Bauð Kielce sigurinn þegar pólski blaðamaðurinn barðist fyrir lífi sínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2023 10:30 Bennet Wiegert, þjálfari Íslendingaliðs Magdeburg, bauð starfsbróður sínum hjá Kielce að hætta leik á meðan pólskur blaðamaður barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku. Vísir/Getty Bennet Wiegert, þjálfari Íslendingaliðs Magdeburg, bauð Talant Dujshebaev, þjálfara Kielce, að hætta leik og láta stöðuna sem á þeim tíma var á töflunni standa sem úrslit leiksins í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á sunnudagskvöld eftir að pólski blaðamaðurinn Pawel Kotwica missti meðvitund uppi í stúku og barðist fyrir lífi sínu. Blaðamaðurinn Kotwica sérhæfði sig í málefnum pólska stórliðsins Kielce og var að sjálfsögðu mættur er liðið mætti Magdeburg í stærsta leik ársins, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var hins vegar gert langt hlé á leiknum vegna bráðaatviks í stúkunni. Kotwica hafði misst meðvitund og barðist fyrir lífi sínu. Honum var veitt fyrsta hjálp og fluttur á næsta sjúkrahús, en var úrskurðaður látinn stuttu síðar. Á meðan Kotwica barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku gekk Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, yfir til starfsbróður síns hjá Kielce, Talant Dusjhebaev, og bauð honum að hætta leik, enda væri margt í heiminum sem væri mikilvægara en íþróttir eins og haft er eftir Wiegert hjá þýska miðlinum Bild. „Ég gekk yfir til Talant og bauð honum að hætta leik,“ sagði Wiegert. „Stöðvum leikinn núna. Það er margt mikilvægara í þessum heimi en íþróttir. Látum úrslitin standa eins og staðan er núna og þið vinnið Meistaradeildina,“ sagði Wiegert við kollega sinn, en staðan á þeim tíma var 25-22, Kielce í vil. Musimy sprecyzować to, co stało się wczoraj. Niedługo po tym, gdy przytomność na trybunach stracił dziennikarz Paweł Kotwica, trener Bennet Wiegert podszedł do Talanta Dujshebaeva i faktycznie zaproponował zakończenie meczu z wynikiem jaki w tym momencie widniał na tablicy. Tytuł… pic.twitter.com/ATQPg4v3Kb— Paweł Papaj (@pawelpapaj) June 19, 2023 Dujshebaev tók þó ekki boði Wiegert og Magdeburg vann að lokum dramatískan eins marks sigur eftir framlengingu, 30-29. „Ég er sammála þér, en þá telur sigur okkar ekki neitt,“ á Dujshebaev að hafa svarað Wiegert. „Þá endum við bara með tvö lið sem fóru í úrslit og engan sigurvegara.“ Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Blaðamaðurinn Kotwica sérhæfði sig í málefnum pólska stórliðsins Kielce og var að sjálfsögðu mættur er liðið mætti Magdeburg í stærsta leik ársins, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var hins vegar gert langt hlé á leiknum vegna bráðaatviks í stúkunni. Kotwica hafði misst meðvitund og barðist fyrir lífi sínu. Honum var veitt fyrsta hjálp og fluttur á næsta sjúkrahús, en var úrskurðaður látinn stuttu síðar. Á meðan Kotwica barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku gekk Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, yfir til starfsbróður síns hjá Kielce, Talant Dusjhebaev, og bauð honum að hætta leik, enda væri margt í heiminum sem væri mikilvægara en íþróttir eins og haft er eftir Wiegert hjá þýska miðlinum Bild. „Ég gekk yfir til Talant og bauð honum að hætta leik,“ sagði Wiegert. „Stöðvum leikinn núna. Það er margt mikilvægara í þessum heimi en íþróttir. Látum úrslitin standa eins og staðan er núna og þið vinnið Meistaradeildina,“ sagði Wiegert við kollega sinn, en staðan á þeim tíma var 25-22, Kielce í vil. Musimy sprecyzować to, co stało się wczoraj. Niedługo po tym, gdy przytomność na trybunach stracił dziennikarz Paweł Kotwica, trener Bennet Wiegert podszedł do Talanta Dujshebaeva i faktycznie zaproponował zakończenie meczu z wynikiem jaki w tym momencie widniał na tablicy. Tytuł… pic.twitter.com/ATQPg4v3Kb— Paweł Papaj (@pawelpapaj) June 19, 2023 Dujshebaev tók þó ekki boði Wiegert og Magdeburg vann að lokum dramatískan eins marks sigur eftir framlengingu, 30-29. „Ég er sammála þér, en þá telur sigur okkar ekki neitt,“ á Dujshebaev að hafa svarað Wiegert. „Þá endum við bara með tvö lið sem fóru í úrslit og engan sigurvegara.“
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira