Már þarf ekki að greiða kostnað vegna leiðsöguhundarins Max Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. júní 2023 19:15 „Búið er að finna lausn á málinu innan ráðuneytisins og mun Már því ekki þurfa að bera fyrrgreindan kostnað vegna hundsins.“ Svo hljóðaði tilkynning sem barst frá Matvælaráðuneytinu síðdegis. Vísir/Steingrímur Dúi Matvælaráðuneytið greindi frá því nú síðdegis að blindur maður þurfi ekki að greiða himinháan kostnað sem fylgi því að taka leiðsöguhundinn sinn með í frí til landsins. Margra mánaða barátta við kerfið virðist því vera á enda. Það vakti mikla athygli þegar Már Gunnarsson birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti baráttu sinni við kerfið þegar kemur að því að ferðast með leiðsöguhundinn Max til Íslands. Í frétt á Vísi í morgun lýsti Már, sem er blindur, því að kostnaður hlypi á 600 þúsund krónum. Við hittum Má og Max í dag þar sem Már lýsti þrautagöngunni vegna málsins. „Ég er búinn að reyna í marga mánuði að hafa samband við Matvælaráðuneytið og þau hafa hreinlega hunsað mig,“ sagði Már. „Félagsmálaráðuneytið ráðlagði mér að sækja um styrki hjá góðgerðarsamtökum eins og Lions, sem mér finnst afskaplega sorglegur hugsunarháttur. Lions hjálpaði til við að safna fyrir hundinum og mér finnst ótrúlega mikil frekja að ætlast til að þeir stökkvi alltaf á vagninn og græji allt.“ Farsæll endir Fréttastofa hafði ítrekað samband við Matvælastofnun í dag til að óska eftir viðbrögðum vegna málsins og viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Svandís gaf ekki kost á viðtali en síðdegis barst tilkynning frá Matvælaráðuneytinu þess efnis að búið væri að finna lausn innan ráðuneytisins og að Már þurfi ekki að greiða kostnað vegna hundsins. Það lítur út fyrir að málið hafi fengið farsælan endi og að Már þurfi ekki að greiða háan kostnað við að taka leiðsöguhundinn Max, sem hann kallar augun sín, með sér til Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Dýr Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar Már Gunnarsson birti færslu á Facebook í gær þar sem hann lýsti baráttu sinni við kerfið þegar kemur að því að ferðast með leiðsöguhundinn Max til Íslands. Í frétt á Vísi í morgun lýsti Már, sem er blindur, því að kostnaður hlypi á 600 þúsund krónum. Við hittum Má og Max í dag þar sem Már lýsti þrautagöngunni vegna málsins. „Ég er búinn að reyna í marga mánuði að hafa samband við Matvælaráðuneytið og þau hafa hreinlega hunsað mig,“ sagði Már. „Félagsmálaráðuneytið ráðlagði mér að sækja um styrki hjá góðgerðarsamtökum eins og Lions, sem mér finnst afskaplega sorglegur hugsunarháttur. Lions hjálpaði til við að safna fyrir hundinum og mér finnst ótrúlega mikil frekja að ætlast til að þeir stökkvi alltaf á vagninn og græji allt.“ Farsæll endir Fréttastofa hafði ítrekað samband við Matvælastofnun í dag til að óska eftir viðbrögðum vegna málsins og viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra. Svandís gaf ekki kost á viðtali en síðdegis barst tilkynning frá Matvælaráðuneytinu þess efnis að búið væri að finna lausn innan ráðuneytisins og að Már þurfi ekki að greiða kostnað vegna hundsins. Það lítur út fyrir að málið hafi fengið farsælan endi og að Már þurfi ekki að greiða háan kostnað við að taka leiðsöguhundinn Max, sem hann kallar augun sín, með sér til Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi
Dýr Málefni fatlaðs fólks Hundar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira