Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 13:55 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur Íslandsbanka, er höfundur nýjustu spár Íslandsbanka. Þar er spáð hjöðnun verðbólgu í júnímánuði og áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði. vísir/vilhelm Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. Gangi spá bankans eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent. Verðbólgan hefur ekki mælst undir níu prósentum síðan í júní í fyrra. Í þeim mánuði hækkaði vísitala neysluverðs talsvert, um 1,4 prósent. Þar sem sá mánuður dettur út úr tólf mánaða mælingu á næstunni þá mun hjöðnun ársverðbólgunnar vera talsverð. Þá spáir bankinn því einnig að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7 prósent í júní frá fyrri mánuði. Það sem skýri mánaðarhækkunina sé að mestu hækkun á húsnæðisliðnum auk þess sem matvörur og flugfargjöld hækka í verði. Íslandsbanki spáir því að toppi verðbólgunnar hafi verið náð í febrúar og hún mun hjaðna hratt á næstu mánuðum. Það sé þó enn óralangt í verðbólgumarkmið Seðlabankans.Íslandsbanki. Í spánni er því jafnframt spáð að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna. Næstu mánuði hjaðni hún frekar hratt en svo hægar þegar líða tekur árið. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn þann 28. júní næstkomandi. Íbúðaverð hækkar hægar Síðustu mánuði hafi íbúðamarkaður haft mikil áhrif á hækkun vísitölunnar. Íbúðaverð hafi farið aftur á flug auk þess sem vaxtaþátturinn hélt áfram að vega til hækkunar. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,5 prósent. Mánuðina þar á undan hafði verð lækkað lítillega. Mæling Hagstofunnar byggir á þriggja mánaða meðaltali og virðist hafa verið mikil hreyfing á íbúðamarkaði í marsmánuði, fjöldi kaupsamninga og velta á markaðinum bendi einnig til þess. Samkvæmt mælingu bankans á íbúðaverði mun íbúðaverð hækka talsvert hægar í júnímánuði en síðustu mánuði. Bankinn spáir því að reiknaða húsaleigan hækki um eitt prósent á milli mánaða þar sem markaðsverð íbúðarhúsnæðis hækki um 0,3 prósent og vaxtaþáttur vegi til 0,7 prósent hækkunar á liðnum. Flugfargjöld vegi þyngst á eftir húsnæði Það sem vegur þyngst til hækkunar í júní er, að húsnæðisliðnum undanskildum, liðurinn ferðir og flutningar. Það sem skýri það að mestu leyti sé hækkun á flugfargjöldum um 7,3 prósent en um árstíðarbundna hækkun er að ræða. Í mælingu bankans stendur eldsneytis- og bílaverð í stað á milli mánaða. Matar- og drykkjarvörur hækka hægar í mánuðinum en undanfarna mánuði samkvæmt spánni, bankinn spáir 0,65 prósent hækkun á milli mánaða. Það yrði minnsta hækkun á liðnum frá því í september á síðasta ári. Matvöruverð hefur hækkað verulega undanfarið, um 7 prósentum frá áramótum. Í spánni segir að þetta gæti verið merki um að von sé á hægari hækkun á matvörum framundan. Sú þróun sjáist víða erlendis og muni að öðru óbreyttu skila sér hingað til lands. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða í júní eru hótel og veitingastaðir sem hækka um 1,3 prósent, föt og skór sem hækka um eitt prósent og loks húsgögn og heimilisbúnaður sem hækkar um 0,6 prósent. Útlitið bjart en óralangt í verðbólgumarkmið Bankinn segir að ársverðbólga hafi loksins hjaðnað í maí þegar hún mældist 9,5 prósent. Bankinn spáir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar næsta kastið, 0,3 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í júlí, 0,3 prósent í ágúst og 0,4 prósent í september. Gangi spá bankans eftir muni ársverðbólga mælast 8,1 prósent í september. Það sé hins vegar enn langur vegur til verðbólgumarkmiða Seðlabankans sem spá Íslandsbanka segir að sé í órafjarlægð. Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gangi spá bankans eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent. Verðbólgan hefur ekki mælst undir níu prósentum síðan í júní í fyrra. Í þeim mánuði hækkaði vísitala neysluverðs talsvert, um 1,4 prósent. Þar sem sá mánuður dettur út úr tólf mánaða mælingu á næstunni þá mun hjöðnun ársverðbólgunnar vera talsverð. Þá spáir bankinn því einnig að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7 prósent í júní frá fyrri mánuði. Það sem skýri mánaðarhækkunina sé að mestu hækkun á húsnæðisliðnum auk þess sem matvörur og flugfargjöld hækka í verði. Íslandsbanki spáir því að toppi verðbólgunnar hafi verið náð í febrúar og hún mun hjaðna hratt á næstu mánuðum. Það sé þó enn óralangt í verðbólgumarkmið Seðlabankans.Íslandsbanki. Í spánni er því jafnframt spáð að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna. Næstu mánuði hjaðni hún frekar hratt en svo hægar þegar líða tekur árið. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn þann 28. júní næstkomandi. Íbúðaverð hækkar hægar Síðustu mánuði hafi íbúðamarkaður haft mikil áhrif á hækkun vísitölunnar. Íbúðaverð hafi farið aftur á flug auk þess sem vaxtaþátturinn hélt áfram að vega til hækkunar. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,5 prósent. Mánuðina þar á undan hafði verð lækkað lítillega. Mæling Hagstofunnar byggir á þriggja mánaða meðaltali og virðist hafa verið mikil hreyfing á íbúðamarkaði í marsmánuði, fjöldi kaupsamninga og velta á markaðinum bendi einnig til þess. Samkvæmt mælingu bankans á íbúðaverði mun íbúðaverð hækka talsvert hægar í júnímánuði en síðustu mánuði. Bankinn spáir því að reiknaða húsaleigan hækki um eitt prósent á milli mánaða þar sem markaðsverð íbúðarhúsnæðis hækki um 0,3 prósent og vaxtaþáttur vegi til 0,7 prósent hækkunar á liðnum. Flugfargjöld vegi þyngst á eftir húsnæði Það sem vegur þyngst til hækkunar í júní er, að húsnæðisliðnum undanskildum, liðurinn ferðir og flutningar. Það sem skýri það að mestu leyti sé hækkun á flugfargjöldum um 7,3 prósent en um árstíðarbundna hækkun er að ræða. Í mælingu bankans stendur eldsneytis- og bílaverð í stað á milli mánaða. Matar- og drykkjarvörur hækka hægar í mánuðinum en undanfarna mánuði samkvæmt spánni, bankinn spáir 0,65 prósent hækkun á milli mánaða. Það yrði minnsta hækkun á liðnum frá því í september á síðasta ári. Matvöruverð hefur hækkað verulega undanfarið, um 7 prósentum frá áramótum. Í spánni segir að þetta gæti verið merki um að von sé á hægari hækkun á matvörum framundan. Sú þróun sjáist víða erlendis og muni að öðru óbreyttu skila sér hingað til lands. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða í júní eru hótel og veitingastaðir sem hækka um 1,3 prósent, föt og skór sem hækka um eitt prósent og loks húsgögn og heimilisbúnaður sem hækkar um 0,6 prósent. Útlitið bjart en óralangt í verðbólgumarkmið Bankinn segir að ársverðbólga hafi loksins hjaðnað í maí þegar hún mældist 9,5 prósent. Bankinn spáir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar næsta kastið, 0,3 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í júlí, 0,3 prósent í ágúst og 0,4 prósent í september. Gangi spá bankans eftir muni ársverðbólga mælast 8,1 prósent í september. Það sé hins vegar enn langur vegur til verðbólgumarkmiða Seðlabankans sem spá Íslandsbanka segir að sé í órafjarlægð.
Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42