Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2023 13:00 Hvalfjarðargöng sem verða mögulega kölluð gömlu Hvalfjarðargöngin þegar Hvalfjarðargöng 2 líta dagsins ljós. Vísir/Vilhelm Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Í samgönguáætlun 2020–2034, sem samþykkt var á Alþingi 29. júní 2020, kom meðal annars fram að stefnt væri að því að vinna heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi. Þar ætti að meta valkosti á einstaka leiðum með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar væri svo hægt að forgangsraða jarðgangakostum til lengri tíma. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.vísir/vilhelm Þessari vinnu er nú að ljúka að sögn ráðherra. Á árinu 2021 gaf Vegagerðin út yfirlitsáætlun jarðganga um þá jarðgangakosti sem helst hafa verið til umræðu og skoðunar á undanförnum árum sem var grunnur að þessari greiningu. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann í framhaldinu mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun fyrir þessa jarðgangakosti. Skýrsla RHA kom fyrst út árið 2022, en í upphafi árs 2023 var bætt við umfjöllun um Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng. Vegagerðin hefur í framhaldinu lagt fram tillögu að forgangsröðun jarðgangakosta með hliðsjón af markmiðum samgönguáætlunar um greiðar samgöngur, öruggar samgöngur, hagkvæmar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæða byggðaþróun. Einnig var tekið tillit til hversu brýnt vandamálið er sem viðkomandi jarðgöng eiga að leysa. Blaðamannafund ráðherra í heild má sjá að neðan. Í drögunum að samgönguáætlun, sem lesa má í heild hér neðst í fréttinni, er lögð til eftirfarandi forgangsröðun jarðganga: Fjarðarheiðargöng Siglufjarðarskarðsgöng Hvalfjarðargöng 2 Göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur Breiðadalsleggur, breikkun Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöng Miklidalur og Hálfdán Klettsháls Öxnadalsheiði Lagt er til að jarðgangaáætlun verði endurskoðuð samhliða endurskoðun samgönguáætlunar hverju sinni. Til síðari skoðunar eru einnig þessi göng: Reynisfjall Lónsheiði Hellisheiði eystri Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng Fjármögnun jarðgangaáætlunar er eitt af verkefnum í heildarendurskoðun tekjuöflunar af ökutækjum og umferð. Stefnt hefur verið að hóflegri gjaldtöku vegna þessarar uppbyggingar sem nánar verður útfærð í samvinnu innviðaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Meðal þeirra kosta sem einnig koma til greina er að stofna sérstakt innviðafélag sem haldi utan um flýtiframkvæmdir og jarðgöng. Slíku félagi yrði lagt til eigið fé, til að mynda í formi samgönguinnviða, en til greina kæmi að það hefði vel skilgreindar heimildir til lántöku. Fjárveiting í þessari áætlun er til undirbúnings og rannsókna næstu þriggja jarðganga þannig hægt verði að fara í framkvæmdir á þeim í framhaldi af gerð Fjarðarheiðarganga. Tengd skjöl Samgönguáætlun_2024-2038_f_samráðsgáttPDF6.6MBSækja skjal Samgöngur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30 Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Í samgönguáætlun 2020–2034, sem samþykkt var á Alþingi 29. júní 2020, kom meðal annars fram að stefnt væri að því að vinna heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi. Þar ætti að meta valkosti á einstaka leiðum með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar væri svo hægt að forgangsraða jarðgangakostum til lengri tíma. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.vísir/vilhelm Þessari vinnu er nú að ljúka að sögn ráðherra. Á árinu 2021 gaf Vegagerðin út yfirlitsáætlun jarðganga um þá jarðgangakosti sem helst hafa verið til umræðu og skoðunar á undanförnum árum sem var grunnur að þessari greiningu. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann í framhaldinu mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun fyrir þessa jarðgangakosti. Skýrsla RHA kom fyrst út árið 2022, en í upphafi árs 2023 var bætt við umfjöllun um Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng. Vegagerðin hefur í framhaldinu lagt fram tillögu að forgangsröðun jarðgangakosta með hliðsjón af markmiðum samgönguáætlunar um greiðar samgöngur, öruggar samgöngur, hagkvæmar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæða byggðaþróun. Einnig var tekið tillit til hversu brýnt vandamálið er sem viðkomandi jarðgöng eiga að leysa. Blaðamannafund ráðherra í heild má sjá að neðan. Í drögunum að samgönguáætlun, sem lesa má í heild hér neðst í fréttinni, er lögð til eftirfarandi forgangsröðun jarðganga: Fjarðarheiðargöng Siglufjarðarskarðsgöng Hvalfjarðargöng 2 Göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur Breiðadalsleggur, breikkun Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöng Miklidalur og Hálfdán Klettsháls Öxnadalsheiði Lagt er til að jarðgangaáætlun verði endurskoðuð samhliða endurskoðun samgönguáætlunar hverju sinni. Til síðari skoðunar eru einnig þessi göng: Reynisfjall Lónsheiði Hellisheiði eystri Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng Fjármögnun jarðgangaáætlunar er eitt af verkefnum í heildarendurskoðun tekjuöflunar af ökutækjum og umferð. Stefnt hefur verið að hóflegri gjaldtöku vegna þessarar uppbyggingar sem nánar verður útfærð í samvinnu innviðaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Meðal þeirra kosta sem einnig koma til greina er að stofna sérstakt innviðafélag sem haldi utan um flýtiframkvæmdir og jarðgöng. Slíku félagi yrði lagt til eigið fé, til að mynda í formi samgönguinnviða, en til greina kæmi að það hefði vel skilgreindar heimildir til lántöku. Fjárveiting í þessari áætlun er til undirbúnings og rannsókna næstu þriggja jarðganga þannig hægt verði að fara í framkvæmdir á þeim í framhaldi af gerð Fjarðarheiðarganga. Tengd skjöl Samgönguáætlun_2024-2038_f_samráðsgáttPDF6.6MBSækja skjal
Samgöngur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30 Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30
Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12