Ólafur Kristjánsson fékk stjörnu Slóvaka til liðs við sig 2015 Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 11:37 Stanislav Lobotka lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland Vísir/Getty Ein stærsta stjarna Slóvaka er miðjumaðurinn Stanislav Lobotka sem varð ítalskur meistari með Napoli á dögunum. Ólafur Kristjánsson þekkir vel til Lobotka en hann fékk leikmanninn til Nordsjælland 2015, þá 21 árs gamlan. Ólafur ber Lobotka vel söguna. Hann sé afskaplega mikill fagmaður og hafi þróast mikið sem leikmaður undanfarin ár. Lobotka hefur leikið 45 landsleiki fyrir Slóvakíu og lék alla leiki í öllum keppnum fyrir Napólí á nýliðnu keppnistímabili. „Fyrst og fremst frábær drengur. Mjög hógvær og lítillátur. Duglegur. Æfir vel, gerir það sem honum er sagt að gera, eða beðinn um að gera. Sem leikmaður hefur hann þroskast mikið síðan 2015-16 þegar hann var hjá mér í Nordsjælland. Kemur til okkar frá Trenčín í Slóvakíu ungur, fær knattspyrnumaður.“ „Við vorum að binda vonir við að hann væri millisvæðisspilari framarlega á miðju en hefur þróast í að vera sexa, aftarlega á miðjunni. Í gegnum Celta Vigo og svo Napoli orðinn bara virkilega góður leikmaður.“ En hvernig á Ísland að fara að því að stoppa Lobotka? „Hann er fyrst og fremst öryggisventill aftarlega á miðjunni. Hann les leikinn vel, góður að loka svæðum og getur „coverað“ mikið pláss á miðjunni. Auðvitað þarf að fara í gegnum hann. Þetta slóvakíska lið er gott, margir góðir leikmenn. Varðandi sóknarleikinn þá setur hann leikinn svolítið af stað, tengir á milli. Fer ekki mikið fyrir honum en hann gerir þessa einföldu hluti.“ Ólafur er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn og spáir Íslandi sigri í hörkuleik. „Ég vona að sjálfsögðu að við vinnum leikinn. Ég held að þetta verði barningur. Eigum við ekki að segja að hjartað segi 2-1 fyrir okkar menn.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Ólafur ber Lobotka vel söguna. Hann sé afskaplega mikill fagmaður og hafi þróast mikið sem leikmaður undanfarin ár. Lobotka hefur leikið 45 landsleiki fyrir Slóvakíu og lék alla leiki í öllum keppnum fyrir Napólí á nýliðnu keppnistímabili. „Fyrst og fremst frábær drengur. Mjög hógvær og lítillátur. Duglegur. Æfir vel, gerir það sem honum er sagt að gera, eða beðinn um að gera. Sem leikmaður hefur hann þroskast mikið síðan 2015-16 þegar hann var hjá mér í Nordsjælland. Kemur til okkar frá Trenčín í Slóvakíu ungur, fær knattspyrnumaður.“ „Við vorum að binda vonir við að hann væri millisvæðisspilari framarlega á miðju en hefur þróast í að vera sexa, aftarlega á miðjunni. Í gegnum Celta Vigo og svo Napoli orðinn bara virkilega góður leikmaður.“ En hvernig á Ísland að fara að því að stoppa Lobotka? „Hann er fyrst og fremst öryggisventill aftarlega á miðjunni. Hann les leikinn vel, góður að loka svæðum og getur „coverað“ mikið pláss á miðjunni. Auðvitað þarf að fara í gegnum hann. Þetta slóvakíska lið er gott, margir góðir leikmenn. Varðandi sóknarleikinn þá setur hann leikinn svolítið af stað, tengir á milli. Fer ekki mikið fyrir honum en hann gerir þessa einföldu hluti.“ Ólafur er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn og spáir Íslandi sigri í hörkuleik. „Ég vona að sjálfsögðu að við vinnum leikinn. Ég held að þetta verði barningur. Eigum við ekki að segja að hjartað segi 2-1 fyrir okkar menn.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira