„Húsnæðismálin eru langmikilvægust“ Árni Sæberg skrifar 14. júní 2023 21:44 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ segir að stóra málið í komandi kjarasamningslotu verði að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Verkalýðshreyfingin gangi að samningaborðinu með samningsvilja í brjósti en kunni ráð til þess að ná sínu fram, vilji aðrir aðilar vinnumarkaðar ekki semja. Kaupmáttur ráðstöfunartekna dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og er þetta fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur rýrnar. Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hefur vaxtabyrði heimilanna þyngst gríðarlega á milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta skýrt merki um alvarlega stöðu heimilanna. Mikil samstaða væri að skapast innan verkalýðshreyfingarinnar um að sækja launahækkanir, sem væru að minnsta kosti í samræmi við verðbólgutölur. Seðlabankastjóri hefur sagt að mikilvægt sé að aðilar vinnumarkaðarins sýni ábyrgð í verki með því að gera hófsama langtímakjarasamninga. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, mætti í myndver til Margrétar Helgu Erlingsdóttur til þess að fara yfir komandi kjaraviðræður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Stóra málið snýst um það að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Það er hægt að halda kaupmætti með mörgum þáttum. Eitt af því eru bara beinar launahækkanir. Annað er skattadæmi, þriðja er velferðarkerfið og fjórða, það getur verið verðlag í landinu. Ef við ætlum að viðhalda þeim kaupmætti sem við viljum hafa í heimilunum þá verða allir að koma á borðinu og það er okkar sýn að við getum gert langtímasamning, þar sem allir aðilar skuldbinda sig til að taka sinn þátt í þessu. Ef það gerist ekki þá er eina neyðarbrauðið, eins og Ragnar nefnir, að sækja þetta beint á fyrirtækin,“ segir Finnbjörn. Mannréttindi að eiga sitt heimili Finnbjörn segir að hann hafi trú á því að allir hlutaðeigandi muni koma að borðinu með það að markmiði að semja. Mikilvægur hluti af því sé aðkoma stjórnvalda að velferðarkerfismálum og að þar sé hússnæðisskortur veigamesti hlutinn. „Það eru mannréttindi að eiga sitt heimili. Húsnæðismálin eru langmikilvægust, en það eru fleiri þættir. Við verðum náttúrulega að horfa til þeirra sem minnst mega sín og þú nefndir að hún er að stóraukast vaxtabyrðin og hún eykst að sjálfsögðu á þeim sem skulda. Og það er unga fólkið í landinu sem þetta kemur langverst við og við verðum að reisa við vaxtabótakerfið. Við verðum að styrkja barnabótakerfið þannig að unga fólkinu sé gert kleift að lifa hér í landi.“ Að lokum segir Finnbjörn að verkalýðshreyfingin muni leggja upp með að leysa kjaramálin í komandi kjarabaráttu. „Séu aðrir ekki tilbúnir til þess, þá kunnum við náttúrulega okkar okkar ráð til að ná þessu fram. En ég trúi ekki öðru vegna þess að það tala allir um það að það eru allir tilbúnir í langtímasamning og ég vil bara sjá efndir í því.“ ASÍ Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Húsnæðismál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. 14. júní 2023 12:01 Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kaupmáttur ráðstöfunartekna dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og er þetta fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem kaupmáttur rýrnar. Verðbólga mælist nú 9,5 prósent og samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hefur vaxtabyrði heimilanna þyngst gríðarlega á milli ára. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þetta skýrt merki um alvarlega stöðu heimilanna. Mikil samstaða væri að skapast innan verkalýðshreyfingarinnar um að sækja launahækkanir, sem væru að minnsta kosti í samræmi við verðbólgutölur. Seðlabankastjóri hefur sagt að mikilvægt sé að aðilar vinnumarkaðarins sýni ábyrgð í verki með því að gera hófsama langtímakjarasamninga. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, mætti í myndver til Margrétar Helgu Erlingsdóttur til þess að fara yfir komandi kjaraviðræður, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Stóra málið snýst um það að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Það er hægt að halda kaupmætti með mörgum þáttum. Eitt af því eru bara beinar launahækkanir. Annað er skattadæmi, þriðja er velferðarkerfið og fjórða, það getur verið verðlag í landinu. Ef við ætlum að viðhalda þeim kaupmætti sem við viljum hafa í heimilunum þá verða allir að koma á borðinu og það er okkar sýn að við getum gert langtímasamning, þar sem allir aðilar skuldbinda sig til að taka sinn þátt í þessu. Ef það gerist ekki þá er eina neyðarbrauðið, eins og Ragnar nefnir, að sækja þetta beint á fyrirtækin,“ segir Finnbjörn. Mannréttindi að eiga sitt heimili Finnbjörn segir að hann hafi trú á því að allir hlutaðeigandi muni koma að borðinu með það að markmiði að semja. Mikilvægur hluti af því sé aðkoma stjórnvalda að velferðarkerfismálum og að þar sé hússnæðisskortur veigamesti hlutinn. „Það eru mannréttindi að eiga sitt heimili. Húsnæðismálin eru langmikilvægust, en það eru fleiri þættir. Við verðum náttúrulega að horfa til þeirra sem minnst mega sín og þú nefndir að hún er að stóraukast vaxtabyrðin og hún eykst að sjálfsögðu á þeim sem skulda. Og það er unga fólkið í landinu sem þetta kemur langverst við og við verðum að reisa við vaxtabótakerfið. Við verðum að styrkja barnabótakerfið þannig að unga fólkinu sé gert kleift að lifa hér í landi.“ Að lokum segir Finnbjörn að verkalýðshreyfingin muni leggja upp með að leysa kjaramálin í komandi kjarabaráttu. „Séu aðrir ekki tilbúnir til þess, þá kunnum við náttúrulega okkar okkar ráð til að ná þessu fram. En ég trúi ekki öðru vegna þess að það tala allir um það að það eru allir tilbúnir í langtímasamning og ég vil bara sjá efndir í því.“
ASÍ Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Húsnæðismál Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. 14. júní 2023 12:01 Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42 Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára. 14. júní 2023 12:01
Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. 7. júní 2023 08:42
Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12