Tárin flæddu hjá Ranieri eftir nýtt ævintýri Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 08:30 Claudio Ranieri sýndi hvers hann er enn megnugur með því að stýra Cagliari upp úr erfiðri stöðu. Getty/Luca Diliberto Hinn 71 árs gamli Claudio Ranieri hélt áfram að skapa ævintýri sem knattspyrnustjóri í gær þegar hann stýrði liði Cagliari upp í ítölsku A-deildina, eftir að hafa tekið við liðinu í 14. sæti B-deildarinnar. Cagliari tekur sæti Spezia sem tapaði úrslitaleik við Hellas Verona. Ranieri, sem líklega er þekktastur fyrir að gera Leicester að Englandsmeistara árið 2016, vakti fyrst athygli þegar hann stýrði Cagliari úr C-deild og upp í efstu deild á árunum 1988-1990, og eftir langan þjálfaraferil og viðkomu hjá fjölda stórliða sneri hann aftur til Cagliari fyrir hálfu ári síðan. Ítalinn hélt ekki aftur af tilfinningum sínum í gær, þegar ljóst varð að Cagliari kæmist aftur í deild þeirra bestu, og leyfði tárunum að flæða enda afrekið mikið. Look at the pure passion from Claudio Ranieri as Cagliari secure promotion to the Serie A... incredible. pic.twitter.com/1AZGWiEnh5— EuroFoot (@eurofootcom) June 11, 2023 Cagliari hafði slegið út Parma í undanúrslitum umspils um sæti í A-deild, og vann svo Bari samanlagt 2-1 í úrslitum umspilsins. Það gat þó ekki tæpara staðið að Cagliari færi upp. Liðið þurfti sigur í gær á útivelli, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum, því ef jafntefli hefði orðið niðurstaðan hefði Bari farið upp út af því að liðið endaði ofar í stöðutöflunni. Sigurmark Cagliari kom ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Leonardo Pavoletti, sem Ranieri var nýbúinn að skipta inn á, skoraði. Verona sendi Spezia niður Cagliari tekur þar með sæti Spezia sem féll niður í B-deild í gær eftir sérstakan umspilsleik við Hellas Verona. Spezia hafði endað fyrir ofan Verona í A-deildinni, hvort sem horft er til markatölu eða innbyrðis úrslita, en nýjar reglur tóku gildi í vetur varðandi lið sem verða jöfn að stigum í 17. og 18. sæti. Nýju reglurnar þýddu að liðin þurftu að mætast á hlutlausum leikvangi í einum úrslitaleik um áframhaldandi veru í A-deildinni, og Verona vann 3-1 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Ítalski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Ranieri, sem líklega er þekktastur fyrir að gera Leicester að Englandsmeistara árið 2016, vakti fyrst athygli þegar hann stýrði Cagliari úr C-deild og upp í efstu deild á árunum 1988-1990, og eftir langan þjálfaraferil og viðkomu hjá fjölda stórliða sneri hann aftur til Cagliari fyrir hálfu ári síðan. Ítalinn hélt ekki aftur af tilfinningum sínum í gær, þegar ljóst varð að Cagliari kæmist aftur í deild þeirra bestu, og leyfði tárunum að flæða enda afrekið mikið. Look at the pure passion from Claudio Ranieri as Cagliari secure promotion to the Serie A... incredible. pic.twitter.com/1AZGWiEnh5— EuroFoot (@eurofootcom) June 11, 2023 Cagliari hafði slegið út Parma í undanúrslitum umspils um sæti í A-deild, og vann svo Bari samanlagt 2-1 í úrslitum umspilsins. Það gat þó ekki tæpara staðið að Cagliari færi upp. Liðið þurfti sigur í gær á útivelli, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum, því ef jafntefli hefði orðið niðurstaðan hefði Bari farið upp út af því að liðið endaði ofar í stöðutöflunni. Sigurmark Cagliari kom ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Leonardo Pavoletti, sem Ranieri var nýbúinn að skipta inn á, skoraði. Verona sendi Spezia niður Cagliari tekur þar með sæti Spezia sem féll niður í B-deild í gær eftir sérstakan umspilsleik við Hellas Verona. Spezia hafði endað fyrir ofan Verona í A-deildinni, hvort sem horft er til markatölu eða innbyrðis úrslita, en nýjar reglur tóku gildi í vetur varðandi lið sem verða jöfn að stigum í 17. og 18. sæti. Nýju reglurnar þýddu að liðin þurftu að mætast á hlutlausum leikvangi í einum úrslitaleik um áframhaldandi veru í A-deildinni, og Verona vann 3-1 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik.
Ítalski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira