Milduðu dóm yfir manni sem nauðgaði öðrum á salerni skemmtistaðar Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 07:10 Landsréttur taldi sannað að Faisal Mohed Freer hafi þvingað brotaþola til munnmaka á salerni skemmtistaðar í ágúst 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir Faisal Mohed Freer vegna nauðgunar inni á salerni skemmtistaðar í tveggja ára fangelsi. Maðurinn hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl á síðasta ári og var dómnum í kjölfarið áfrýjað. Freer var ákærður fyrir að hafa aðfararnótt 8. ágúst 2021 ruðst inn á salerni skemmtistaðar þar sem brotaþoli var staddur og reynt að hafa við hann endaþarms- og munnmök án hans samþykkis. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa sama kvöld og á sama skemmtistað, farið aftur á eftir brotaþola inn á salerni og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis sem og þvingað hann til að hafa við sig munnmök og ekki hætt þótt maðurinn hafi ítrekað beðið hann um það. Landsréttur sýknaði manninn af þeim hluta ákærunnar sem snýr að endaþarmsmökum sem leiddi til þess að hæfileg refsing var metin tveggja ára fangelsi, auk þess að greiða brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur. Stöðugur framburður brotaþola Í dómi Landsréttar kemur fram að Freer og brotaþoli hafi verið einir til frásagnar frásagnar um hvað hafi gerst inni á salerninu. Framburður brotaþola um að hann hafi þvingað hann til munnmaka hafi frá upphafi verið stöðugur og fengi sömuleiðis stoð í framburði vitna sem hafi lýst því að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi eftir að hafa hraðað sér út af salerninu og öskrað. Vitnið sagði brotaþola hafa verið grátandi, mjög taugaveiklaðan og í uppnámi og sagt að Freer hefði nauðgað sér. Hann hafi annars átt erfitt með að útskýra það sem hafi gerst og vitnið kallað á öryggisverði sem héldu ákærða þar til að lögregla kom á staðinn. Þá var framburður Freer um að hann myndi ekki eftir atburðum kvöldsins vegna áfengisdrykkju ekki talinn trúverðugur þar sem það stangist á við gögn málsins. Sömuleiðis hafi framburður ákærða um að hann hefði ekki áhuga á karlmönnum þótt ótrúverðugur. Dómur mildaður Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Freer hafi þvingað manninn til munnmaka, en féllst þó ekki þá niðurstöðu héraðsdóms að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að Freer hafi haft endaþarmsmök við manninn án hans samþykkis. Hæfileg refsing var því talin tveggja ára fangelsi, en Freer var einnig sakfelldur fyrir að hafa verið með falsað ökuskírteini og kennivottorð frá Belgíu við handtöku. Til frádráttar kemur fjögurra daga gæsluvarðhald sem hann sætti, en hann var handtekinn sama kvöld eftir að hafa verið haldið af öryggisvörðum skemmtistaðarins. Freer var sömuleiðis gert að greiða tvo þriðjuhluta af áfrýjunarkostnaði málsins ásamt sama hlutfalls málsvarnarlauna veranda og þóknunar réttargæslumanns. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Freer var ákærður fyrir að hafa aðfararnótt 8. ágúst 2021 ruðst inn á salerni skemmtistaðar þar sem brotaþoli var staddur og reynt að hafa við hann endaþarms- og munnmök án hans samþykkis. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa sama kvöld og á sama skemmtistað, farið aftur á eftir brotaþola inn á salerni og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis sem og þvingað hann til að hafa við sig munnmök og ekki hætt þótt maðurinn hafi ítrekað beðið hann um það. Landsréttur sýknaði manninn af þeim hluta ákærunnar sem snýr að endaþarmsmökum sem leiddi til þess að hæfileg refsing var metin tveggja ára fangelsi, auk þess að greiða brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur. Stöðugur framburður brotaþola Í dómi Landsréttar kemur fram að Freer og brotaþoli hafi verið einir til frásagnar frásagnar um hvað hafi gerst inni á salerninu. Framburður brotaþola um að hann hafi þvingað hann til munnmaka hafi frá upphafi verið stöðugur og fengi sömuleiðis stoð í framburði vitna sem hafi lýst því að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi eftir að hafa hraðað sér út af salerninu og öskrað. Vitnið sagði brotaþola hafa verið grátandi, mjög taugaveiklaðan og í uppnámi og sagt að Freer hefði nauðgað sér. Hann hafi annars átt erfitt með að útskýra það sem hafi gerst og vitnið kallað á öryggisverði sem héldu ákærða þar til að lögregla kom á staðinn. Þá var framburður Freer um að hann myndi ekki eftir atburðum kvöldsins vegna áfengisdrykkju ekki talinn trúverðugur þar sem það stangist á við gögn málsins. Sömuleiðis hafi framburður ákærða um að hann hefði ekki áhuga á karlmönnum þótt ótrúverðugur. Dómur mildaður Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Freer hafi þvingað manninn til munnmaka, en féllst þó ekki þá niðurstöðu héraðsdóms að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að Freer hafi haft endaþarmsmök við manninn án hans samþykkis. Hæfileg refsing var því talin tveggja ára fangelsi, en Freer var einnig sakfelldur fyrir að hafa verið með falsað ökuskírteini og kennivottorð frá Belgíu við handtöku. Til frádráttar kemur fjögurra daga gæsluvarðhald sem hann sætti, en hann var handtekinn sama kvöld eftir að hafa verið haldið af öryggisvörðum skemmtistaðarins. Freer var sömuleiðis gert að greiða tvo þriðjuhluta af áfrýjunarkostnaði málsins ásamt sama hlutfalls málsvarnarlauna veranda og þóknunar réttargæslumanns.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira