Kaczynski sagður hafa svipt sig lífi í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2023 08:56 Ted Kaczynski (í handjárnum) árið 1996. Hann var stærðfræðingur að mennt og kenndi við háskóla áður en hann snerist til öfgahyggju og hóf áralanga hryðjuverkaherferð. Hann var greindu með ofsóknargeðklofa en bannaði lögmönnum sínum að bera það fram sem vörn í málinu. AP/Elaine Thompson Bandaríski hryðjuverkamaðurinn Ted Kaczynski, kallaður „Unabomber“ er sagður hafa svipt sig lífi í fangelsi um helgina. Kaczynski var með krabbamein á lokastigum og var 81 árs gamall. Hann hafði áður reynt að fyrirfara sér í fangelsi. Kaczynski fannst meðvitundarlaus í klefa sínum um klukkan hálf eitt aðfararnótt laugardags að staðartíma í Norður-Karólínu. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi síðar sama dag. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að Kaczynski hafi framið sjálfsvíg. Hann var fluttur á sjúkradeildina í Norður-Karólínu þar sem alvarlega veikir fangar eru vistaðir árið 2021. Fyrir það hafði hann verið geymdur í hámarksöryggisfangelsi í Koloradó frá því að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1998. Þar reyndi hann að hengja sig með nærbuxunum sínum sama ár. Bandarísk alríkisfangelsismálayfirvöld hafa sætt gagnrýndi undanfarin ár eftir að Jeffrey Epstein svipti sig lífi í alríkisfangelsi í New York árið 2019. Hann var ákærður fyrir mansal. Hélt háskólum í heljargreipum Kaczynski myrti þrjá og særði 23 aðra í sprengjuherferð sem stóð yfir í sautján ár. Hann hélt háskólum vít og breytt um Bandaríkin í heljargreipum með sprengjum sem hann sendi þangað. Fyrir dómi játaði hann á sig sextán sprengjuárásir á árunum 1978 til 1995. Auk háskólanna sendi Kaczynski sprengjur á flugfélög, eiganda tölvuleigu, auglýsingastofustjórnanda og málafylgjumanns timburiðnaðarins. Sum fórnarlamba Kaczynski voru örkumluð fyrir lífstíð, þar á meðal tveir fræðimenn við Yale-háskóla sem opnuðu bréfsprengjur með aðeins tveggja daga millibili árið 1993. Alríkislögreglan FBI nefndi Kaczynski „Unabomber“ því framan af beindi hann sjónum sínum aðallega að háskólum og flugfélögum. Yfirvöld komust á spor Kaczynski eftir að honum tókst að ógna dagblöðum til þess að birta 35.000 orða stefnuyfirlýsingu árið 1995. Í henni fordæmdi morðinginn nútímalíf, tækni og umhverfistjón. Bróðir hans og mágkona könnuðust við skrifin og höfðu samband við FBI. Kaczynski var handtekinn í hrörlegum fjallakofa nærri Lincoln í Montana í apríl árið 1996. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Kaczynski fannst meðvitundarlaus í klefa sínum um klukkan hálf eitt aðfararnótt laugardags að staðartíma í Norður-Karólínu. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi síðar sama dag. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að Kaczynski hafi framið sjálfsvíg. Hann var fluttur á sjúkradeildina í Norður-Karólínu þar sem alvarlega veikir fangar eru vistaðir árið 2021. Fyrir það hafði hann verið geymdur í hámarksöryggisfangelsi í Koloradó frá því að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1998. Þar reyndi hann að hengja sig með nærbuxunum sínum sama ár. Bandarísk alríkisfangelsismálayfirvöld hafa sætt gagnrýndi undanfarin ár eftir að Jeffrey Epstein svipti sig lífi í alríkisfangelsi í New York árið 2019. Hann var ákærður fyrir mansal. Hélt háskólum í heljargreipum Kaczynski myrti þrjá og særði 23 aðra í sprengjuherferð sem stóð yfir í sautján ár. Hann hélt háskólum vít og breytt um Bandaríkin í heljargreipum með sprengjum sem hann sendi þangað. Fyrir dómi játaði hann á sig sextán sprengjuárásir á árunum 1978 til 1995. Auk háskólanna sendi Kaczynski sprengjur á flugfélög, eiganda tölvuleigu, auglýsingastofustjórnanda og málafylgjumanns timburiðnaðarins. Sum fórnarlamba Kaczynski voru örkumluð fyrir lífstíð, þar á meðal tveir fræðimenn við Yale-háskóla sem opnuðu bréfsprengjur með aðeins tveggja daga millibili árið 1993. Alríkislögreglan FBI nefndi Kaczynski „Unabomber“ því framan af beindi hann sjónum sínum aðallega að háskólum og flugfélögum. Yfirvöld komust á spor Kaczynski eftir að honum tókst að ógna dagblöðum til þess að birta 35.000 orða stefnuyfirlýsingu árið 1995. Í henni fordæmdi morðinginn nútímalíf, tækni og umhverfistjón. Bróðir hans og mágkona könnuðust við skrifin og höfðu samband við FBI. Kaczynski var handtekinn í hrörlegum fjallakofa nærri Lincoln í Montana í apríl árið 1996.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira