Milduðu dóm yfir manni sem nauðgaði öðrum á salerni skemmtistaðar Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 07:10 Landsréttur taldi sannað að Faisal Mohed Freer hafi þvingað brotaþola til munnmaka á salerni skemmtistaðar í ágúst 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir Faisal Mohed Freer vegna nauðgunar inni á salerni skemmtistaðar í tveggja ára fangelsi. Maðurinn hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl á síðasta ári og var dómnum í kjölfarið áfrýjað. Freer var ákærður fyrir að hafa aðfararnótt 8. ágúst 2021 ruðst inn á salerni skemmtistaðar þar sem brotaþoli var staddur og reynt að hafa við hann endaþarms- og munnmök án hans samþykkis. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa sama kvöld og á sama skemmtistað, farið aftur á eftir brotaþola inn á salerni og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis sem og þvingað hann til að hafa við sig munnmök og ekki hætt þótt maðurinn hafi ítrekað beðið hann um það. Landsréttur sýknaði manninn af þeim hluta ákærunnar sem snýr að endaþarmsmökum sem leiddi til þess að hæfileg refsing var metin tveggja ára fangelsi, auk þess að greiða brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur. Stöðugur framburður brotaþola Í dómi Landsréttar kemur fram að Freer og brotaþoli hafi verið einir til frásagnar frásagnar um hvað hafi gerst inni á salerninu. Framburður brotaþola um að hann hafi þvingað hann til munnmaka hafi frá upphafi verið stöðugur og fengi sömuleiðis stoð í framburði vitna sem hafi lýst því að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi eftir að hafa hraðað sér út af salerninu og öskrað. Vitnið sagði brotaþola hafa verið grátandi, mjög taugaveiklaðan og í uppnámi og sagt að Freer hefði nauðgað sér. Hann hafi annars átt erfitt með að útskýra það sem hafi gerst og vitnið kallað á öryggisverði sem héldu ákærða þar til að lögregla kom á staðinn. Þá var framburður Freer um að hann myndi ekki eftir atburðum kvöldsins vegna áfengisdrykkju ekki talinn trúverðugur þar sem það stangist á við gögn málsins. Sömuleiðis hafi framburður ákærða um að hann hefði ekki áhuga á karlmönnum þótt ótrúverðugur. Dómur mildaður Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Freer hafi þvingað manninn til munnmaka, en féllst þó ekki þá niðurstöðu héraðsdóms að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að Freer hafi haft endaþarmsmök við manninn án hans samþykkis. Hæfileg refsing var því talin tveggja ára fangelsi, en Freer var einnig sakfelldur fyrir að hafa verið með falsað ökuskírteini og kennivottorð frá Belgíu við handtöku. Til frádráttar kemur fjögurra daga gæsluvarðhald sem hann sætti, en hann var handtekinn sama kvöld eftir að hafa verið haldið af öryggisvörðum skemmtistaðarins. Freer var sömuleiðis gert að greiða tvo þriðjuhluta af áfrýjunarkostnaði málsins ásamt sama hlutfalls málsvarnarlauna veranda og þóknunar réttargæslumanns. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Freer var ákærður fyrir að hafa aðfararnótt 8. ágúst 2021 ruðst inn á salerni skemmtistaðar þar sem brotaþoli var staddur og reynt að hafa við hann endaþarms- og munnmök án hans samþykkis. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa sama kvöld og á sama skemmtistað, farið aftur á eftir brotaþola inn á salerni og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis sem og þvingað hann til að hafa við sig munnmök og ekki hætt þótt maðurinn hafi ítrekað beðið hann um það. Landsréttur sýknaði manninn af þeim hluta ákærunnar sem snýr að endaþarmsmökum sem leiddi til þess að hæfileg refsing var metin tveggja ára fangelsi, auk þess að greiða brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur. Stöðugur framburður brotaþola Í dómi Landsréttar kemur fram að Freer og brotaþoli hafi verið einir til frásagnar frásagnar um hvað hafi gerst inni á salerninu. Framburður brotaþola um að hann hafi þvingað hann til munnmaka hafi frá upphafi verið stöðugur og fengi sömuleiðis stoð í framburði vitna sem hafi lýst því að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi eftir að hafa hraðað sér út af salerninu og öskrað. Vitnið sagði brotaþola hafa verið grátandi, mjög taugaveiklaðan og í uppnámi og sagt að Freer hefði nauðgað sér. Hann hafi annars átt erfitt með að útskýra það sem hafi gerst og vitnið kallað á öryggisverði sem héldu ákærða þar til að lögregla kom á staðinn. Þá var framburður Freer um að hann myndi ekki eftir atburðum kvöldsins vegna áfengisdrykkju ekki talinn trúverðugur þar sem það stangist á við gögn málsins. Sömuleiðis hafi framburður ákærða um að hann hefði ekki áhuga á karlmönnum þótt ótrúverðugur. Dómur mildaður Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Freer hafi þvingað manninn til munnmaka, en féllst þó ekki þá niðurstöðu héraðsdóms að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að Freer hafi haft endaþarmsmök við manninn án hans samþykkis. Hæfileg refsing var því talin tveggja ára fangelsi, en Freer var einnig sakfelldur fyrir að hafa verið með falsað ökuskírteini og kennivottorð frá Belgíu við handtöku. Til frádráttar kemur fjögurra daga gæsluvarðhald sem hann sætti, en hann var handtekinn sama kvöld eftir að hafa verið haldið af öryggisvörðum skemmtistaðarins. Freer var sömuleiðis gert að greiða tvo þriðjuhluta af áfrýjunarkostnaði málsins ásamt sama hlutfalls málsvarnarlauna veranda og þóknunar réttargæslumanns.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira