Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2023 12:24 Þriggja daga þjóðarsorg ríkir í Grikklandi. AP Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá því að konur og börn séu stór hluti þeirra sem saknað er. Einungis karlmenn hafi lifað af, svo vitað sé. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofunnar, segir atburðinn varpa ljósi á þá þörf sem ríkir á því að rannsaka betur mál sem varða við fólkssmygl. Níu manns hafa verið handteknir í kjölfar slyssins. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að smygli á fólki frá Líbíu til Evrópu. Enn er verið að rannsaka aðdraganda slyssins. Í frétt BBC er haft eftir tveimur eftirlifendum að bátur landhelgisgæslunnar hafi fest reipi við bát flóttafólksins sem varð til þess að báturinn ruggaði til og sökk í kjölfarið. Þá er einnig haft eftir vitnum að starfsmenn á bát landhelgisgæslunnar hafi bundið reipi við bát flóttafólksins um þremur klukkustundum áður en slysið átti sér stað. Fólkið á bátnum hafi þá óttast að það yrði til þess að bátnum myndi hvolfa. Gríska fréttablaðið Kathimerini hafði eftir heimildum að þau hafi þá losað reipið til þess að geta haldið leið sinni til Ítalíu áfram og í leiðinni hafnað allri hjálp. Sú frásögn er þó í ósamræmi við frásögn Alarm Phone, samtaka sem veita flóttafólki á sjó stuðning. Samtökin sendu grísku landhelgisgæslunni tölvupóst á þriðjudag þess efnis að allt að 750 manns væru nauðstaddir um borð á bátnum. Verið er að rannsaka aðild grísku landhelgisgæslunnar vegna málsins. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01 Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30 Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50 Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá því að konur og börn séu stór hluti þeirra sem saknað er. Einungis karlmenn hafi lifað af, svo vitað sé. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofunnar, segir atburðinn varpa ljósi á þá þörf sem ríkir á því að rannsaka betur mál sem varða við fólkssmygl. Níu manns hafa verið handteknir í kjölfar slyssins. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að smygli á fólki frá Líbíu til Evrópu. Enn er verið að rannsaka aðdraganda slyssins. Í frétt BBC er haft eftir tveimur eftirlifendum að bátur landhelgisgæslunnar hafi fest reipi við bát flóttafólksins sem varð til þess að báturinn ruggaði til og sökk í kjölfarið. Þá er einnig haft eftir vitnum að starfsmenn á bát landhelgisgæslunnar hafi bundið reipi við bát flóttafólksins um þremur klukkustundum áður en slysið átti sér stað. Fólkið á bátnum hafi þá óttast að það yrði til þess að bátnum myndi hvolfa. Gríska fréttablaðið Kathimerini hafði eftir heimildum að þau hafi þá losað reipið til þess að geta haldið leið sinni til Ítalíu áfram og í leiðinni hafnað allri hjálp. Sú frásögn er þó í ósamræmi við frásögn Alarm Phone, samtaka sem veita flóttafólki á sjó stuðning. Samtökin sendu grísku landhelgisgæslunni tölvupóst á þriðjudag þess efnis að allt að 750 manns væru nauðstaddir um borð á bátnum. Verið er að rannsaka aðild grísku landhelgisgæslunnar vegna málsins.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01 Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30 Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50 Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01
Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30
Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50