Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2023 08:31 Friðrik var úti í ellefu vikur hjá Nottingham Forest. Hann var aðeins í fríi í sjö daga. Vísir/sigurjón Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. Friðrik Ellert Jónsson er nú kominn heim eftir skemmtilegar vikur við frábærar aðstæður. Friðrik er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum sem hefur áður unnið fyrir íslenska landsliðið og nú síðast Stjörnuna hér á landi. Í mars var Friðrik ráðinn til enska félagsins sem var lengi vel í mikilli fallbaráttu en liðið hafnaði í 16. sæti deildarinnar og verður þar af leiðandi áfram í deild þeirra bestu. „Þetta var stórt tækifæri og gaman að vera í stærstu deild í heimi og bara einstakt tækifæri að fá að vera í kringum svona stórt lið og svona flotta umgjörð,“ segir Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heldur áfram. „Leikmennirnir sjálfir eru ekkert öðruvísi en okkar strákar sem við eigum hérna heima. Þetta eru allt yndislegir gaurar og líta ekkert of stórt á sig eða neitt svoleiðis. En vissulega finnur maður fyrir stærðinni og pressunni frá þjálfarateymi að leikmenn eiga að vera klárir. Og svo þegar þú mætir á völlinn þá er allt gríðarlega stórt í kringum alla þessa leiki. Sviðið getur ekki verið stærra í heiminum en þetta.“ Hann segir að félagið hafi beðið hann um að koma til liðsins vegna mikilla meiðsla á leikmönnum liðsins. Þegar Frikki mætti út voru tólf leikmenn meiddir. Sömu eigendur „Þeir vildu að ég myndi semja í eitt til tvö ár en fyrst þeir samþykktu að semja í aðeins þrjá mánuði, og að ég myndi bara klára tímabilið, þá gekk þetta. Geggjað tækifæri fyrir mig,“ segir Friðrik sem starfar sem sjúkraþjálfari í Kringlunni hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Á þeim ellefu vikum sem hann var úti fékk hann aðeins sjö daga í frí og var vinnan því gríðarlega mikil. Hann ætlar ekki að semja við félagið á nýjan leik en útilokar ekki að fara aftur út í nokkrar vikur. Friðrik segir að það hafi í raun verið samband hans við Alfreð Finnbogason sem skilaði honum starfinu hjá Forest. „Þegar ég hitti á Alfreð Finnbogason úti þegar hann var hjá Olympiacos þá skoðaði ég ákveðinn leikmann hjá þeim aukalega. Þeir voru ofboðslega ánægðir með hvað ég fann út varðandi hann. Þannig að yfirsjúkraþjálfarinn hjá félaginu vildi strax fá mig í vinnu. Það eru sömu eigendur af Nottingham Forest og Olympiacos og það er í rauninni þessi sjúkraþjálfari sem bendir þeim á að fá mig til sín,“ sagði Friðrik Ellert að lokum. Sjá má viðtalið í frétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Friðrik Ellert Jónsson er nú kominn heim eftir skemmtilegar vikur við frábærar aðstæður. Friðrik er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum sem hefur áður unnið fyrir íslenska landsliðið og nú síðast Stjörnuna hér á landi. Í mars var Friðrik ráðinn til enska félagsins sem var lengi vel í mikilli fallbaráttu en liðið hafnaði í 16. sæti deildarinnar og verður þar af leiðandi áfram í deild þeirra bestu. „Þetta var stórt tækifæri og gaman að vera í stærstu deild í heimi og bara einstakt tækifæri að fá að vera í kringum svona stórt lið og svona flotta umgjörð,“ segir Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heldur áfram. „Leikmennirnir sjálfir eru ekkert öðruvísi en okkar strákar sem við eigum hérna heima. Þetta eru allt yndislegir gaurar og líta ekkert of stórt á sig eða neitt svoleiðis. En vissulega finnur maður fyrir stærðinni og pressunni frá þjálfarateymi að leikmenn eiga að vera klárir. Og svo þegar þú mætir á völlinn þá er allt gríðarlega stórt í kringum alla þessa leiki. Sviðið getur ekki verið stærra í heiminum en þetta.“ Hann segir að félagið hafi beðið hann um að koma til liðsins vegna mikilla meiðsla á leikmönnum liðsins. Þegar Frikki mætti út voru tólf leikmenn meiddir. Sömu eigendur „Þeir vildu að ég myndi semja í eitt til tvö ár en fyrst þeir samþykktu að semja í aðeins þrjá mánuði, og að ég myndi bara klára tímabilið, þá gekk þetta. Geggjað tækifæri fyrir mig,“ segir Friðrik sem starfar sem sjúkraþjálfari í Kringlunni hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Á þeim ellefu vikum sem hann var úti fékk hann aðeins sjö daga í frí og var vinnan því gríðarlega mikil. Hann ætlar ekki að semja við félagið á nýjan leik en útilokar ekki að fara aftur út í nokkrar vikur. Friðrik segir að það hafi í raun verið samband hans við Alfreð Finnbogason sem skilaði honum starfinu hjá Forest. „Þegar ég hitti á Alfreð Finnbogason úti þegar hann var hjá Olympiacos þá skoðaði ég ákveðinn leikmann hjá þeim aukalega. Þeir voru ofboðslega ánægðir með hvað ég fann út varðandi hann. Þannig að yfirsjúkraþjálfarinn hjá félaginu vildi strax fá mig í vinnu. Það eru sömu eigendur af Nottingham Forest og Olympiacos og það er í rauninni þessi sjúkraþjálfari sem bendir þeim á að fá mig til sín,“ sagði Friðrik Ellert að lokum. Sjá má viðtalið í frétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira