Umfjöllun: FH - Fram 4-0 | Heimamenn að blanda sér í Evrópubaráttuna Andri Már Sigurðsson skrifar 23. júní 2023 21:10 FH fór létt með Fram í kvöld. Vísir/Diego FH fékk Fram í heimsókn á Kaplakrika í 12. Umferð Bestu-Deild karla, eftir að hafa gert tvö jafntefli í röð þá er FH komið aftur á sigurbraut eftir öruggan sigur á Fram, lokatölur 4-0. FH byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir aðeins 4. mínútur fengu þeir víti eftir að Davíð Snær Jóhannsson var tekinn niður inní teig. Úlfur Ágúst Björnsson steig á punktinn og skoraði örugglega, algjörlega óverjandi fyrir Ólaf Íshólm í markinu. Adam Örn brýtur á Davíð Snæ og FH fá víti sem Úlfur klárar FH komnir í 1-0! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/l9PCwF1fRI— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Fram voru í vandræðum með að halda boltanum og voru mikið að missa boltann í sendingum. Á 15. Mínútu komst FH í 2-0 eftir vandræðagang í vörn Fram þá fær Finnur Orri boltann í sig og boltinn skoppar yfir vörn Fram þar sem Úlfur Águst var fyrstur að bregðast við og lyfti boltanum yfir Ólaf Íshólm. Úlfur Ágúst kominn með tvö mörk eftir aðeins 15 mínútur. Misheppnuð hreinsun hjá Fram og Finnur Orri lyftir honum á Úlfar sem klárar snyrtilega. 2-0 fyrir FH! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/moSPFPL54S— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Í lok fyrri hálfleiks var Logi Hrafn Róbertsson nálægt því að koma FH í 3-0 þegar boltinn datt fyrir framan hann rétt fyrir utan teig eftir hornspyrnu og Logi átti fínt skot sem Ólafur Íshólm varði vel. FH byrjuðu seinni hálfleik svipað og þann fyrri en á 53. mínútu vann Davíð Snær boltann á miðjunni og hljóp upp völlinn og lagði boltann á Kjartan Kára sem kláraði færið vel, staðan orðin 3-0. Áfram heldur Fram að tapa boltanum á vondum stað og FH refsar. Kjartan Kári skorar þriðja mark FH 3-0! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/CXlwB9Qc7v— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Kjartan Henry Finnbogason bætti svo við fjórða markinu af stuttu færi á 90. mínútu eftir sendingu frá Vuk Oskar Dimitrijevic. FH er gjörsamlega að ganga frá Fram og Kjartan Henry er að skora fjórða mark FH! 4-0 #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/1kutWvmVoh— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Af hverju vann FH? FH nýttu einfaldlega þau færi sem þeir fengu og spiluðu af miklum krafti í þessum leik. Einnig stóð vörn FH sig mjög vel og gáfu ekki mörg færi Hverjir stóðu uppúr? Úlfur Ágúst Björnsson var frábær og skoraði 2 mörk. Einnig var Kjartan Kári Halldórsson frábær og skapaði mikið af færum og skoraði sjálfur mark. Hvað gekk illa? Fram var í miklum vandræðum með að halda boltanum og að senda hann á milli sín, flest af mörkunum komu eftir að FH vann boltann eftir lélega sendingu á vallarhelming Fram. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fer FH í Garðabæinn þar sem þeir spila á móti Stjörnunni, sá leikur er fimmtudaginn 29. Júní kl 19:15, Fram tekur á móti HK miðvikudaginn 28. Júní kl. 19:15 Besta deild karla FH Fram Fótbolti Íslenski boltinn
FH fékk Fram í heimsókn á Kaplakrika í 12. Umferð Bestu-Deild karla, eftir að hafa gert tvö jafntefli í röð þá er FH komið aftur á sigurbraut eftir öruggan sigur á Fram, lokatölur 4-0. FH byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir aðeins 4. mínútur fengu þeir víti eftir að Davíð Snær Jóhannsson var tekinn niður inní teig. Úlfur Ágúst Björnsson steig á punktinn og skoraði örugglega, algjörlega óverjandi fyrir Ólaf Íshólm í markinu. Adam Örn brýtur á Davíð Snæ og FH fá víti sem Úlfur klárar FH komnir í 1-0! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/l9PCwF1fRI— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Fram voru í vandræðum með að halda boltanum og voru mikið að missa boltann í sendingum. Á 15. Mínútu komst FH í 2-0 eftir vandræðagang í vörn Fram þá fær Finnur Orri boltann í sig og boltinn skoppar yfir vörn Fram þar sem Úlfur Águst var fyrstur að bregðast við og lyfti boltanum yfir Ólaf Íshólm. Úlfur Ágúst kominn með tvö mörk eftir aðeins 15 mínútur. Misheppnuð hreinsun hjá Fram og Finnur Orri lyftir honum á Úlfar sem klárar snyrtilega. 2-0 fyrir FH! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/moSPFPL54S— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Í lok fyrri hálfleiks var Logi Hrafn Róbertsson nálægt því að koma FH í 3-0 þegar boltinn datt fyrir framan hann rétt fyrir utan teig eftir hornspyrnu og Logi átti fínt skot sem Ólafur Íshólm varði vel. FH byrjuðu seinni hálfleik svipað og þann fyrri en á 53. mínútu vann Davíð Snær boltann á miðjunni og hljóp upp völlinn og lagði boltann á Kjartan Kára sem kláraði færið vel, staðan orðin 3-0. Áfram heldur Fram að tapa boltanum á vondum stað og FH refsar. Kjartan Kári skorar þriðja mark FH 3-0! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/CXlwB9Qc7v— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Kjartan Henry Finnbogason bætti svo við fjórða markinu af stuttu færi á 90. mínútu eftir sendingu frá Vuk Oskar Dimitrijevic. FH er gjörsamlega að ganga frá Fram og Kjartan Henry er að skora fjórða mark FH! 4-0 #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/1kutWvmVoh— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Af hverju vann FH? FH nýttu einfaldlega þau færi sem þeir fengu og spiluðu af miklum krafti í þessum leik. Einnig stóð vörn FH sig mjög vel og gáfu ekki mörg færi Hverjir stóðu uppúr? Úlfur Ágúst Björnsson var frábær og skoraði 2 mörk. Einnig var Kjartan Kári Halldórsson frábær og skapaði mikið af færum og skoraði sjálfur mark. Hvað gekk illa? Fram var í miklum vandræðum með að halda boltanum og að senda hann á milli sín, flest af mörkunum komu eftir að FH vann boltann eftir lélega sendingu á vallarhelming Fram. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fer FH í Garðabæinn þar sem þeir spila á móti Stjörnunni, sá leikur er fimmtudaginn 29. Júní kl 19:15, Fram tekur á móti HK miðvikudaginn 28. Júní kl. 19:15
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti