Fox hótar Carlson lögsókn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2023 23:02 Tucker Carlson var sagt upp hjá Fox News í apríl. AP Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. Í frétt AP kemur fram að Tucker Carlson hafi verið sagt upp hjá Fox í lok apríl síðastliðins, nokkrum dögum eftir að fréttamiðillinn samþykkti að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar, 107 milljarða króna í skaðabætur vegna meiðyrða. Fox hafði haldið því fram að kosningavélar Dominion væru stilltar til þess að vinna gegn Trump í forsetakosningunum 2020. Dominion beið mikinn skaða af, að sögn forsvarsmanna. Í dómsskjölum kom fram að Carlson hafi talað illa um Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í skilaboðum og tölvupóstum til vina og samstarfsmanna. Til að mynda sagðist hann á tímapunkti hata hann út af lífinu. Eftir brotthvarf hans frá Fox hóf Carlson að birta þætti á samfélagsmiðlinum Twitter sem heita Tucker on Twitter. Þar viðrar hann þá skoðun að honum finnist Twitter eini eftirstandandi vefmiðillinn þar sem tjáningarfrelsi er við lýði auk þess sem hann fordæmir fréttamiðla. Í kjölfar birtingar þáttanna hafa lögmenn Fox News sakað Carlson um brot á samningi hans við miðilinn, sem rennur út árið 2025. Í samningnum eru strangar reglur um framkomu Carlson í öðrum fjölmiðlum. Fox News hefur nú hótað að lögsækja Carlson vegna Twitter-þáttanna. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Í frétt AP kemur fram að Tucker Carlson hafi verið sagt upp hjá Fox í lok apríl síðastliðins, nokkrum dögum eftir að fréttamiðillinn samþykkti að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar, 107 milljarða króna í skaðabætur vegna meiðyrða. Fox hafði haldið því fram að kosningavélar Dominion væru stilltar til þess að vinna gegn Trump í forsetakosningunum 2020. Dominion beið mikinn skaða af, að sögn forsvarsmanna. Í dómsskjölum kom fram að Carlson hafi talað illa um Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í skilaboðum og tölvupóstum til vina og samstarfsmanna. Til að mynda sagðist hann á tímapunkti hata hann út af lífinu. Eftir brotthvarf hans frá Fox hóf Carlson að birta þætti á samfélagsmiðlinum Twitter sem heita Tucker on Twitter. Þar viðrar hann þá skoðun að honum finnist Twitter eini eftirstandandi vefmiðillinn þar sem tjáningarfrelsi er við lýði auk þess sem hann fordæmir fréttamiðla. Í kjölfar birtingar þáttanna hafa lögmenn Fox News sakað Carlson um brot á samningi hans við miðilinn, sem rennur út árið 2025. Í samningnum eru strangar reglur um framkomu Carlson í öðrum fjölmiðlum. Fox News hefur nú hótað að lögsækja Carlson vegna Twitter-þáttanna.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9. maí 2023 21:38
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19
Sagðir hafa ráðið sama lögmanninn Fjölmiðlamennirnir Tucker Carlson og Don Lemon eiga það sameiginlegt að hafa báðir misst vinnuna í gær. Carlson hætti hjá Fox News og Lemon var rekinn frá CNN. Það er þó ekki það eina sem þeir eiga sameiginlegt því þeir eru sagðir hafa báðir ráðið sama stjörnulögmanninn til að hjálpa sér vegna starfslokanna. 25. apríl 2023 18:27