Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júní 2023 00:00 James Cameron segir ískyggilegt hve lík örlög kafbátsins Titan og farþegaskipsins Titanic séu. Það sé súrrealískt að þau hafi farist á sama stað á meðan færið væri í köfunarleiðangra um allan heim. Samsett/Getty James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. Cameron tjáði sig í fyrsta skipti um kafbátinn Titan og örlög hans í viðtali við ABC í kvöld. Sjálfur hefur hann mikla þekkingu á neðansjávarköfun, hefur kafað niður að flaki Titanic og var fyrsti maðurinn til að kafa niður á botn Maríanadjúpálsins þar sem er mesta hafdýpi á jörðinni, rúmir ellefu kílómetrar. Hafið og neðansjávarköfun hafa sömuleiðis verið fyrirferðarmikil í kvikmyndum hans, þar má nefna Titanic, Avatar 2: The Way of Water, The Abyss og Aliens of the Deep. Titanic director James Cameron on the catastrophic implosion of Titan submersible: I m struck by the similarity of the Titanic disaster itself, where the captain was repeatedly warned about ice ahead of his ship and yet he steamed at full speed into an ice field." pic.twitter.com/vO8JkCXS5f— ABC News (@ABC) June 22, 2023 Aðvaranir virtar að vettugi í báðum tilvikum Í viðtalinu sagði hann að fólk innan samfélags neðansjávarkönnunar hafi verið mjög áhyggjufullt vegna leiðangurs Titan. Fjöldi þekktra neðanjsávarverkfræðinga hafi meira að segja skrifað bréf til OceanGate til að vara við því að kafbáturinn væri of tilraunakenndur. Kafbáturinn hafi ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum og ferðalagið hafi verið glæfraför. Hann segir að það hafi slegið sig hve lík örlög kafbátsins og Titanic voru. En í tilfelli farþegaskipsins var skipstjórinn ítrekað varaður við ísjökunum sem voru fram undan en sigldi ótrauður áfram inn í hafísinn og vota gröfina. „Fyrir okkur er þetta mjög sambærilegur harmleikur þar sem aðvaranir voru virtar að vettugi. Að það eigi sér stað á nákvæmlega sama stað, með alla þá köfun sem á sér stað um allan heim, mér finnst það undravert. Það er í rauninni mjög súrrealískt,“ segir Cameron. Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. 22. júní 2023 06:57 Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Cameron tjáði sig í fyrsta skipti um kafbátinn Titan og örlög hans í viðtali við ABC í kvöld. Sjálfur hefur hann mikla þekkingu á neðansjávarköfun, hefur kafað niður að flaki Titanic og var fyrsti maðurinn til að kafa niður á botn Maríanadjúpálsins þar sem er mesta hafdýpi á jörðinni, rúmir ellefu kílómetrar. Hafið og neðansjávarköfun hafa sömuleiðis verið fyrirferðarmikil í kvikmyndum hans, þar má nefna Titanic, Avatar 2: The Way of Water, The Abyss og Aliens of the Deep. Titanic director James Cameron on the catastrophic implosion of Titan submersible: I m struck by the similarity of the Titanic disaster itself, where the captain was repeatedly warned about ice ahead of his ship and yet he steamed at full speed into an ice field." pic.twitter.com/vO8JkCXS5f— ABC News (@ABC) June 22, 2023 Aðvaranir virtar að vettugi í báðum tilvikum Í viðtalinu sagði hann að fólk innan samfélags neðansjávarkönnunar hafi verið mjög áhyggjufullt vegna leiðangurs Titan. Fjöldi þekktra neðanjsávarverkfræðinga hafi meira að segja skrifað bréf til OceanGate til að vara við því að kafbáturinn væri of tilraunakenndur. Kafbáturinn hafi ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum og ferðalagið hafi verið glæfraför. Hann segir að það hafi slegið sig hve lík örlög kafbátsins og Titanic voru. En í tilfelli farþegaskipsins var skipstjórinn ítrekað varaður við ísjökunum sem voru fram undan en sigldi ótrauður áfram inn í hafísinn og vota gröfina. „Fyrir okkur er þetta mjög sambærilegur harmleikur þar sem aðvaranir voru virtar að vettugi. Að það eigi sér stað á nákvæmlega sama stað, með alla þá köfun sem á sér stað um allan heim, mér finnst það undravert. Það er í rauninni mjög súrrealískt,“ segir Cameron.
Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. 22. júní 2023 06:57 Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. 22. júní 2023 06:57
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06