Tveggja ára drengur skaut ólétta móður sína óvart til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júní 2023 00:26 Laura Ilg lést af sárum sínum eftir að tveggja ára sonur hennar skauta hana óvart í bakið. Skammbyssan var í eigu Alek Ilg, eiginmanns Lauru. Facebook/Skjáskot Tveggja ára drengur í Ohio skaut móður sína, sem var gengin átta mánuði á leið, óvart í bakið þegar hann lék sér með skammbyssu sem hann fann í náttborði foreldra sinna. Móðirin og ófætt barn hennar létust bæði. Hin 31 árs gamla Laura Ilg hringdi í neyðarlínuna á föstudagseftirmiðdag og sagði að hún hefði verið skotin í bakið af tveggja ára gömlum syni sínum. Þegar lögregluþjónar mættu á vettvang komu þeir að Lauru, sem var komin 33 vikur á leið, og tveggja ára syni hennar auk hlaðinnar hálfsjálfvirkrar skammbyssu. Að sögn lögreglu var Laura með fullri meðvitund og hafi hún greint lögregluþjónunum frá framvindu atburða. Laura var í kjölfarið flutt í hraði á Fisher-Titus-læknastöðina þar sem skurðlæknar framkvæmdu bráðakeisaraskurð á henni. Þeim tókst hins vegar ekki að bjarga ófæddu barni Lauru og um þremur tímum síðar var hún sjálf úrskurðuð látin. Lék sér með byssuna á meðan móðirin þvoði þvott Lögreglan segir að byssan, sem var í eigu Alek Ilg, eiginmanns Lauru, hafi vanalega verið geymd í náttborði í svefnherbergi hjónanna. Laura greindi lögreglunni frá því að svefnherbergið væri vanalega læst. Þá hafi verið fjöldi barnahliða um allt hús til að hefta för barnsins. Hún sagði drengnn hafa einhvern veginn komist inn í herbergið og byrjað að leika sér með byssuna á meðan hún var að þvo þvott. Þegar lögregluþjónar grannskoðuðu heimilið fundu þeir tvö skotvopn til viðbótar, hlaðna haglabyssu í fataskáp í hjónaherberginu og loftriffill í skáp í tölvuherbergi hússins. Að sögn Cleveland 19 News er drengurinn hjá föður sínum á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Alek Ilg greindi frá fréttunum hræðilegu á Facebook þar sem hann sagði að Laura og ófæddur sonur þeirra, Talisen, hefðu látist á föstudag. Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Hin 31 árs gamla Laura Ilg hringdi í neyðarlínuna á föstudagseftirmiðdag og sagði að hún hefði verið skotin í bakið af tveggja ára gömlum syni sínum. Þegar lögregluþjónar mættu á vettvang komu þeir að Lauru, sem var komin 33 vikur á leið, og tveggja ára syni hennar auk hlaðinnar hálfsjálfvirkrar skammbyssu. Að sögn lögreglu var Laura með fullri meðvitund og hafi hún greint lögregluþjónunum frá framvindu atburða. Laura var í kjölfarið flutt í hraði á Fisher-Titus-læknastöðina þar sem skurðlæknar framkvæmdu bráðakeisaraskurð á henni. Þeim tókst hins vegar ekki að bjarga ófæddu barni Lauru og um þremur tímum síðar var hún sjálf úrskurðuð látin. Lék sér með byssuna á meðan móðirin þvoði þvott Lögreglan segir að byssan, sem var í eigu Alek Ilg, eiginmanns Lauru, hafi vanalega verið geymd í náttborði í svefnherbergi hjónanna. Laura greindi lögreglunni frá því að svefnherbergið væri vanalega læst. Þá hafi verið fjöldi barnahliða um allt hús til að hefta för barnsins. Hún sagði drengnn hafa einhvern veginn komist inn í herbergið og byrjað að leika sér með byssuna á meðan hún var að þvo þvott. Þegar lögregluþjónar grannskoðuðu heimilið fundu þeir tvö skotvopn til viðbótar, hlaðna haglabyssu í fataskáp í hjónaherberginu og loftriffill í skáp í tölvuherbergi hússins. Að sögn Cleveland 19 News er drengurinn hjá föður sínum á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Alek Ilg greindi frá fréttunum hræðilegu á Facebook þar sem hann sagði að Laura og ófæddur sonur þeirra, Talisen, hefðu látist á föstudag.
Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira