Lagerbäck: „Afar góð ákvörðun hjá KSÍ að ráða Åge til starfa“ Aron Guðmundsson skrifar 16. júní 2023 07:00 Lars Lagerbäck er mættur til landsins og er spenntur fyrir komandi tímum hjá íslenska landsliðinu í fótbolta Vísir/Steingrímur Dúi Másson Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er spenntur fyrir stjórnartíð Åge Hareide með liðið. Aðstæður nú séu að mörgu leiti ansi svipaðar þeim sem voru til staðar þegar Lars tók við liðinu á sínum tíma. Lagerbäck þarf vart að kynna fyrir þjóðinni en Íslenska landsliðið komst á fyrsta skipti á stórmót undir stjórn hans og fór alla leið í 8-liða úrslit á EM 2016. Lars er nú mættur til landsins og starfar hann sem sérfræðingur Viaplay í tengslum við komandi leik landsliðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM á laugardaginn. Lars Lagerbäck og Kári Árnason fagna 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne á EM í Frakklandi 2016. Lars hætti að þjálfa landsliðið að mótinu loknu,. Jean Catuffe/Getty Images Svíinn kannast vel við Åge Hareide, núverandi landsliðsþjálfara Íslands, sem stýrir Íslandi í fyrsta skipti á laugardaginn kemur og ber hann Norðmanninum söguna vel en Åge leitaði ráða hjá Lars er KSÍ bauð honum landsliðsþjálfarastarfið á sínum tíma. „Þetta var virkilega góð ákvörðun hjá KSÍ (að ráða Åge Hareide til starfa), sér í lagi ef maður skoða þá kosti í þjálfaramálum sem standa landsliðum til boða nú til dags. Åge býr yfir reynslunni á þessu sviði, hann er góð manneskja með opinn huga og á auðvelt með það að vinna með öðrum. Þetta er því afar góð ákvörðun hjá KSÍ, að ráða hann til starfa.“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslandsvísir/Egill Åge er þekktur fyrir að vilja láta lið sín spila beinskeyttan sóknarleik og telur Lars að leikstíll hans muni henta íslenska landsliðinu vel. Norðmaðurinn verði þó að finna jafnvægið milli varnar og sóknar. „Auðvitað þarf hann nú að læra inn á gæðin sem að búa innan leikmannahóps íslenska landsliðsins og þá er hann einnig raunsæismaður. Það er rétt að hann vill spila beinskeyttan sóknarleik en hann verður einnig að finna jafnvægið í leik liðsins. Næsti leikur er gegn Slóvakíu, sem er alls ekki slakt lið og kjölfarið tekur við leikur gegn Portúgal, Åge þarf því að vera með forgangsatriðin á hreinu fyrir þessa tvo leiki en ég fékk það á tilfinninguna, þegar að ég talaði við hann á dögunum, að hann hefur pælt mikið í varnarleik íslenska liðsins. Ég tel hann vera á réttri leið.“ Sér kunnuglega hluti Lars er ánægður með fyrsta landsliðshópinn sem Åge velur og segir aðstæður landsliðsins nú að einhverju leiti sambærilegar þeim aðstæðum sem voru uppi er hann stýrði liðinu í fyrsta sinn árið 2012. „Að mínu mati hefur hann gert vel í í vali sínu á fyrsta landsliðshópnum með eldri og reynslumeiri leikmönnum í bland við yngri og spennandi leikmenn. Að mínu mati þarf maður alltaf að hafa augun á yngri leikmönnum sem maður venur smátt og smátt við A-landsliðinu. Með þessu venur hann yngri leikmennina við aðferðum og leikstíl sínum og ég nefndi það við hann á dögunum að aðstæðurnar núna, þegar hann fer í sína fyrstu leiki með Íslandi, eru á margan hátt þær sömu og þegar að ég stýrði mínum fyrstu leikjum 2012. Það er vonandi að þróunin verði sú sama í þetta skipti, ef það gerist þá er framtíðin ansi björt hjá íslenska landsliðinu.“ Birkir Bjarnason og Lars Lagerbäck á æfingu út í Frakklandi 2016Vísir/EPA En er möguleikinn á öðru stórmóti fyrir íslenska landsliðið til staðar? Getur þjóðin leyft sér að dreyma? „Maður ætti alltaf að leyfa sér að dreyma en maður verður einnig að horfa raunsætt á hlutina. Staðan er áhugaverð hjá íslenska landsliðinu ef maður horfir á núverandi landsliðshópinn. Åge fær auðvitað aðeins nokkra daga til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína en ef liðið nær að minnsta kosti í þrjú stig úr þessum tveimur leikjum þá er kapphlaupið um sæti á EM galopið.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Lagerbäck þarf vart að kynna fyrir þjóðinni en Íslenska landsliðið komst á fyrsta skipti á stórmót undir stjórn hans og fór alla leið í 8-liða úrslit á EM 2016. Lars er nú mættur til landsins og starfar hann sem sérfræðingur Viaplay í tengslum við komandi leik landsliðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM á laugardaginn. Lars Lagerbäck og Kári Árnason fagna 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne á EM í Frakklandi 2016. Lars hætti að þjálfa landsliðið að mótinu loknu,. Jean Catuffe/Getty Images Svíinn kannast vel við Åge Hareide, núverandi landsliðsþjálfara Íslands, sem stýrir Íslandi í fyrsta skipti á laugardaginn kemur og ber hann Norðmanninum söguna vel en Åge leitaði ráða hjá Lars er KSÍ bauð honum landsliðsþjálfarastarfið á sínum tíma. „Þetta var virkilega góð ákvörðun hjá KSÍ (að ráða Åge Hareide til starfa), sér í lagi ef maður skoða þá kosti í þjálfaramálum sem standa landsliðum til boða nú til dags. Åge býr yfir reynslunni á þessu sviði, hann er góð manneskja með opinn huga og á auðvelt með það að vinna með öðrum. Þetta er því afar góð ákvörðun hjá KSÍ, að ráða hann til starfa.“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslandsvísir/Egill Åge er þekktur fyrir að vilja láta lið sín spila beinskeyttan sóknarleik og telur Lars að leikstíll hans muni henta íslenska landsliðinu vel. Norðmaðurinn verði þó að finna jafnvægið milli varnar og sóknar. „Auðvitað þarf hann nú að læra inn á gæðin sem að búa innan leikmannahóps íslenska landsliðsins og þá er hann einnig raunsæismaður. Það er rétt að hann vill spila beinskeyttan sóknarleik en hann verður einnig að finna jafnvægið í leik liðsins. Næsti leikur er gegn Slóvakíu, sem er alls ekki slakt lið og kjölfarið tekur við leikur gegn Portúgal, Åge þarf því að vera með forgangsatriðin á hreinu fyrir þessa tvo leiki en ég fékk það á tilfinninguna, þegar að ég talaði við hann á dögunum, að hann hefur pælt mikið í varnarleik íslenska liðsins. Ég tel hann vera á réttri leið.“ Sér kunnuglega hluti Lars er ánægður með fyrsta landsliðshópinn sem Åge velur og segir aðstæður landsliðsins nú að einhverju leiti sambærilegar þeim aðstæðum sem voru uppi er hann stýrði liðinu í fyrsta sinn árið 2012. „Að mínu mati hefur hann gert vel í í vali sínu á fyrsta landsliðshópnum með eldri og reynslumeiri leikmönnum í bland við yngri og spennandi leikmenn. Að mínu mati þarf maður alltaf að hafa augun á yngri leikmönnum sem maður venur smátt og smátt við A-landsliðinu. Með þessu venur hann yngri leikmennina við aðferðum og leikstíl sínum og ég nefndi það við hann á dögunum að aðstæðurnar núna, þegar hann fer í sína fyrstu leiki með Íslandi, eru á margan hátt þær sömu og þegar að ég stýrði mínum fyrstu leikjum 2012. Það er vonandi að þróunin verði sú sama í þetta skipti, ef það gerist þá er framtíðin ansi björt hjá íslenska landsliðinu.“ Birkir Bjarnason og Lars Lagerbäck á æfingu út í Frakklandi 2016Vísir/EPA En er möguleikinn á öðru stórmóti fyrir íslenska landsliðið til staðar? Getur þjóðin leyft sér að dreyma? „Maður ætti alltaf að leyfa sér að dreyma en maður verður einnig að horfa raunsætt á hlutina. Staðan er áhugaverð hjá íslenska landsliðinu ef maður horfir á núverandi landsliðshópinn. Åge fær auðvitað aðeins nokkra daga til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína en ef liðið nær að minnsta kosti í þrjú stig úr þessum tveimur leikjum þá er kapphlaupið um sæti á EM galopið.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira