Bauð Kielce sigurinn þegar pólski blaðamaðurinn barðist fyrir lífi sínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2023 10:30 Bennet Wiegert, þjálfari Íslendingaliðs Magdeburg, bauð starfsbróður sínum hjá Kielce að hætta leik á meðan pólskur blaðamaður barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku. Vísir/Getty Bennet Wiegert, þjálfari Íslendingaliðs Magdeburg, bauð Talant Dujshebaev, þjálfara Kielce, að hætta leik og láta stöðuna sem á þeim tíma var á töflunni standa sem úrslit leiksins í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á sunnudagskvöld eftir að pólski blaðamaðurinn Pawel Kotwica missti meðvitund uppi í stúku og barðist fyrir lífi sínu. Blaðamaðurinn Kotwica sérhæfði sig í málefnum pólska stórliðsins Kielce og var að sjálfsögðu mættur er liðið mætti Magdeburg í stærsta leik ársins, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var hins vegar gert langt hlé á leiknum vegna bráðaatviks í stúkunni. Kotwica hafði misst meðvitund og barðist fyrir lífi sínu. Honum var veitt fyrsta hjálp og fluttur á næsta sjúkrahús, en var úrskurðaður látinn stuttu síðar. Á meðan Kotwica barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku gekk Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, yfir til starfsbróður síns hjá Kielce, Talant Dusjhebaev, og bauð honum að hætta leik, enda væri margt í heiminum sem væri mikilvægara en íþróttir eins og haft er eftir Wiegert hjá þýska miðlinum Bild. „Ég gekk yfir til Talant og bauð honum að hætta leik,“ sagði Wiegert. „Stöðvum leikinn núna. Það er margt mikilvægara í þessum heimi en íþróttir. Látum úrslitin standa eins og staðan er núna og þið vinnið Meistaradeildina,“ sagði Wiegert við kollega sinn, en staðan á þeim tíma var 25-22, Kielce í vil. Musimy sprecyzować to, co stało się wczoraj. Niedługo po tym, gdy przytomność na trybunach stracił dziennikarz Paweł Kotwica, trener Bennet Wiegert podszedł do Talanta Dujshebaeva i faktycznie zaproponował zakończenie meczu z wynikiem jaki w tym momencie widniał na tablicy. Tytuł… pic.twitter.com/ATQPg4v3Kb— Paweł Papaj (@pawelpapaj) June 19, 2023 Dujshebaev tók þó ekki boði Wiegert og Magdeburg vann að lokum dramatískan eins marks sigur eftir framlengingu, 30-29. „Ég er sammála þér, en þá telur sigur okkar ekki neitt,“ á Dujshebaev að hafa svarað Wiegert. „Þá endum við bara með tvö lið sem fóru í úrslit og engan sigurvegara.“ Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Fleiri fréttir „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira
Blaðamaðurinn Kotwica sérhæfði sig í málefnum pólska stórliðsins Kielce og var að sjálfsögðu mættur er liðið mætti Magdeburg í stærsta leik ársins, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var hins vegar gert langt hlé á leiknum vegna bráðaatviks í stúkunni. Kotwica hafði misst meðvitund og barðist fyrir lífi sínu. Honum var veitt fyrsta hjálp og fluttur á næsta sjúkrahús, en var úrskurðaður látinn stuttu síðar. Á meðan Kotwica barðist fyrir lífi sínu uppi í stúku gekk Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, yfir til starfsbróður síns hjá Kielce, Talant Dusjhebaev, og bauð honum að hætta leik, enda væri margt í heiminum sem væri mikilvægara en íþróttir eins og haft er eftir Wiegert hjá þýska miðlinum Bild. „Ég gekk yfir til Talant og bauð honum að hætta leik,“ sagði Wiegert. „Stöðvum leikinn núna. Það er margt mikilvægara í þessum heimi en íþróttir. Látum úrslitin standa eins og staðan er núna og þið vinnið Meistaradeildina,“ sagði Wiegert við kollega sinn, en staðan á þeim tíma var 25-22, Kielce í vil. Musimy sprecyzować to, co stało się wczoraj. Niedługo po tym, gdy przytomność na trybunach stracił dziennikarz Paweł Kotwica, trener Bennet Wiegert podszedł do Talanta Dujshebaeva i faktycznie zaproponował zakończenie meczu z wynikiem jaki w tym momencie widniał na tablicy. Tytuł… pic.twitter.com/ATQPg4v3Kb— Paweł Papaj (@pawelpapaj) June 19, 2023 Dujshebaev tók þó ekki boði Wiegert og Magdeburg vann að lokum dramatískan eins marks sigur eftir framlengingu, 30-29. „Ég er sammála þér, en þá telur sigur okkar ekki neitt,“ á Dujshebaev að hafa svarað Wiegert. „Þá endum við bara með tvö lið sem fóru í úrslit og engan sigurvegara.“
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Fleiri fréttir „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik