Hola í höggi í fyrsta sinn hjá Rory Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 23:01 Rory McIlroy sáttur eftir að hafa farið holu í höggi. Vísir/Getty Rory McIlroy gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn á PGA-mótaröðinni í kvöld. Hann náði högginu á Travelers Championship mótinu í Connecticut. Rory McIlroy hefur leikið á PGA-mótaröðinni í fjölmörg ár en hann vann sinn fyrsta sigur á þar árið 2010 en alls hefur hann fagnað sigri á tuttugu og þremur mótum á mótaröðinni. Hann hefur hins vegar aldrei náð því að fara holu í höggi á mótaröðinni - fyrr en í kvöld. Hann náði draumahögginu á áttundu holu á Travelers Championship mótinu í Connecticut í Bandaríkjunum. Brautin er tæpir 200 metrar að lengd og náði Rory högginu á fyrsta hring mótsins. ACE FOR RORY!@McIlroyRory holes it from 214 yards @TravelersChamp pic.twitter.com/bKUfts2RvU— PGA TOUR (@PGATOUR) June 22, 2023 Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rory nær að fara holu í höggi a ferlinum því hann náði því árið 2015 á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi en það mót var ekki hluti af PGA-mótaröðinni. Fyrsti hringur Rory á mótinu var ansi skrautlegur. Hann lauk hringum á tveimur undir pari, náði fimm fuglum fyrir utan ásinn sem hann fékk á áttundu braut en spilaði fimm holur yfir pari. Bandaríkjamaðurinn Denny McCarthy er efstur á níu höggum undir pari eftir fyrsta hringinn en Keegan Bradley er í öðru sæti einu höggi á eftir. Golf Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Rory McIlroy hefur leikið á PGA-mótaröðinni í fjölmörg ár en hann vann sinn fyrsta sigur á þar árið 2010 en alls hefur hann fagnað sigri á tuttugu og þremur mótum á mótaröðinni. Hann hefur hins vegar aldrei náð því að fara holu í höggi á mótaröðinni - fyrr en í kvöld. Hann náði draumahögginu á áttundu holu á Travelers Championship mótinu í Connecticut í Bandaríkjunum. Brautin er tæpir 200 metrar að lengd og náði Rory högginu á fyrsta hring mótsins. ACE FOR RORY!@McIlroyRory holes it from 214 yards @TravelersChamp pic.twitter.com/bKUfts2RvU— PGA TOUR (@PGATOUR) June 22, 2023 Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rory nær að fara holu í höggi a ferlinum því hann náði því árið 2015 á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi en það mót var ekki hluti af PGA-mótaröðinni. Fyrsti hringur Rory á mótinu var ansi skrautlegur. Hann lauk hringum á tveimur undir pari, náði fimm fuglum fyrir utan ásinn sem hann fékk á áttundu braut en spilaði fimm holur yfir pari. Bandaríkjamaðurinn Denny McCarthy er efstur á níu höggum undir pari eftir fyrsta hringinn en Keegan Bradley er í öðru sæti einu höggi á eftir.
Golf Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira