Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 10:14 Fagráðið segir erfitt að sjá hvernig veiðarnar gætu samrýmst lögum um velferð dýra. Vísir/Egill Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Þetta kemur fram í áliti fagráðsins, sem Matvælastofnun óskaði eftir 22. maí síðastliðinn. Ráðið byggir niðurstöðu sína á eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar á Íslandi árið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Í álitinu segir meðal annars að það sé mat ráðsins að miklir ágallar hafi verið á veiðunum við Ísland sumarið 2022. Þá hafi ráðið ekki séð neitt í skýrslu MAST né gögnum sem henni fylgdu sem bendir til þess að eitthvað sérstakt við aðstæður umræddrar vertíðar hafi valdið ágöllunum. „Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra,“ segir í álitinu. Í greinargerð með álitinu er meðal annars bent á að jafnvel þótt skot hittu alla jafna ákjósanlegasta skotsvæðið á hvalnum bentu myndbönd og önnur gögn til þess að ekki væri hægt að tryggja skjótt meðvitundarleysi eða dauða. Ekki væri hægt að sjá að ytri þættir á borð við veðurfar, ölduhæð eða skotmaður hefðu úrslitaáhrif á skilvirkni veiðiaðferðarinnar og þá liðu að minnst tíu mínútur upp í allt að 22 mínútur á milli skota. BÍ: Álitamál hvort lög um velferð dýra nái yfir hvali „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þar sé meðal annars byggt á því að ekki sé hægt að ákvarða kyn hvala frá skipunum né sjá hvort hvalkýr eru kefldar eða mjólkandi, lífslíkur móðurlausra kálfa séu hverfandi, veiðarnar séu ómögulegar án þess að dýrunum sé fylgt eftir um tíma sem valdi þeim streitu og ótta, og aflífun sé ekki möguleg á skjótan og sársaukalausan hátt. Fagráðið fór yfir svör Hvals ehf. við eftirlitsskýrslu MAST en telur tillögur fyrirtækisins um nýja tækni við veiðarnar ekki raunhæfar. Notkun rafmagns við aflífun sé til að mynda ekki leið sem tryggi öruggan og skjótan dauðdaga. Þá byggi upplýsingar þess efnis að hægt sé að tryggja að það dauðastríð sem sást á veiðunum 2022 eigi sér ekki stað á veiðum á hrefnum, sem séu allt að tífalt minni en langreyðar. Vandséð sé að betur megi standa að veiðunum. Með álitinu fylgir bókun frá fulltrúa Bændasamtaka Íslands, sem segist sammála því að núverandi aðferðir við hvalveiðar séu ósamrýmanlegar lögum um velferð dýra. Hins vegar séu samtökin ekki að taka afstöðu til hvalveiða og þau telji mikilvægt að standa vörð um sjálfbæra nýtingu auðlinda til matvælaframleiðslu. Fulltrúi BÍ „setur þann áskilnað við málið að um hvalveiðar gildi sérlög og því lögfræðilegt álitamál hvort að gildissvið laga um velferð dýra hafi verið ætlað að ná yfir hvali“. Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti fagráðsins, sem Matvælastofnun óskaði eftir 22. maí síðastliðinn. Ráðið byggir niðurstöðu sína á eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar á Íslandi árið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Í álitinu segir meðal annars að það sé mat ráðsins að miklir ágallar hafi verið á veiðunum við Ísland sumarið 2022. Þá hafi ráðið ekki séð neitt í skýrslu MAST né gögnum sem henni fylgdu sem bendir til þess að eitthvað sérstakt við aðstæður umræddrar vertíðar hafi valdið ágöllunum. „Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra,“ segir í álitinu. Í greinargerð með álitinu er meðal annars bent á að jafnvel þótt skot hittu alla jafna ákjósanlegasta skotsvæðið á hvalnum bentu myndbönd og önnur gögn til þess að ekki væri hægt að tryggja skjótt meðvitundarleysi eða dauða. Ekki væri hægt að sjá að ytri þættir á borð við veðurfar, ölduhæð eða skotmaður hefðu úrslitaáhrif á skilvirkni veiðiaðferðarinnar og þá liðu að minnst tíu mínútur upp í allt að 22 mínútur á milli skota. BÍ: Álitamál hvort lög um velferð dýra nái yfir hvali „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þar sé meðal annars byggt á því að ekki sé hægt að ákvarða kyn hvala frá skipunum né sjá hvort hvalkýr eru kefldar eða mjólkandi, lífslíkur móðurlausra kálfa séu hverfandi, veiðarnar séu ómögulegar án þess að dýrunum sé fylgt eftir um tíma sem valdi þeim streitu og ótta, og aflífun sé ekki möguleg á skjótan og sársaukalausan hátt. Fagráðið fór yfir svör Hvals ehf. við eftirlitsskýrslu MAST en telur tillögur fyrirtækisins um nýja tækni við veiðarnar ekki raunhæfar. Notkun rafmagns við aflífun sé til að mynda ekki leið sem tryggi öruggan og skjótan dauðdaga. Þá byggi upplýsingar þess efnis að hægt sé að tryggja að það dauðastríð sem sást á veiðunum 2022 eigi sér ekki stað á veiðum á hrefnum, sem séu allt að tífalt minni en langreyðar. Vandséð sé að betur megi standa að veiðunum. Með álitinu fylgir bókun frá fulltrúa Bændasamtaka Íslands, sem segist sammála því að núverandi aðferðir við hvalveiðar séu ósamrýmanlegar lögum um velferð dýra. Hins vegar séu samtökin ekki að taka afstöðu til hvalveiða og þau telji mikilvægt að standa vörð um sjálfbæra nýtingu auðlinda til matvælaframleiðslu. Fulltrúi BÍ „setur þann áskilnað við málið að um hvalveiðar gildi sérlög og því lögfræðilegt álitamál hvort að gildissvið laga um velferð dýra hafi verið ætlað að ná yfir hvali“.
Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira