Formúla 1

Max Verstappen á ráspól í Montreal í kvöld

Siggeir Ævarsson skrifar
Það fær Max Verstappen ekkert stoppað í Formúlu 1 um þessar mundir
Það fær Max Verstappen ekkert stoppað í Formúlu 1 um þessar mundir Vísir/Getty

Max Verstappen, ökumaður Red Bull, verður á ráspól í Montreal í Kanada í kvöld en hann tryggði sér stöðuna með nokkrum yfirburðum í tímatökum í gær, sem lituðust af úrkomu og óhöppum á brautinni.

Þetta verður í 25. skipti á ferlinum sem Verstappen ræsir fyrstur en hann hefur haft mikla yfirburði í formúlunni í ár og leiðir stigakeppni ökumanna með 170 stig. Red Bull liðið hefur verið í ákveðnum sérflokki það sem af er, en næsti ökumaður á lista er liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, með 117 stig.

Nico Hulkenberg, ökumaður Haas, náði næst besta tíma dagsins, en var svo færður niður um þrjú sæti vegna refsinga sem hann hlaut í brautinni. Fernando Alonso mun því taka af stað við hlið Verstappen, en Alonso er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna með 99 stig.

Flaggað verður af stað í Montreal kl. 18:00 í kvöld að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×