Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 15:07 Haraldur hér lengst til hægri ásamt félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum: Jóni Gunnarssyni, Ásmundi Friðrikssyni og Njáli Trausta Friðbertssyni. Haraldur er nú bæjarstjóri á Akranesi og hann segir þetta fyrirvaralausa bann við hvalveiðum reiðarslag fyrir Akranes. vísir/vilhelm Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. Vísir hefur talað við fjölda fólks innan Sjálfstæðisflokksins en þar á bæ telja menn að útspil Svandísar í morgun sé nánast skilnaðarbréf; að hún vilji slíta stjórnarsamstarfinu. Þeir hinir sömu gera fastlega ráð fyrir því að þingflokkurinn verið kallaður saman hið fyrsta til að fara yfir stöðuna. Haraldur Benediktsson var um árabil þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi settist í bæjarstjórastól Akranesskaupstaðar í mars mánuði og sagði sig þá frá þingmennsku. Hann segist faglega ráðinn, ópólitískur bæjarstjóri. Og geti ekki tjáð sig um hvað gengur á innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins en hins vegar komi þetta fyrirvaralausa bann afar illa við bæjarfélagið. Reiðarslag að fá svona fyrirvaralausa tilkynningu um bann „Óvænt og vont. Þetta skiptir samfélagið okkar heilmiklu máli og við vorum að reikna með að það væri að hefjast vertíð,“ segir Haraldur. Hann segir áhrifin víðtæk. Íbúar Akraness sem höfðu gert ráð fyrir því að vinna við veiðarnar og þeir sem hafa með þjónustu og vörukaup eigi heilmikið undir hvalvertíð. Vísir ræddi fyrir stundu við Vilhjálm Birgisson verkalýðsleiðtoga á Akranesi sem var ómyrkur í máli. Haraldur tekur í sama streng og segist binda vonir við að það leysist hratt og örugglega úr þessu langa banni sem boðað hefur verið að standi til 31. ágúst. Og það verði lagað sem þarf að laga, ef það er eitthvað. Haraldur segir að veiðar á þeim árstíma séu miklu erfiðari við að eiga en ef róið væri nú. „Þá er vafasamt að hefja vertíð. Við vitum að það er fólk búið að gera ráðstafanir ráða sig í vinnu, fyrirtæki kaupa aðföng og það sitja allir uppi með stóran skell ef þetta stendur svona.“ Óásættanleg vinnubrögð Haraldur segir bannið hafa verið óvænt og komið flatt upp á íbúa Akraness. Þau þar hafi vitaskuld fylgst með þeirri umræðu sem fram hefur farið um veiðarnar, sem eru umdeildar, en það hefði átt að vera hægt að komast að niðurstöðu áður en til þessa kom. Til þess hafi verið nægur tími. „Gera út um aðferðir við veiðar en ekki daginn áður en vertíðin hefst. Miklum verðmætum er kastað á glæ ef það á að standa.“ Haraldur telur vinnubrögðin vart ásættanleg. „Menn geta sett sig í spor þeirra sem stýra fyrirtæki sem hefur ráðið fullt af mannskap og gert skuldbindaandi samninga við önnur fyrirtæki. Að fá þetta fyrirvaralaust yfir sig er reiðarslag sem menn eiga ekki að þurfa að búa við í því stjórnkerfi sem við erum að reka. Þetta eru óvænt og vond tíðindi sem menn að vinda ofan af, og það verður að gerast fljótt, svo vertíðin geti hafist.“ Akranes Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Vísir hefur talað við fjölda fólks innan Sjálfstæðisflokksins en þar á bæ telja menn að útspil Svandísar í morgun sé nánast skilnaðarbréf; að hún vilji slíta stjórnarsamstarfinu. Þeir hinir sömu gera fastlega ráð fyrir því að þingflokkurinn verið kallaður saman hið fyrsta til að fara yfir stöðuna. Haraldur Benediktsson var um árabil þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi settist í bæjarstjórastól Akranesskaupstaðar í mars mánuði og sagði sig þá frá þingmennsku. Hann segist faglega ráðinn, ópólitískur bæjarstjóri. Og geti ekki tjáð sig um hvað gengur á innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins en hins vegar komi þetta fyrirvaralausa bann afar illa við bæjarfélagið. Reiðarslag að fá svona fyrirvaralausa tilkynningu um bann „Óvænt og vont. Þetta skiptir samfélagið okkar heilmiklu máli og við vorum að reikna með að það væri að hefjast vertíð,“ segir Haraldur. Hann segir áhrifin víðtæk. Íbúar Akraness sem höfðu gert ráð fyrir því að vinna við veiðarnar og þeir sem hafa með þjónustu og vörukaup eigi heilmikið undir hvalvertíð. Vísir ræddi fyrir stundu við Vilhjálm Birgisson verkalýðsleiðtoga á Akranesi sem var ómyrkur í máli. Haraldur tekur í sama streng og segist binda vonir við að það leysist hratt og örugglega úr þessu langa banni sem boðað hefur verið að standi til 31. ágúst. Og það verði lagað sem þarf að laga, ef það er eitthvað. Haraldur segir að veiðar á þeim árstíma séu miklu erfiðari við að eiga en ef róið væri nú. „Þá er vafasamt að hefja vertíð. Við vitum að það er fólk búið að gera ráðstafanir ráða sig í vinnu, fyrirtæki kaupa aðföng og það sitja allir uppi með stóran skell ef þetta stendur svona.“ Óásættanleg vinnubrögð Haraldur segir bannið hafa verið óvænt og komið flatt upp á íbúa Akraness. Þau þar hafi vitaskuld fylgst með þeirri umræðu sem fram hefur farið um veiðarnar, sem eru umdeildar, en það hefði átt að vera hægt að komast að niðurstöðu áður en til þessa kom. Til þess hafi verið nægur tími. „Gera út um aðferðir við veiðar en ekki daginn áður en vertíðin hefst. Miklum verðmætum er kastað á glæ ef það á að standa.“ Haraldur telur vinnubrögðin vart ásættanleg. „Menn geta sett sig í spor þeirra sem stýra fyrirtæki sem hefur ráðið fullt af mannskap og gert skuldbindaandi samninga við önnur fyrirtæki. Að fá þetta fyrirvaralaust yfir sig er reiðarslag sem menn eiga ekki að þurfa að búa við í því stjórnkerfi sem við erum að reka. Þetta eru óvænt og vond tíðindi sem menn að vinda ofan af, og það verður að gerast fljótt, svo vertíðin geti hafist.“
Akranes Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46