Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2023 15:33 Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði. stjórnarráðið Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að árlegur sumarfundur í samstarfi ráðherrana hafi farið fram hér á landi þar sem Ísland er í formennsku norrænnar samvinnu í ár, þar á meðal í utanríkispólitísku samstarfi Norðurlanda. „Þótt Ísland sé eina ríki Norðurlanda sem ákveðið hefur að leggja niður starfsemina í sendiráði sínu í Moskvu hafa öll Norðurlöndin gripið til aðgerða gagnvart rússneskum diplómötum í höfuðborgum sínum,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. „Hér eftir sem hingað til er gagnlegt að ræða hvernig hin norrænu ríkin nálgast samskiptin við Rússland en ekki síður var gott að finna þann stuðning sem ríkir um samstarf Norðurlanda við þessar aðstæður, til dæmis á sviði borgaraþjónustu en samkvæmt Helsingforssamningnum veita Norðurlöndin gagnkvæma aðstoð í borgaraþjónustumálum,“ segir hún ennfremur. Ráðherrarnir heimsóttu útsýnispallinn á Bolafjalli. Á einu máli um stuðning við konur í Afganistan Til umræðu var áróður og upplýsingaóreiða Rússlands utan Vesturlanda og hvernig megi koma í veg fyrir hana. Samskiptin við Kína voru einnig til umræðu. Ráðherrarnir ræddu þá ástandið í Afganistan en frá því að talibanar náðu völdum þar á ný fyrir tæpum tveimur árum hafa þeir hert tökin og þrengt að réttindum borgara í landinu, sérstaklega kvenna og stúlkna. „Þrátt fyrir að ástand mannúðarmála sé óvíða verra en í Afganistan hefur gengið mjög erfiðlega að afla framlaga til lífsbjargandi aðstoðar þar. Til að bæta gráu ofan á svart er hjálpar- og mannúðarsamtökum gert nánast ómögulegt að starfa í landinu, nú síðast með banni talibana við þátttöku kvenna í starfi slíkra samtaka. Við ráðherrarnir vorum á einu máli að Norðurlöndin yrðu að nota rödd sína og áhrif til að styðja við konur og stúlkur í Afganistan. Hvað sem okkur kann að finnast um ömurleg stjórnvöld í landinu má fólkið þar ekki gleymast,“ segir Þórdís Kolbrún Nothing like our Nordic friendship With @Haavisto @thordiskolbrun @larsloekke on Iceland for meeting of Nordic FM. But we miss you @AHuitfeldt pic.twitter.com/VmhwyOW6B5— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) June 12, 2023 Alþingi Utanríkismál Afganistan Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Norðurslóðir Tengdar fréttir Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að árlegur sumarfundur í samstarfi ráðherrana hafi farið fram hér á landi þar sem Ísland er í formennsku norrænnar samvinnu í ár, þar á meðal í utanríkispólitísku samstarfi Norðurlanda. „Þótt Ísland sé eina ríki Norðurlanda sem ákveðið hefur að leggja niður starfsemina í sendiráði sínu í Moskvu hafa öll Norðurlöndin gripið til aðgerða gagnvart rússneskum diplómötum í höfuðborgum sínum,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. „Hér eftir sem hingað til er gagnlegt að ræða hvernig hin norrænu ríkin nálgast samskiptin við Rússland en ekki síður var gott að finna þann stuðning sem ríkir um samstarf Norðurlanda við þessar aðstæður, til dæmis á sviði borgaraþjónustu en samkvæmt Helsingforssamningnum veita Norðurlöndin gagnkvæma aðstoð í borgaraþjónustumálum,“ segir hún ennfremur. Ráðherrarnir heimsóttu útsýnispallinn á Bolafjalli. Á einu máli um stuðning við konur í Afganistan Til umræðu var áróður og upplýsingaóreiða Rússlands utan Vesturlanda og hvernig megi koma í veg fyrir hana. Samskiptin við Kína voru einnig til umræðu. Ráðherrarnir ræddu þá ástandið í Afganistan en frá því að talibanar náðu völdum þar á ný fyrir tæpum tveimur árum hafa þeir hert tökin og þrengt að réttindum borgara í landinu, sérstaklega kvenna og stúlkna. „Þrátt fyrir að ástand mannúðarmála sé óvíða verra en í Afganistan hefur gengið mjög erfiðlega að afla framlaga til lífsbjargandi aðstoðar þar. Til að bæta gráu ofan á svart er hjálpar- og mannúðarsamtökum gert nánast ómögulegt að starfa í landinu, nú síðast með banni talibana við þátttöku kvenna í starfi slíkra samtaka. Við ráðherrarnir vorum á einu máli að Norðurlöndin yrðu að nota rödd sína og áhrif til að styðja við konur og stúlkur í Afganistan. Hvað sem okkur kann að finnast um ömurleg stjórnvöld í landinu má fólkið þar ekki gleymast,“ segir Þórdís Kolbrún Nothing like our Nordic friendship With @Haavisto @thordiskolbrun @larsloekke on Iceland for meeting of Nordic FM. But we miss you @AHuitfeldt pic.twitter.com/VmhwyOW6B5— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) June 12, 2023
Alþingi Utanríkismál Afganistan Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norðurlandaráð Norðurslóðir Tengdar fréttir Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Staðarráðnum starfsmönnum og leigunni sagt upp Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp. 13. júní 2023 07:54