Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað Árni Jóhannsson skrifar 15. júní 2023 22:18 Telma Ívarsdóttir átti frábæran leik í kvöld og hélt markinu skínandi hreinu. Vísir/Diego Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun. „Mér fannst við vera frekar taugaóstyrkar í byrjun leiksins og vissum ekki alveg hvernig við áttum að leysa úr pressunni þeirra. Þær fengu færi á köflum og náðu einhverjum stungusendingum í gegn. Við kláruðum okkar færi og ég er mjög ánægð með að við höfum náð að klára það sem við fengum. Svo í seinni hálfleik þá vildum við ekkert sérlega halda í boltann og vildum bara halda þessu. Vorum smá stressaðar. Við náðum að halda þessu og fengum ekki mark á okkur. Mér fannst ganga betur að loka á þær í seinni hálfleik frekar en í fyrri hálfleik. Við gáfum einhverjar ódýrar aukaspyrnur. Annars bara mjög ánægð með sigurinn og að halda hreinu.“ Á úrslitunum að dæma mætti halda að þetta hafi verið fullkomin frammistaða. Var Telma á því að þetta hafi verið fullkomin frammistaða? „Nei, segi það kannski ekki. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta.“ Telma átti mjög góðan leik og varði allt sem kom að marki. Var hún einhvern tíma í vafa varðandi þau verkefni sem hún þurfti að taka á? „Mér leið bara vel. Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í kvöld. Ég varði mjög vel á köflum og það skipti alveg máli í leik eins og þessum. Mér líður vel að spila á þessum velli þannig að það gekk vel í kvöld.“ Blikar hafa undanfarin tvö ár lagt Þrótt á leið sinni í úrslitin. Liðin mættust í úrslitum 2021 en Blikar töpuðu í úrslitum á síðustu leiktíð. Það er væntanlega stefnt að sigri í ár þar sem Valur er úr leik og Breiðablik hefur þegar lagt Þrótt? „Við setjum alltaf stefnuna á að vinna bikarinn. Það er allt eða ekkert í bikarnum og við ætlum okkur alla leið.“ Telma fékk væna byltu þegar hún ætlaði að kýla boltann út úr teignum og þurfti aðhlynningu en hún sagðist vera farin að finna fyrir smá verkjum þegar adrenalínið var að renna úr henni. Það væri samt ekki leikur fyrr en á miðvikudaginn þannig að þetta verður líklega orðið gott þá. Að lokum var markvörðurinn frækni spurð hvað svona sigrar gera fyrir sjálfstraust liðsins. „Mér finnst liðið vera á mjög góðum stað núna en að sjálfsögðu gerir þetta gott fyrir sjálfstraustið. Að vinna í bikarnum, ná að halda hreinu og klára færin okkar. Það bætir alltaf sjálfstraustið.“ Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
„Mér fannst við vera frekar taugaóstyrkar í byrjun leiksins og vissum ekki alveg hvernig við áttum að leysa úr pressunni þeirra. Þær fengu færi á köflum og náðu einhverjum stungusendingum í gegn. Við kláruðum okkar færi og ég er mjög ánægð með að við höfum náð að klára það sem við fengum. Svo í seinni hálfleik þá vildum við ekkert sérlega halda í boltann og vildum bara halda þessu. Vorum smá stressaðar. Við náðum að halda þessu og fengum ekki mark á okkur. Mér fannst ganga betur að loka á þær í seinni hálfleik frekar en í fyrri hálfleik. Við gáfum einhverjar ódýrar aukaspyrnur. Annars bara mjög ánægð með sigurinn og að halda hreinu.“ Á úrslitunum að dæma mætti halda að þetta hafi verið fullkomin frammistaða. Var Telma á því að þetta hafi verið fullkomin frammistaða? „Nei, segi það kannski ekki. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta.“ Telma átti mjög góðan leik og varði allt sem kom að marki. Var hún einhvern tíma í vafa varðandi þau verkefni sem hún þurfti að taka á? „Mér leið bara vel. Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í kvöld. Ég varði mjög vel á köflum og það skipti alveg máli í leik eins og þessum. Mér líður vel að spila á þessum velli þannig að það gekk vel í kvöld.“ Blikar hafa undanfarin tvö ár lagt Þrótt á leið sinni í úrslitin. Liðin mættust í úrslitum 2021 en Blikar töpuðu í úrslitum á síðustu leiktíð. Það er væntanlega stefnt að sigri í ár þar sem Valur er úr leik og Breiðablik hefur þegar lagt Þrótt? „Við setjum alltaf stefnuna á að vinna bikarinn. Það er allt eða ekkert í bikarnum og við ætlum okkur alla leið.“ Telma fékk væna byltu þegar hún ætlaði að kýla boltann út úr teignum og þurfti aðhlynningu en hún sagðist vera farin að finna fyrir smá verkjum þegar adrenalínið var að renna úr henni. Það væri samt ekki leikur fyrr en á miðvikudaginn þannig að þetta verður líklega orðið gott þá. Að lokum var markvörðurinn frækni spurð hvað svona sigrar gera fyrir sjálfstraust liðsins. „Mér finnst liðið vera á mjög góðum stað núna en að sjálfsögðu gerir þetta gott fyrir sjálfstraustið. Að vinna í bikarnum, ná að halda hreinu og klára færin okkar. Það bætir alltaf sjálfstraustið.“
Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50