Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Heimir Már Pétursson skrifar 15. júní 2023 22:30 Gríska strandgæslan tók þessa mynd af fiskibáti flóttamannanna á miðvikudag, skömmu áður en bátnum hvolfdi. AP/Gríska strandgæslan Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. Á þessari mynd frá grísku strandgæslunni má sjá yfir hlaðinn fiskibátinn skömmu áður en hann sökk. Strandgæslunni tókst að bjarga hundrað og fjórum, aðallega karlmönnum, meðal annars frá Egyptalandi, Sýrlandi, Pakistan, Afganistan og Palestínu. Óttast er að jafnvel hundruð sem höfðust við neðan þilja á bátnum hafi farist til viðbótar við þá 79 sem lík hafa fundist af. Flaggað er í hálfa stöng víðast hvar í Grikklandi í dag og stjórnvöld hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg. Flestir þeirra hundrað og fjögurra sem var bjargað hafa verið fluttir til aðhlynningar í bænum Kalamata með aðstoð gríska Rauða krossins. Reynt er að hlúa eftir bestu getu að þeim 104 sem komust lífs af í vöruskemmu í bænum Kalamata í Grikklandi.AP/Thanassis Stavrakis Erasmia Roumana starfsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir reynt að veita þeim sem komust af neyðaraðstoð eftir bestu getu. „Fólkið þarf á læknis- og sálfræðiaðstoð að halda. Fólkið er í miklu áfalli og það þarf að ná sambandi við ástvini og fjölskyldur. Það er í forgangi hjá fólkinu að tjá fjölskyldum sínum að þau séu heil á húfi,“ segir Roumana. Grikkland Flóttamenn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Á þessari mynd frá grísku strandgæslunni má sjá yfir hlaðinn fiskibátinn skömmu áður en hann sökk. Strandgæslunni tókst að bjarga hundrað og fjórum, aðallega karlmönnum, meðal annars frá Egyptalandi, Sýrlandi, Pakistan, Afganistan og Palestínu. Óttast er að jafnvel hundruð sem höfðust við neðan þilja á bátnum hafi farist til viðbótar við þá 79 sem lík hafa fundist af. Flaggað er í hálfa stöng víðast hvar í Grikklandi í dag og stjórnvöld hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg. Flestir þeirra hundrað og fjögurra sem var bjargað hafa verið fluttir til aðhlynningar í bænum Kalamata með aðstoð gríska Rauða krossins. Reynt er að hlúa eftir bestu getu að þeim 104 sem komust lífs af í vöruskemmu í bænum Kalamata í Grikklandi.AP/Thanassis Stavrakis Erasmia Roumana starfsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir reynt að veita þeim sem komust af neyðaraðstoð eftir bestu getu. „Fólkið þarf á læknis- og sálfræðiaðstoð að halda. Fólkið er í miklu áfalli og það þarf að ná sambandi við ástvini og fjölskyldur. Það er í forgangi hjá fólkinu að tjá fjölskyldum sínum að þau séu heil á húfi,“ segir Roumana.
Grikkland Flóttamenn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira