Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Árni Sæberg skrifar 16. júní 2023 14:05 Þessir ungu herramenn fá sömu laun og í fyrra, ákveði þeir að skrá sig í nám við Vinnuskólann. Vísir/Vilhelm Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. Nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur hófu störf fyrir viku síðan, án þess að hafa hugmynd um það hvað þeir fengu í þóknun. Það fyrirkomulag var harðlega gagnrýnt. Á fundi borgarráðs í gær kom í ljós hver launin verða í sumar, þau sömu og í fyrra. Það er þrátt fyrir 9,5 prósent verðbólgu og því ljóst að kaupmáttur reykvískra barna dregst töluvert saman. Síðasta sumar var tillaga um hækkun launa í Vinnuskólanum samþykkt. Um var að ræða sjö prósent hækkun og tímakaup nemenda í 8. bekk fór í 711 krónur, nemenda í 9. bekk í 947 krónur og nemenda í 10. bekk í 1.184 krónur á tímann. Minnihlutinn óánægður Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn drógu ekki dul á óánægju sína með kaupmáttarrýrnun nemenda vinnuskólans. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja miður að ekki hafi verið búið að ákveða laun nemenda í Vinnuskólanum áður en nemendur hófu þar störf nú í júní. Þá er það jafnframt óásættanlegt að launin haldist óbreytt milli ára og að um engar verðbætur eða kjarabætur sé að ræða,“ segir í bókun lagðri fram af borgarráðsfulltrúm Sjálfstæðisflokksins. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram bókun þar sem sagði að laun í Vinnuskólanum þurfi að vera vísitölutengd, enda ekki annað sanngjarnt. „Nú ríkir blússandi verðbólga. Skoða átti launamál nemenda skólans áður er skólinn hófst en þau hafa ekki hækkað í samræmi við aðrar launahækkanir. Laun þessa hóps eiga að lúta almennum verð- og kjarabótum eins og laun annarra í samfélaginu,“ segir í bókuninni. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi bókun: „Fyrir ári síðan bókuðum við Vinstri græn á þessa leið í borgarráði: „Það er ánægjulegt að laun nemenda í Vinnuskólanum séu að hækka aftur enda var það löngu orðið tímabært að leiðrétta kjör þeirra en það var fyrst gert í formannstíð Vinstri grænna í umhverfis- og heilbrigðisráði árið 2021. Framvegis þarf að gæta þess að tengja laun þeirra ákveðnum fasta launa svo þau fylgi öðrum hækkunum og launavísitölu og eins þarf að gera ráð fyrir þessum hækkunum við gerð fjárhagsáætlunar og úthlutunarramma. Eins mætti skoða leiðir til að afnema aldurstengingu launanna enda samræmist það ekki mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar að mismuna fólki vegna aldurs.“ Þessi bókun á enn við og brýnir borgarfulltrúi Vinstri grænna borgarráð í að ráðast í að koma þessu í ásættanlegan farveg með hagsmuni nemenda Vinnuskólans í fyrirrúmi. Nú er lag til að ráðast í betrumbætur á Vinnuskóla Reykjavíkur.“ Kjaramál Verðlag Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur hófu störf fyrir viku síðan, án þess að hafa hugmynd um það hvað þeir fengu í þóknun. Það fyrirkomulag var harðlega gagnrýnt. Á fundi borgarráðs í gær kom í ljós hver launin verða í sumar, þau sömu og í fyrra. Það er þrátt fyrir 9,5 prósent verðbólgu og því ljóst að kaupmáttur reykvískra barna dregst töluvert saman. Síðasta sumar var tillaga um hækkun launa í Vinnuskólanum samþykkt. Um var að ræða sjö prósent hækkun og tímakaup nemenda í 8. bekk fór í 711 krónur, nemenda í 9. bekk í 947 krónur og nemenda í 10. bekk í 1.184 krónur á tímann. Minnihlutinn óánægður Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn drógu ekki dul á óánægju sína með kaupmáttarrýrnun nemenda vinnuskólans. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja miður að ekki hafi verið búið að ákveða laun nemenda í Vinnuskólanum áður en nemendur hófu þar störf nú í júní. Þá er það jafnframt óásættanlegt að launin haldist óbreytt milli ára og að um engar verðbætur eða kjarabætur sé að ræða,“ segir í bókun lagðri fram af borgarráðsfulltrúm Sjálfstæðisflokksins. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram bókun þar sem sagði að laun í Vinnuskólanum þurfi að vera vísitölutengd, enda ekki annað sanngjarnt. „Nú ríkir blússandi verðbólga. Skoða átti launamál nemenda skólans áður er skólinn hófst en þau hafa ekki hækkað í samræmi við aðrar launahækkanir. Laun þessa hóps eiga að lúta almennum verð- og kjarabótum eins og laun annarra í samfélaginu,“ segir í bókuninni. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi bókun: „Fyrir ári síðan bókuðum við Vinstri græn á þessa leið í borgarráði: „Það er ánægjulegt að laun nemenda í Vinnuskólanum séu að hækka aftur enda var það löngu orðið tímabært að leiðrétta kjör þeirra en það var fyrst gert í formannstíð Vinstri grænna í umhverfis- og heilbrigðisráði árið 2021. Framvegis þarf að gæta þess að tengja laun þeirra ákveðnum fasta launa svo þau fylgi öðrum hækkunum og launavísitölu og eins þarf að gera ráð fyrir þessum hækkunum við gerð fjárhagsáætlunar og úthlutunarramma. Eins mætti skoða leiðir til að afnema aldurstengingu launanna enda samræmist það ekki mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar að mismuna fólki vegna aldurs.“ Þessi bókun á enn við og brýnir borgarfulltrúi Vinstri grænna borgarráð í að ráðast í að koma þessu í ásættanlegan farveg með hagsmuni nemenda Vinnuskólans í fyrirrúmi. Nú er lag til að ráðast í betrumbætur á Vinnuskóla Reykjavíkur.“
Kjaramál Verðlag Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira