Öryggisvörður tæklaði vin sigurvegarans á Opna kanadíska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2023 14:01 vísir/getty Mikið gekk á eftir að Nick Taylor vann Opna kanadíska meistaramótið í golfi í gær. Vinur hans fékk fyrir ferðina. Taylor tryggði sér sigur á Opna kanadíska með því að setja niður 22 metra pútt á fjórðu holu í bráðabana. Hann varð þar með fyrsti Kanadamaðurinn til að vinna Opna kanadíska í 69 ár. Eftir að Taylor tryggði sér sigurinn hljóp maður inn á flötina með kampavínsflösku. Öryggisvörður var snöggur til að tæklaði manninn niður og minntu aðfarirnar mest á leik í NFL. Adam Hadwin got SMOKED by security trying to celebrate with Nick Taylor. Canada has lost contain. pic.twitter.com/nAeTiZOpGv— TJ Eckert (@TJEckertKTUL) June 11, 2023 Sá sem hljóp inn á flötina var reyndar enginn brjálaður aðdáandi heldur vinur Taylors, Adam Hadwin. Það sem meira er, þá er Hadwin kylfingur og keppti á Opna kanadíska og endaði í 12. sæti. Hadwin varð þó ekki meint af en hefur eflaust brugðið þegar öryggisvörðurinn skellti honum í grasið. Hann hafði þó húmor fyrir atvikinu og birti mynd af því á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Put it in the Louvre! pic.twitter.com/ucQUqRhsM1— adam hadwin (@ahadwingolf) June 12, 2023 Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Taylor tryggði sér sigur á Opna kanadíska með því að setja niður 22 metra pútt á fjórðu holu í bráðabana. Hann varð þar með fyrsti Kanadamaðurinn til að vinna Opna kanadíska í 69 ár. Eftir að Taylor tryggði sér sigurinn hljóp maður inn á flötina með kampavínsflösku. Öryggisvörður var snöggur til að tæklaði manninn niður og minntu aðfarirnar mest á leik í NFL. Adam Hadwin got SMOKED by security trying to celebrate with Nick Taylor. Canada has lost contain. pic.twitter.com/nAeTiZOpGv— TJ Eckert (@TJEckertKTUL) June 11, 2023 Sá sem hljóp inn á flötina var reyndar enginn brjálaður aðdáandi heldur vinur Taylors, Adam Hadwin. Það sem meira er, þá er Hadwin kylfingur og keppti á Opna kanadíska og endaði í 12. sæti. Hadwin varð þó ekki meint af en hefur eflaust brugðið þegar öryggisvörðurinn skellti honum í grasið. Hann hafði þó húmor fyrir atvikinu og birti mynd af því á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Put it in the Louvre! pic.twitter.com/ucQUqRhsM1— adam hadwin (@ahadwingolf) June 12, 2023
Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira