Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 11:38 Elon Musk (t.v.) og Joe Rogan (t.h.) eiga sér marga aðdáendur úr röðum hægrisinnaðra samsæriskenningasinna. Þeir beindu spjótum sínum að sérfræðingi í bóluefnum um helgina. Vísir Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. Forsaga málsins er sú að Peter Hotez, barnalæknir sem sérhæfir sig í bóluefnum og hitabeltissjúkdómum, gagnrýndi Rogan um helgina fyrir að veita Robert Kennedy yngri, sem er í framboði í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, vettvang til þess að dreifa upplýsingafalsi um bóluefni í vinsælum hlaðvarpsþætti sínum í síðustu viku. Spotify Has Stopped Even Sort of Trying to Stem Joe Rogan s Vaccine Misinformation. It s really true @annamerlan just awful. And from all the online attacks I m receiving after this absurd podcast, it s clear many actually believe this nonsense https://t.co/GwIFsOODC2— Prof Peter Hotez MD PhD (@PeterHotez) June 17, 2023 Kennedy er þekktur andstæðingur bóluefna og samsæriskenningasinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur meðal annars boðað löngu hraktar fullyrðingar um tengsl bóluefna við einhverfu í börnum. Rogan brást við gagnrýninni með því að skora á Hotez að rökræða við Kennedy í þættinum. Hét hann að greiða hundrað þúsund dollara til góðs málefnis að vali Hotez ef hann féllist á kappræðurnar. Peter, if you claim what RFKjr is saying is misinformation I am offering you $100,000.00 to the charity of your choice if you re willing to debate him on my show with no time limit. https://t.co/m0HxYek0GX— Joe Rogan (@joerogan) June 17, 2023 Hotez sagðist tilbúinn að koma í þátt Rogan en ekki til að rökræða við Kennedy þar sem það hefði lítið upp á sig. Musk, eigandi Twitter, tísti að Hotez væri hræddur við opinbera umræðu „vegna þess að hann veit að hann hefur rangt fyrir sér“. Sakaði hann Hotez um að vera mögulega illa við góðgerðarstarf. He s afraid of a public debate, because he knows he s wrong— Elon Musk (@elonmusk) June 17, 2023 Biðu eftir honum við heimili hans Í kjölfarið byrjuðu andstæðingar bóluefna að áreita Hotez á netinu. Tveir þeirra gengu enn lengra og mættu fyrir utan heimili hans og hæddust að honum fyrir að þekkjast ekki boð Rogan á sunnudag. Hann var þá á leið heim með konu sinni eftir bakarísferð. „Hann tróð snjallsímamyndavél í andlitið á mér og spurði hvort ég ætlaði að rökræða við RFK [Robert F. Kennedy] hjá Rogan. Þeir biðu greinilega eftir mér. Þetta er mjög dapurlegt. Það eina sem við ætluðum að gera var að ná í köku fyrir feðradaginn,“ segir Hotez um atvikið við Washington Post. „Þetta fólk kemur yfirleitt ekki heim til mín. Maður hefur alltaf áhyggjur af því hvort að það sé vopnað. Ég ætlaði ekki að bíða eftir að komast að því,“ segir Hotez. Hvorki Spotify, sem hýsir hlaðvarp Rogan né Kennedy brugðust við fyrirspurnum blaðsins um áreitið. Rogan sjálfur hefur ekki tjáð sig opinberlega um það heldur. Rogan er þekktur fyrir að grafa undan bóluefnum gegn kórónuveirunni. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi um Covid-heimsfaraldurinn í þætti sínum sem milljónir manna hlusta á að staðaldri. Á sínum tíma hét hann því ræða við fleiri viðurkennda sérfræðinga í þætti sínum. Versta bylgjan í tuttugu ár Fyrr í síðustu viku kallaði Stephen Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins í tíð Donalds Trump, Hotez „glæpamann“. Hotez, sem tók þátt í þróun bóluefnis gegn Covid-19 og var virkur í að hrekja ósannindi um faraldurinn og bóluefnin, segir að árásir andstæðinga bóluefna komi í bylgjum. „Þessi núna er um það bil eins slæm og nokkur hefur verið undanfarin tuttugu ár,“ segir hann. Eftir samskiptin við Rogan um helgina segir Hotez, sem er gyðingur, hafa fengið morðhótanir og skilaboð með nasistatáknum. Öryggisgæsla við vinnstað hans og heimili hefur verið aukin. Vísindi Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Joe Rogan gagnrýndur fyrir viðtal við samsæriskenningasmið Hlaðvarpsstjórnandinn vinsæli Joe Rogan hefur sætt mikilli gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars og þáttastjórnanda The Alex Jones Show. 29. október 2020 23:43 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Peter Hotez, barnalæknir sem sérhæfir sig í bóluefnum og hitabeltissjúkdómum, gagnrýndi Rogan um helgina fyrir að veita Robert Kennedy yngri, sem er í framboði í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, vettvang til þess að dreifa upplýsingafalsi um bóluefni í vinsælum hlaðvarpsþætti sínum í síðustu viku. Spotify Has Stopped Even Sort of Trying to Stem Joe Rogan s Vaccine Misinformation. It s really true @annamerlan just awful. And from all the online attacks I m receiving after this absurd podcast, it s clear many actually believe this nonsense https://t.co/GwIFsOODC2— Prof Peter Hotez MD PhD (@PeterHotez) June 17, 2023 Kennedy er þekktur andstæðingur bóluefna og samsæriskenningasinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur meðal annars boðað löngu hraktar fullyrðingar um tengsl bóluefna við einhverfu í börnum. Rogan brást við gagnrýninni með því að skora á Hotez að rökræða við Kennedy í þættinum. Hét hann að greiða hundrað þúsund dollara til góðs málefnis að vali Hotez ef hann féllist á kappræðurnar. Peter, if you claim what RFKjr is saying is misinformation I am offering you $100,000.00 to the charity of your choice if you re willing to debate him on my show with no time limit. https://t.co/m0HxYek0GX— Joe Rogan (@joerogan) June 17, 2023 Hotez sagðist tilbúinn að koma í þátt Rogan en ekki til að rökræða við Kennedy þar sem það hefði lítið upp á sig. Musk, eigandi Twitter, tísti að Hotez væri hræddur við opinbera umræðu „vegna þess að hann veit að hann hefur rangt fyrir sér“. Sakaði hann Hotez um að vera mögulega illa við góðgerðarstarf. He s afraid of a public debate, because he knows he s wrong— Elon Musk (@elonmusk) June 17, 2023 Biðu eftir honum við heimili hans Í kjölfarið byrjuðu andstæðingar bóluefna að áreita Hotez á netinu. Tveir þeirra gengu enn lengra og mættu fyrir utan heimili hans og hæddust að honum fyrir að þekkjast ekki boð Rogan á sunnudag. Hann var þá á leið heim með konu sinni eftir bakarísferð. „Hann tróð snjallsímamyndavél í andlitið á mér og spurði hvort ég ætlaði að rökræða við RFK [Robert F. Kennedy] hjá Rogan. Þeir biðu greinilega eftir mér. Þetta er mjög dapurlegt. Það eina sem við ætluðum að gera var að ná í köku fyrir feðradaginn,“ segir Hotez um atvikið við Washington Post. „Þetta fólk kemur yfirleitt ekki heim til mín. Maður hefur alltaf áhyggjur af því hvort að það sé vopnað. Ég ætlaði ekki að bíða eftir að komast að því,“ segir Hotez. Hvorki Spotify, sem hýsir hlaðvarp Rogan né Kennedy brugðust við fyrirspurnum blaðsins um áreitið. Rogan sjálfur hefur ekki tjáð sig opinberlega um það heldur. Rogan er þekktur fyrir að grafa undan bóluefnum gegn kórónuveirunni. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi um Covid-heimsfaraldurinn í þætti sínum sem milljónir manna hlusta á að staðaldri. Á sínum tíma hét hann því ræða við fleiri viðurkennda sérfræðinga í þætti sínum. Versta bylgjan í tuttugu ár Fyrr í síðustu viku kallaði Stephen Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins í tíð Donalds Trump, Hotez „glæpamann“. Hotez, sem tók þátt í þróun bóluefnis gegn Covid-19 og var virkur í að hrekja ósannindi um faraldurinn og bóluefnin, segir að árásir andstæðinga bóluefna komi í bylgjum. „Þessi núna er um það bil eins slæm og nokkur hefur verið undanfarin tuttugu ár,“ segir hann. Eftir samskiptin við Rogan um helgina segir Hotez, sem er gyðingur, hafa fengið morðhótanir og skilaboð með nasistatáknum. Öryggisgæsla við vinnstað hans og heimili hefur verið aukin.
Vísindi Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Joe Rogan gagnrýndur fyrir viðtal við samsæriskenningasmið Hlaðvarpsstjórnandinn vinsæli Joe Rogan hefur sætt mikilli gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars og þáttastjórnanda The Alex Jones Show. 29. október 2020 23:43 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29
Joe Rogan gagnrýndur fyrir viðtal við samsæriskenningasmið Hlaðvarpsstjórnandinn vinsæli Joe Rogan hefur sætt mikilli gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars og þáttastjórnanda The Alex Jones Show. 29. október 2020 23:43
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent