Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Heimir Már Pétursson, Máni Snær Þorláksson, Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. júní 2023 16:28 Baulað var á Svandísi þegar hún steig upp í pontu. Gríðarlegur fjöldi fólks, sérstaklega aðila tengdum hvalveiðum, er mættur á fundinn. Vísir/Einar Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur verið harðorður í yfirlýsingum eftir að matvælaráðherra stöðvaði veiðarnar á þriðjudag, degi áður en þær áttu að hefjast. Á annað hundrað starfsmenn hafi verið reiðubúnir fyrir vertíðina og þetta væri mikill skellur fyrir þá. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hlytu að slíta stjórnarsamstarfinu vegna þessarar ákvörðunar. Vilhjálmur Birgisson var gríðarlega harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur í ræðu sinni.Vísir/Vésteinn Vilhjálmur sat fundinn í kvöld þar sem Steinar Adolfsson yfirlögfræðingur Akranesskaupstaðar var fundarstjóri. Öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var boðið á fundum til að gera grein fyrir sinni afstöðu. Eftir það var opnað á fyrirspurnir úr sal. Fundinum er lokið en hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þá er hægt að lesa um það sem fram fór á fundinum í vaktinni neðst í fréttinni. Komið hefur fram að hátt á annað hundrað manns hafi verið ráðin til starfa vegna fyrirhugaðra hvalveiðivertíðar. Vilhjálmur segir að rúmlega hundrað þeirra væru á áhrifasvæði Verkalýðsfélags Akraness og greiddu sín gjöld til félagsins. Stór hluti þeirra byggi á Akranesi eða í Hvalfjarðarsveit. Þá störfuðu um tuttugu manns hjá Hvali hf. í Hafnarfirði en starfsmenn gætu komið víða að á landinu. Þingmenn Norðvesturkjördæmis eru Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Teitur Björn Einarsson úr Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson úr Vinstri grænum, og Bergþór Ólason úr Miðflokknum. Eyjólfur Ármannsson úr Flokki fólksins átti að mæta á fundinn en komst því miður ekki. Í samtali við fréttastofu segist hann vera hlynntur hvalveiðunum svo lengi sem þær eru ekki dýraníð. Þá telur hann að ákvörðun ráðherra sé galin stjórnsýsla, brotið sé gegn lögmætum væntingum Hvals hf. og gæti ríkið því verið skaðabótaskylt.
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur verið harðorður í yfirlýsingum eftir að matvælaráðherra stöðvaði veiðarnar á þriðjudag, degi áður en þær áttu að hefjast. Á annað hundrað starfsmenn hafi verið reiðubúnir fyrir vertíðina og þetta væri mikill skellur fyrir þá. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hlytu að slíta stjórnarsamstarfinu vegna þessarar ákvörðunar. Vilhjálmur Birgisson var gríðarlega harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur í ræðu sinni.Vísir/Vésteinn Vilhjálmur sat fundinn í kvöld þar sem Steinar Adolfsson yfirlögfræðingur Akranesskaupstaðar var fundarstjóri. Öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var boðið á fundum til að gera grein fyrir sinni afstöðu. Eftir það var opnað á fyrirspurnir úr sal. Fundinum er lokið en hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þá er hægt að lesa um það sem fram fór á fundinum í vaktinni neðst í fréttinni. Komið hefur fram að hátt á annað hundrað manns hafi verið ráðin til starfa vegna fyrirhugaðra hvalveiðivertíðar. Vilhjálmur segir að rúmlega hundrað þeirra væru á áhrifasvæði Verkalýðsfélags Akraness og greiddu sín gjöld til félagsins. Stór hluti þeirra byggi á Akranesi eða í Hvalfjarðarsveit. Þá störfuðu um tuttugu manns hjá Hvali hf. í Hafnarfirði en starfsmenn gætu komið víða að á landinu. Þingmenn Norðvesturkjördæmis eru Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Teitur Björn Einarsson úr Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson úr Vinstri grænum, og Bergþór Ólason úr Miðflokknum. Eyjólfur Ármannsson úr Flokki fólksins átti að mæta á fundinn en komst því miður ekki. Í samtali við fréttastofu segist hann vera hlynntur hvalveiðunum svo lengi sem þær eru ekki dýraníð. Þá telur hann að ákvörðun ráðherra sé galin stjórnsýsla, brotið sé gegn lögmætum væntingum Hvals hf. og gæti ríkið því verið skaðabótaskylt.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Akranes Tengdar fréttir Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. 21. júní 2023 21:15 Skyndilegt bann ekki góð stjórnsýsla að sögn bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. 21. júní 2023 20:54 Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. 21. júní 2023 21:15
Skyndilegt bann ekki góð stjórnsýsla að sögn bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. 21. júní 2023 20:54
Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00
Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22