Mourinho í langt bann eftir atvikið í bílakjallara Puskas leikvangsins Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 19:00 Mourinho hafði ýmislegt að segja við Anthony Taylor bæði í og eftir leik Roma og Sevilla. Vísir/Getty Jose Mourinho hefur fengið fjögurra leikja bann í Evrópukeppnum eftir að hafa hreytt ókvæðisorðum að dómaranum Anthony Taylor eftir úrslitaleik Roma og Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í lok síðasta mánaðar. Sevilla lagði Roma að velli í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar liðin mættust á Puskas leikvanginum í Búdapest í lok maí. Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni og var Jose Mourinho knattspyrnustjóri Roma allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Anthony Taylor í leiknum. Portúgalinn fékk að sjá gula spjaldið í leiknum sjálfum en alls gaf Taylor þrettán leikmönnum gult spjald sem er met. Það er hins vegar vegna hegðunar Mourinho eftir leik sem hann er dæmdur í leikbann. Í bílakjallara Puskas leikvangsins sá Mourinho til dómarateymisins þegar þeir voru á stíga upp í rútu sína og lét hann fúkyrðaflauminn rigna yfir Taylor og félaga. Hann blótaði ítrekað, kallaði frammistöðu teymisins hneyksli og lét frekari orð falla á ítölsku. Þegar Taylor var síðan á flugvellinum í Búdapest daginn eftir ásamt fjölskyldu sinni fékk hann óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Roma sem þar voru staddir. Var einn stuðningsmaður ákærður vegna atviksins á flugvellinum. UEFA hefur nú úrskurðað Mourinho í fjögurra leikja bann í Evrópukeppni fyrir „móðgandi og óviðeigandi“ orðalag gagnvart Taylor. Fyrir utan ákæruna á hendur Mourinho fengu félögin ákúrur vegna hegðunar leikmanna og stuðnignsmanna á leiknum. Roma fær ekki að selja stuðningsmönnum sínum miða á næsta útileik liðsins í Evrópukeppni og þá fékk félagið sömuleiðis sekt þar sem stuðningsmenn liðsins köstuðu hlutum inn á völlinn og kveiktu á blysum í stúkunni. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Sjá meira
Sevilla lagði Roma að velli í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar liðin mættust á Puskas leikvanginum í Búdapest í lok maí. Úrslit réðust í vítaspyrnukeppni og var Jose Mourinho knattspyrnustjóri Roma allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Anthony Taylor í leiknum. Portúgalinn fékk að sjá gula spjaldið í leiknum sjálfum en alls gaf Taylor þrettán leikmönnum gult spjald sem er met. Það er hins vegar vegna hegðunar Mourinho eftir leik sem hann er dæmdur í leikbann. Í bílakjallara Puskas leikvangsins sá Mourinho til dómarateymisins þegar þeir voru á stíga upp í rútu sína og lét hann fúkyrðaflauminn rigna yfir Taylor og félaga. Hann blótaði ítrekað, kallaði frammistöðu teymisins hneyksli og lét frekari orð falla á ítölsku. Þegar Taylor var síðan á flugvellinum í Búdapest daginn eftir ásamt fjölskyldu sinni fékk hann óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Roma sem þar voru staddir. Var einn stuðningsmaður ákærður vegna atviksins á flugvellinum. UEFA hefur nú úrskurðað Mourinho í fjögurra leikja bann í Evrópukeppni fyrir „móðgandi og óviðeigandi“ orðalag gagnvart Taylor. Fyrir utan ákæruna á hendur Mourinho fengu félögin ákúrur vegna hegðunar leikmanna og stuðnignsmanna á leiknum. Roma fær ekki að selja stuðningsmönnum sínum miða á næsta útileik liðsins í Evrópukeppni og þá fékk félagið sömuleiðis sekt þar sem stuðningsmenn liðsins köstuðu hlutum inn á völlinn og kveiktu á blysum í stúkunni.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Sjá meira
Hneyksluð vegna árása að Taylor PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. 2. júní 2023 17:44
Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31