Shaw reynir að lokka Kane og Rice til Manchester United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 10:00 Luke Shaw nýtir dagana með landsliðinu í að reyna að sannfæra Harry Kane og Declan Rice um að ganga í raðir Manchester United. Eddie Keogh - The FA/The FA via Getty Images Luke Shaw, bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur nýtt landsliðsverkefni Englands undanfarna daga í að reyna að sannfæra þá Harry Kane og Declan Rice um að færa sig frá höfuborginni og yfir til Manchester. Kane og Rice hafa báðir verið orðaðir við brottför frá félögum sínum í sumar. Kane á ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og óvíst er hvort hann muni skrifa undir nýjan samning, en Rice hefur nú þegar fengið loforð frá stjórn West Ham um að hann megi fara. Báðir hafa þeir einnig verið orðaðir við Manchester United, en líklegast þykir þó að Rice sé á leið til Arsenal. Þá bárust einnig fréttir af því í síðustu viku að United væri búið að gefast upp á því að reyna að fá Kane í sínar raðir. Shaw hefur þó ekki gefist upp og segist nýta tíman með landsliðinu í að reyna að sannfæra liðsfélaga sína þar um ágæti Manchester United. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá myndi ég elska það að fá nokkra úr landsliðinu til United,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Ég spjalla reglulega við þá og segi þeim hversu gott félag Manchester United sé því ég veit hversu góðir þeir eru.“ „Ég veit að þetta eru heimsklassa leikmenn og þeir myndu hjálpa okkur ótrúlega mikið, en ég get ekki sagt mikið meira en það. Að lokum veltur þetta allt á klúbbnum og hvað þeir vilja gera,“ bætti Shaw við. Enska landsliðið tekur á móti Norður-Makedóníu í kvöld og með sigri styrkir liðið stöðu sína á toppi C-riðils í undankeppni EM 2024. Englendingar eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Norður-Makedónía hefur náð í þrjú stig úr sínum fyrstu tveimur leikjum. Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Kane og Rice hafa báðir verið orðaðir við brottför frá félögum sínum í sumar. Kane á ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og óvíst er hvort hann muni skrifa undir nýjan samning, en Rice hefur nú þegar fengið loforð frá stjórn West Ham um að hann megi fara. Báðir hafa þeir einnig verið orðaðir við Manchester United, en líklegast þykir þó að Rice sé á leið til Arsenal. Þá bárust einnig fréttir af því í síðustu viku að United væri búið að gefast upp á því að reyna að fá Kane í sínar raðir. Shaw hefur þó ekki gefist upp og segist nýta tíman með landsliðinu í að reyna að sannfæra liðsfélaga sína þar um ágæti Manchester United. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá myndi ég elska það að fá nokkra úr landsliðinu til United,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Ég spjalla reglulega við þá og segi þeim hversu gott félag Manchester United sé því ég veit hversu góðir þeir eru.“ „Ég veit að þetta eru heimsklassa leikmenn og þeir myndu hjálpa okkur ótrúlega mikið, en ég get ekki sagt mikið meira en það. Að lokum veltur þetta allt á klúbbnum og hvað þeir vilja gera,“ bætti Shaw við. Enska landsliðið tekur á móti Norður-Makedóníu í kvöld og með sigri styrkir liðið stöðu sína á toppi C-riðils í undankeppni EM 2024. Englendingar eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Norður-Makedónía hefur náð í þrjú stig úr sínum fyrstu tveimur leikjum.
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira