107 kýr í nýju og glæsilegu fjósi í Þrándarholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júní 2023 21:06 Bræðurnir og kúabændurnir í Þrándarholti, Arnór Hans (t.v.) og Ingvar. Þeir eru báðir smiðir og unnu því mjög mikið við að koma fjósinu upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt og glæsilegt fjós hefur verið tekið í notkun á bænum Þrándarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi fyrir 107 kýr. Tveir mjólkurróbótar eru í fjósinu. Bændurnir í Þrándarholti voru með opið fjós í nýja fjósinu á föstudaginn þar sem fjöldi fólks mætti til að sýna sig og sjá aðra. Það var samdóma álit allra að fjósið væri allt hið glæsilegasta og einstaklega vel hannað. Bræðurnir í Þrándarholti, ásamt konum sínum, þeim Sigríði Björk Marinósdóttur og Magneu Gunnarsdóttur, eiga heiðurinn af nýja fjósinu, sem kostaði um 250 milljónir króna. „Húsið er límtréshús frá Flúðum og steinullareiningar frá Flúðum líka. Það eru 107 básar og tveir róbótar, bara hefðbundið nýtísku fjós myndi ég segja,“ segir Ingvar Þrándarson, kúabóndi. Eruð þið ekki bara ánægðir með útkomuna? „Jú, mjög, þetta er liggur við betra en maður þorði að vona enda nóg pláss fyrir kýrnar og allt til alls í fjósinu,“ segir Arnór Hans Þrándarson, kúabóndi i Þrándarholti. Kýrnar eru mjög sáttar í nýja fjósinu enda er það glæsilegt í alla staði og vel hannað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótarnir eru af fullkomnustu gerð og þá fer mjög vel um kálfana í stíunum sínum. Drekkið þið mikla mjólk sjálfir? „Já, já, enda sérðu hvernig við lítum út, það er ekki hægt öðruvísi, spengilegir og fallegir,“ segir Arnór Hans hlægjandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna lét sig ekki vanta í opna fjósið. „Þetta algjörlega frábær aðstaða og auðsjáanlegt að skepnunum líður vel hérna. Þetta er alveg til fyrirmyndar, alveg frábært og öll aðstaða hér í kring alveg til fyrirmyndar líka,“ segir Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem er yfir sig hrifin af nýja fjósinu í Þrándarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi fólks mætti í opna fjósið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Bændurnir í Þrándarholti voru með opið fjós í nýja fjósinu á föstudaginn þar sem fjöldi fólks mætti til að sýna sig og sjá aðra. Það var samdóma álit allra að fjósið væri allt hið glæsilegasta og einstaklega vel hannað. Bræðurnir í Þrándarholti, ásamt konum sínum, þeim Sigríði Björk Marinósdóttur og Magneu Gunnarsdóttur, eiga heiðurinn af nýja fjósinu, sem kostaði um 250 milljónir króna. „Húsið er límtréshús frá Flúðum og steinullareiningar frá Flúðum líka. Það eru 107 básar og tveir róbótar, bara hefðbundið nýtísku fjós myndi ég segja,“ segir Ingvar Þrándarson, kúabóndi. Eruð þið ekki bara ánægðir með útkomuna? „Jú, mjög, þetta er liggur við betra en maður þorði að vona enda nóg pláss fyrir kýrnar og allt til alls í fjósinu,“ segir Arnór Hans Þrándarson, kúabóndi i Þrándarholti. Kýrnar eru mjög sáttar í nýja fjósinu enda er það glæsilegt í alla staði og vel hannað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótarnir eru af fullkomnustu gerð og þá fer mjög vel um kálfana í stíunum sínum. Drekkið þið mikla mjólk sjálfir? „Já, já, enda sérðu hvernig við lítum út, það er ekki hægt öðruvísi, spengilegir og fallegir,“ segir Arnór Hans hlægjandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna lét sig ekki vanta í opna fjósið. „Þetta algjörlega frábær aðstaða og auðsjáanlegt að skepnunum líður vel hérna. Þetta er alveg til fyrirmyndar, alveg frábært og öll aðstaða hér í kring alveg til fyrirmyndar líka,“ segir Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem er yfir sig hrifin af nýja fjósinu í Þrándarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi fólks mætti í opna fjósið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira