Hvergi bangnir þrátt fyrir að hafa spilað 130 leiki án sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2023 15:01 Leikmenn San Marínó niðurlútir eftir að fá á sig enn eitt markið. Gianluca Ricci/Getty Images San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó er svo sannarlega lélegasta landslið heims. Nógu lélegt til að blaðamaður The Athletic gerði sér vikuferð til San Marínó í von um að komast að því hvað heldur landsliðinu gangandi. San Marínó er lítið ríki staðsett innan Ítalíu, þar búa aðeins 33,700 manns og gæði fótboltamanna landsins eru lítil sem engin. Liðið beið afhroð gegn Finnlandi í gær en þar áður hafði það „aðeins“ tapað 3-0 fyrir Kasakstan og 2-0 fyrir Slóveníu og Norður-Írlandi. Síðasti sigur þjóðarinnar kom gegn Liechtenstein árið 2004, síðan þá hafa verið spilaðir 130 leikir og enginn þeirra hefur unnist. Af þeim 196 leikjum sem San Marínó hefur spilað á vegum UEFA og FIFA hefur liðið beðið ósigur í 187 leikjum. Aðeins átta leikjum hefur lokið með jafntefli. Í leikjunum 196 hefur San Marínó skorað 28 mörk en andstæðingar þeirra 808 mörk. Last night's 6-0 defeat in Finalnd means it is now 130 games without a win for San Marino - officially the world's worst international football team.@DTathletic spent a week in the tiny European state (population 33,700) to find out why they keep on trying.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 20, 2023 San Marínó er í H-riðli undankeppni EM 2024 með Finnlandi, Kasakstan, Danmörku, Slóveníu og N-Írlandi. Erfitt er að sjá hvar liðið ætti að fá stig í riðlinum en hver veit, mögulega ná leikmenn San Marínó að þenja netmöskvana eins og einu sinni áður en undankeppninni lýkur. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
San Marínó tapaði 6-0 fyrir Finnlandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í gær, mánudag. Þjóðin hefur nú spilað 130 leiki án sigurs og situr sem fastast í botnsæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. San Marínó er svo sannarlega lélegasta landslið heims. Nógu lélegt til að blaðamaður The Athletic gerði sér vikuferð til San Marínó í von um að komast að því hvað heldur landsliðinu gangandi. San Marínó er lítið ríki staðsett innan Ítalíu, þar búa aðeins 33,700 manns og gæði fótboltamanna landsins eru lítil sem engin. Liðið beið afhroð gegn Finnlandi í gær en þar áður hafði það „aðeins“ tapað 3-0 fyrir Kasakstan og 2-0 fyrir Slóveníu og Norður-Írlandi. Síðasti sigur þjóðarinnar kom gegn Liechtenstein árið 2004, síðan þá hafa verið spilaðir 130 leikir og enginn þeirra hefur unnist. Af þeim 196 leikjum sem San Marínó hefur spilað á vegum UEFA og FIFA hefur liðið beðið ósigur í 187 leikjum. Aðeins átta leikjum hefur lokið með jafntefli. Í leikjunum 196 hefur San Marínó skorað 28 mörk en andstæðingar þeirra 808 mörk. Last night's 6-0 defeat in Finalnd means it is now 130 games without a win for San Marino - officially the world's worst international football team.@DTathletic spent a week in the tiny European state (population 33,700) to find out why they keep on trying.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 20, 2023 San Marínó er í H-riðli undankeppni EM 2024 með Finnlandi, Kasakstan, Danmörku, Slóveníu og N-Írlandi. Erfitt er að sjá hvar liðið ætti að fá stig í riðlinum en hver veit, mögulega ná leikmenn San Marínó að þenja netmöskvana eins og einu sinni áður en undankeppninni lýkur.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira