UEFA aftur gagnrýnt vegna miðamála og aðstæðna í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2023 07:01 Þessir áhorfendur virðast hafa skemmt sér vel en það átti ekki við um alla. Brendan Moran/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sætir nú gagnrýni vegna hvernig staðið var að málum í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu karla megin. Er þetta annað árið í röð sem það gerist. Manchester City varð um helgina Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó. Leikurinn fór fram á Atatürk-Ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi. Á leikdegi fóru að berast fregnir af því að stuðningsfólk væri strandað á leið sinni á leikinn, að fólk kæmist ekki inn á völlinn þrátt fyrir að vera með gildan miða og því um líkt. Sama var upp á teningnum þegar Liverpool og Real Madríd mættust í París. Þá greip lögreglan til þeirra ráða að skjóta táragasi á fólk og hlaut hún mikla gagnrýni fyrir sem og UEFA. The Independent greinir frá því að UEFA sæti nú mikilli gagnrýni þar sem „hættulegt kaos“ myndaðist í aðdraganda leiksins. Stuðningfólk beggja liða segir að aðstæðurnar hafi ekki verið eins og best verði á kosið og öryggi þeirra hafi ekki verið tryggt. Stuðningsfólk þurfti að ferðast í smárútu í allt að þrjá tíma án vatns og án þess að komast á klósettið. Lítil sem engin aðstoð eftir leik fyrir eldra fólk eða fólk í hjólastól. Enduðu flest á að þurfa að taka leigubíla sem rukkuðu 30 þúsund íslenskar krónur. Aðeins tveir sölubásar fyrir heila stúku af áhorfendum. Fólk beið í allt að tvo tíma eftir að geta keypt vatn. Minna en 20 klósett á sérstöku áhorfendasvæði þar sem allt að 20 þúsund manns voru. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir að halda leik sem þennan á leikvangi sem er jafn illa í stakk búinn við slíkum fjölda eins og raun bar vitni. Völlurinn er staðsettur rúmlega 20 kílómetra frá miðbæ Istanbúl. Situation in Istanbul. 4+ hours until kick-off #UCLFinal pic.twitter.com/DowVOjIEOu— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) June 10, 2023 Það var snemma ljóst að mikill flöskuháls myndi myndast þar sem aðeins eru í raun tvær götur sem liggja að vellinum. Báðar leiðir fylltust heilum sex tímum fyrir leik og skildi það fólk eftir strandað á götunni. Þá er lestarkerfi svæðisins í nýrra lagi og í engan veginn undir það búið að þjóna slíkum fjölda og mætti á leikinn. UEFA hefur verið gagnrýnt fyrir að skoða aðstæður ekki betur þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar átti að fara fram í Istanbúl bæði 2020 og svo 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu karla megin á næstu leiktíð fer fram á Wembley í Lundúnum þann 1. júní. Það er ljóst að pressan verður mikil á UEFA að sá leikur fari fram án allra vandræða. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Manchester City varð um helgina Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó. Leikurinn fór fram á Atatürk-Ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi. Á leikdegi fóru að berast fregnir af því að stuðningsfólk væri strandað á leið sinni á leikinn, að fólk kæmist ekki inn á völlinn þrátt fyrir að vera með gildan miða og því um líkt. Sama var upp á teningnum þegar Liverpool og Real Madríd mættust í París. Þá greip lögreglan til þeirra ráða að skjóta táragasi á fólk og hlaut hún mikla gagnrýni fyrir sem og UEFA. The Independent greinir frá því að UEFA sæti nú mikilli gagnrýni þar sem „hættulegt kaos“ myndaðist í aðdraganda leiksins. Stuðningfólk beggja liða segir að aðstæðurnar hafi ekki verið eins og best verði á kosið og öryggi þeirra hafi ekki verið tryggt. Stuðningsfólk þurfti að ferðast í smárútu í allt að þrjá tíma án vatns og án þess að komast á klósettið. Lítil sem engin aðstoð eftir leik fyrir eldra fólk eða fólk í hjólastól. Enduðu flest á að þurfa að taka leigubíla sem rukkuðu 30 þúsund íslenskar krónur. Aðeins tveir sölubásar fyrir heila stúku af áhorfendum. Fólk beið í allt að tvo tíma eftir að geta keypt vatn. Minna en 20 klósett á sérstöku áhorfendasvæði þar sem allt að 20 þúsund manns voru. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir að halda leik sem þennan á leikvangi sem er jafn illa í stakk búinn við slíkum fjölda eins og raun bar vitni. Völlurinn er staðsettur rúmlega 20 kílómetra frá miðbæ Istanbúl. Situation in Istanbul. 4+ hours until kick-off #UCLFinal pic.twitter.com/DowVOjIEOu— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) June 10, 2023 Það var snemma ljóst að mikill flöskuháls myndi myndast þar sem aðeins eru í raun tvær götur sem liggja að vellinum. Báðar leiðir fylltust heilum sex tímum fyrir leik og skildi það fólk eftir strandað á götunni. Þá er lestarkerfi svæðisins í nýrra lagi og í engan veginn undir það búið að þjóna slíkum fjölda og mætti á leikinn. UEFA hefur verið gagnrýnt fyrir að skoða aðstæður ekki betur þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar átti að fara fram í Istanbúl bæði 2020 og svo 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu karla megin á næstu leiktíð fer fram á Wembley í Lundúnum þann 1. júní. Það er ljóst að pressan verður mikil á UEFA að sá leikur fari fram án allra vandræða.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira