Monahan hefur verið harðlega gagnrýndur af golfaðdáendum sem og kylfingum eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna. Á fundi sem haldinn var með kylfingum PGA-mótaraðarinnar kölluðu margir eftir að Monahan myndi segja af sér.
Þá hafa stór nöfn í golfheiminum á borð við Rory McIlroy og Jon Rahm gagnrýnt samrunan opinberlega.
Monahan hefur hins vegar ekki í hyggju að segja af sér, en hann mun þó stíga tímabundið til hliðar til að jafna sig á veikindum að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu hans og PGA-mótaraðarinnar. Þeir Tyler Dennis og Ron Price munu stýra daglegum rekstri PGA á meðan.
„Stjórnin styður Jay heilshugar og vonast til að allir munu virða einkalíf hans,“ segir í tilkynningunni.
„Við munum veita frekari upplýsingar þegar það á við.“
Joint Statement from TOUR Commissioner Jay Monahan and the PGA TOUR Policy Boardhttps://t.co/ZwqdKvJ9yv
— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) June 14, 2023