Yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft séu loðnar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 07:01 Snæbjörn segir engan vilja viðurkenna hversu stór hluti íslenskrar raforku fer í að grafa eftir bitcoin. Egill Aðalsteinsson Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum. Að sögn Snæbjarnar fást ekki upplýsingar frá íslenskum yfirvöldum um hversu stór hluti raforkunýtingar gagnavera fari í rafmyntagröft. Heldur ekki frá gagnaverunum sjálfum. Enginn vilji ræða hversu mikið þetta sé þrátt fyrir fyrirspurnir blaðamanna og þingmanna. Í aðsendri grein á Vísi á sunnudag greinir hann hins vegar frá tölum norska bitcoin-sérfræðingsins Jaran Mellerud, þar sem kemur fram að reiknigeta Íslands sé 1,3 prósent af heildinni. Það nemur 120 megawöttum af þeim 140 sem fóru til gagnavera á Íslandi árið 2022 samkvæmt Orkustofnun. Eða 85 prósent. Gagnaver nota 30 prósentum meira rafmagn en heimilin í landinu, sem þýðir að það fer meiri orka í að grafa eftir bitcoin en að knýja öll heimili landsins. Bitcoin er langstærsta rafmynt heims og Íslendingar eru langstærstu framleiðendur þess miðað við höfðatölu. „Þetta eru bestu tölurnar sem við höfum því enginn vill tala um þetta hérna á Íslandi,“ segir Snæbjörn sem er alfarið á móti nýtingu raforku til rafmyntagraftar. „Við höfum ekkert að gera við að styðja við svona spákaupmennsku með okkar rafmagni. Það eru miklu meiri verðmæti undir í náttúrunni. Það er hægt að gera alls konar vitleysu með orku en þetta er sennilega mesta vitleysan,“ segir hann. Kærðu Hvammsvirkjun Náttúrugrið eru tiltölulega ný náttúruverndarsamtök, stofnuð árið 2021. Takmark þeirra er að styðja við vernd líffræðilegs og jarðfræðilegs fjölbreytileika landsins á breiðum grunni. Hafa forsvarsmenn samtakanna þegar kært ýmis mál, svo sem framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá í samfloti með Náttúruverndarsamtök Íslands og Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF). Náttúrugrið kærðu framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar.Skipulagsstofnun Snæbjörn segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft loðnar. Í apríl árið 2021 sagði Hörður Arnarson forstjóri í Fréttablaðinu að ekki yrðu reistar virkjanir til þess að mæta aukinni orkuþörf gagnaveranna. Í þættinum Kveik á RÚV í apríl á þessu ári sagði hann hins vegar að Hvammsvirkjun myndi skaffa ýmsum raforku, þar á meðal gagnaverum. Ætti ekki að viðgangast „Það væri skömminni skárra ef gagnaverin væru að nýtast til annars en að grafa eftir bitcoin. En miðað við tölurnar þá fer 85 prósent orkunnar í bitcoin. Enda er gröfturinn gríðarlega orkufrekur. Þrátt fyrir yfirlýsingar hefur þetta ekkert minnkað,“ segir Snæbjörn. „Þetta er orkusóun sem ætti ekki að viðgangast í samfélagi eins og við lifum í í dag.“ Þá sé mikið áhyggjuefni að rafmyntafyrirtæki séu byrjuð að tala um að auka umsvif sín á Íslandi. En eins og Vísir greindi frá í síðasta mánuði hefur kínverska rafmyntafyrirtækið Bit Digital tilkynnt að það sé að auka umsvifin á Íslandi þó ekki sé greint frá því hvaðan orkan eigi að koma. Ástæðan er sú að Bandaríkin séu byrjuð að herða reglur og leggja á háa skatta á starfsemina. Þá er búið að úthýsa rafmyntragreftri frá Kína. Umhverfismál Rafmyntir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01 Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. 19. apríl 2023 22:32 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Að sögn Snæbjarnar fást ekki upplýsingar frá íslenskum yfirvöldum um hversu stór hluti raforkunýtingar gagnavera fari í rafmyntagröft. Heldur ekki frá gagnaverunum sjálfum. Enginn vilji ræða hversu mikið þetta sé þrátt fyrir fyrirspurnir blaðamanna og þingmanna. Í aðsendri grein á Vísi á sunnudag greinir hann hins vegar frá tölum norska bitcoin-sérfræðingsins Jaran Mellerud, þar sem kemur fram að reiknigeta Íslands sé 1,3 prósent af heildinni. Það nemur 120 megawöttum af þeim 140 sem fóru til gagnavera á Íslandi árið 2022 samkvæmt Orkustofnun. Eða 85 prósent. Gagnaver nota 30 prósentum meira rafmagn en heimilin í landinu, sem þýðir að það fer meiri orka í að grafa eftir bitcoin en að knýja öll heimili landsins. Bitcoin er langstærsta rafmynt heims og Íslendingar eru langstærstu framleiðendur þess miðað við höfðatölu. „Þetta eru bestu tölurnar sem við höfum því enginn vill tala um þetta hérna á Íslandi,“ segir Snæbjörn sem er alfarið á móti nýtingu raforku til rafmyntagraftar. „Við höfum ekkert að gera við að styðja við svona spákaupmennsku með okkar rafmagni. Það eru miklu meiri verðmæti undir í náttúrunni. Það er hægt að gera alls konar vitleysu með orku en þetta er sennilega mesta vitleysan,“ segir hann. Kærðu Hvammsvirkjun Náttúrugrið eru tiltölulega ný náttúruverndarsamtök, stofnuð árið 2021. Takmark þeirra er að styðja við vernd líffræðilegs og jarðfræðilegs fjölbreytileika landsins á breiðum grunni. Hafa forsvarsmenn samtakanna þegar kært ýmis mál, svo sem framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá í samfloti með Náttúruverndarsamtök Íslands og Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF). Náttúrugrið kærðu framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar.Skipulagsstofnun Snæbjörn segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft loðnar. Í apríl árið 2021 sagði Hörður Arnarson forstjóri í Fréttablaðinu að ekki yrðu reistar virkjanir til þess að mæta aukinni orkuþörf gagnaveranna. Í þættinum Kveik á RÚV í apríl á þessu ári sagði hann hins vegar að Hvammsvirkjun myndi skaffa ýmsum raforku, þar á meðal gagnaverum. Ætti ekki að viðgangast „Það væri skömminni skárra ef gagnaverin væru að nýtast til annars en að grafa eftir bitcoin. En miðað við tölurnar þá fer 85 prósent orkunnar í bitcoin. Enda er gröfturinn gríðarlega orkufrekur. Þrátt fyrir yfirlýsingar hefur þetta ekkert minnkað,“ segir Snæbjörn. „Þetta er orkusóun sem ætti ekki að viðgangast í samfélagi eins og við lifum í í dag.“ Þá sé mikið áhyggjuefni að rafmyntafyrirtæki séu byrjuð að tala um að auka umsvif sín á Íslandi. En eins og Vísir greindi frá í síðasta mánuði hefur kínverska rafmyntafyrirtækið Bit Digital tilkynnt að það sé að auka umsvifin á Íslandi þó ekki sé greint frá því hvaðan orkan eigi að koma. Ástæðan er sú að Bandaríkin séu byrjuð að herða reglur og leggja á háa skatta á starfsemina. Þá er búið að úthýsa rafmyntragreftri frá Kína.
Umhverfismál Rafmyntir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01 Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. 19. apríl 2023 22:32 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01
Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. 19. apríl 2023 22:32