Djöfulóð Whoopi vill fá djöfulinn í tölvuna Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júní 2023 21:28 Whoopi Goldberg er heldur betur ósátt með að geta ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn, Diablo. Getty/Paul R. Giunta Whoopi Goldberg, leikkona, er brjáluð út í tölvuleikjaframleiðandann Blizzard vegna þess að nýjasti leikur fyrirtækisins, Diablo IV, kom ekki út fyrir Mac-tölvur líkt og fyrri leikir seríunnar. Hin 67 ára Whoopi Goldberg, þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Ghost, Sister Act og The Color Purple, birti myndband á Instagram fyrir viku síðan þar sem hún ávarpaði bæði aðdáendur sína og Blizzard til að kvarta undan djöflaleysi í lífi sínu. Í myndbandinu sagði hún að þrátt fyrir að það væri fullt af hræðilegum hlutum sem ættu sér stað í heiminum þá þyrfti hún að kvarta yfir því að það væri ekki hægt að spila uppáhalds leikinn hennar, Diablo, á Apple-tölvu. Hún sagðist alltaf hafa spilað leikjaseríuna á Apple-tölvu og að hún vildi líka fá að spila nýjasta leikinn á Apple-tölvu en það væri skyndilega ekki í boði. View this post on Instagram A post shared by WhoopiGoldberg (@whoopigoldberg) Hún sagðist hafa verið gífurlega spennt fyrir leiknum og hefði verið búin að kaupa hann þegar hún komst að því að hún gæti ekki spilað hann „Þetta pirraði mig virkilega mikið,“ sagði hún um þá uppgötvun. Því biðlaði hún til Blizzard að leyfa Apple-tölvuleikjaspilurum að spila leikinn á stýrikerfinu. Hún bætti við að þegar næsti leikur í seríunni kæmi út gæti framleiðandinn tilkynnt það fyrirfram að leikurinn kæmi ekki út á Mac en að þeir þyrftu að gefa Apple-fólki aðgang. Diablo IV kom út 6. júní síðastliðinn á Xbox, Playstation 4 og 5 og PC-tölvur. Hér má sjá stiklu fyrir leikinn: Vill fá endurgreitt Í fyrradag birti hún annað myndband þar sem hún sagðist enn þá vera pirruð út í Blizzard af því hún hefði ekki heyrt neitt frá þeim eftir kvörtun sína. Hún sagðist ekki vilja kaupa sér Xbox til að spila leikinn og vildi í staðinn fá endurgreitt. Hún sagðist ekki hafa fengið netpóst með tilkynningu um að Microsoft ætlaði að kaupa Blizzard. Þá hefði hún ekki keypt leikinn og sagðist vilja fá afsökunarbeiðni frá fyrirtækinu. Fyrst kaupin væru ekki enn gengin í gegn sagði hún að þau ættu annað hvort að gefa leikinn út á Mac eða endurgreiða þeim sem hefðu keypt leikinn. „Við hefðum getað gert þetta betur, Blizzard,“ sagði hún að lokum. View this post on Instagram A post shared by WhoopiGoldberg (@whoopigoldberg) Bandaríkin Hollywood Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Hin 67 ára Whoopi Goldberg, þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Ghost, Sister Act og The Color Purple, birti myndband á Instagram fyrir viku síðan þar sem hún ávarpaði bæði aðdáendur sína og Blizzard til að kvarta undan djöflaleysi í lífi sínu. Í myndbandinu sagði hún að þrátt fyrir að það væri fullt af hræðilegum hlutum sem ættu sér stað í heiminum þá þyrfti hún að kvarta yfir því að það væri ekki hægt að spila uppáhalds leikinn hennar, Diablo, á Apple-tölvu. Hún sagðist alltaf hafa spilað leikjaseríuna á Apple-tölvu og að hún vildi líka fá að spila nýjasta leikinn á Apple-tölvu en það væri skyndilega ekki í boði. View this post on Instagram A post shared by WhoopiGoldberg (@whoopigoldberg) Hún sagðist hafa verið gífurlega spennt fyrir leiknum og hefði verið búin að kaupa hann þegar hún komst að því að hún gæti ekki spilað hann „Þetta pirraði mig virkilega mikið,“ sagði hún um þá uppgötvun. Því biðlaði hún til Blizzard að leyfa Apple-tölvuleikjaspilurum að spila leikinn á stýrikerfinu. Hún bætti við að þegar næsti leikur í seríunni kæmi út gæti framleiðandinn tilkynnt það fyrirfram að leikurinn kæmi ekki út á Mac en að þeir þyrftu að gefa Apple-fólki aðgang. Diablo IV kom út 6. júní síðastliðinn á Xbox, Playstation 4 og 5 og PC-tölvur. Hér má sjá stiklu fyrir leikinn: Vill fá endurgreitt Í fyrradag birti hún annað myndband þar sem hún sagðist enn þá vera pirruð út í Blizzard af því hún hefði ekki heyrt neitt frá þeim eftir kvörtun sína. Hún sagðist ekki vilja kaupa sér Xbox til að spila leikinn og vildi í staðinn fá endurgreitt. Hún sagðist ekki hafa fengið netpóst með tilkynningu um að Microsoft ætlaði að kaupa Blizzard. Þá hefði hún ekki keypt leikinn og sagðist vilja fá afsökunarbeiðni frá fyrirtækinu. Fyrst kaupin væru ekki enn gengin í gegn sagði hún að þau ættu annað hvort að gefa leikinn út á Mac eða endurgreiða þeim sem hefðu keypt leikinn. „Við hefðum getað gert þetta betur, Blizzard,“ sagði hún að lokum. View this post on Instagram A post shared by WhoopiGoldberg (@whoopigoldberg)
Bandaríkin Hollywood Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira