. júní 2023 21:17 Úkraínskir hermenn koma fána sínum fyrir á húsi í Blagodatne, að eigin sögn. Skjáskot Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. Þorpin sem um ræðir eru annars vegar Blagodatne og Neskuchne, en úkraínskir hermenn birtu myndbönd af frelsun þeirra í morgun, og hins vegar Makarivka, sem aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu segir hafa verið frelsað. Hér að neðan má sjá myndskeið, sem sagt er sýna úkraínska hermenn í Neskuchne: 7th Battalion Arey of Ukrainian Volunteer Army (of 129th Territorial Defense Brigade) liberated Neskuchne settlement in #Donetsk Oblast on June 10, 2023.#UkraineRussiaWar pic.twitter.com/LeGlVfnFNK— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) June 11, 2023 Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því á blaðamannafundi í gær að boðuð gagnsókn Úkraínuhers væri hafin. „Við sjáum núna fyrstu jákvæðu niðurstöðurnar í gagnsókninni, árangur á afmörkuðum svæðum,“ sagði Valeryi Shershen, talsmaður herafla Úkraínumanna á Tavria-svæðinu í suðurhluta Úkraínu, í úkraínska ríkissjónvarpinu í kvöld. Reuters greinir frá þessu. Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, segir í yfirlýsingu að úkraínuher hafi náð að færa sig fram um 300 til 1.500 metra í tvær áttir á suður-víglínunni í Dónetsk. Þá hafi Rússar ekki náð neinum svæðum þar sem Úkraínumenn vörðust. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, birti kort sem sýnir víglínuna á Twitter í dag. Á myndinni eru Blagodatne og Neskuchne skyggð og efri merkipinninn sýnir Makarivka. Sá neðri sýnir Urozhaine, þar sem bardagar eru sagðir háðir þessa stundina. For context, Blahodatne and Neskuchne, which Ukraine appears to have retaken, are shaded in black, and I left markers for Makarivka and Urozhaine, where fighting is reportedly taking place. Russia's main defensive line is 10km south of Urozhaine. @Nrg8000https://t.co/0YaHCqGmcy https://t.co/v5ZxwBFN31 pic.twitter.com/q71Hh5OwSa— Rob Lee (@RALee85) June 11, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Þorpin sem um ræðir eru annars vegar Blagodatne og Neskuchne, en úkraínskir hermenn birtu myndbönd af frelsun þeirra í morgun, og hins vegar Makarivka, sem aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu segir hafa verið frelsað. Hér að neðan má sjá myndskeið, sem sagt er sýna úkraínska hermenn í Neskuchne: 7th Battalion Arey of Ukrainian Volunteer Army (of 129th Territorial Defense Brigade) liberated Neskuchne settlement in #Donetsk Oblast on June 10, 2023.#UkraineRussiaWar pic.twitter.com/LeGlVfnFNK— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) June 11, 2023 Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því á blaðamannafundi í gær að boðuð gagnsókn Úkraínuhers væri hafin. „Við sjáum núna fyrstu jákvæðu niðurstöðurnar í gagnsókninni, árangur á afmörkuðum svæðum,“ sagði Valeryi Shershen, talsmaður herafla Úkraínumanna á Tavria-svæðinu í suðurhluta Úkraínu, í úkraínska ríkissjónvarpinu í kvöld. Reuters greinir frá þessu. Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, segir í yfirlýsingu að úkraínuher hafi náð að færa sig fram um 300 til 1.500 metra í tvær áttir á suður-víglínunni í Dónetsk. Þá hafi Rússar ekki náð neinum svæðum þar sem Úkraínumenn vörðust. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, birti kort sem sýnir víglínuna á Twitter í dag. Á myndinni eru Blagodatne og Neskuchne skyggð og efri merkipinninn sýnir Makarivka. Sá neðri sýnir Urozhaine, þar sem bardagar eru sagðir háðir þessa stundina. For context, Blahodatne and Neskuchne, which Ukraine appears to have retaken, are shaded in black, and I left markers for Makarivka and Urozhaine, where fighting is reportedly taking place. Russia's main defensive line is 10km south of Urozhaine. @Nrg8000https://t.co/0YaHCqGmcy https://t.co/v5ZxwBFN31 pic.twitter.com/q71Hh5OwSa— Rob Lee (@RALee85) June 11, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43
Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54