Dæmi um að fólk leiti sér matar í ruslatunnum í Reykjanesbæ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júní 2023 19:35 Anna Valdís Jónsdóttir er varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir/Dúi Allt að fimm hundruð manns mæta í hverri viku til að fá matargjöf hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en stór hluti þeirra eru hælisleitendur. Verkefnastjóri hjálparsamtakanna segir stjórnvöld verða að aðstoða fólk betur fyrst því er boðið að koma hingað til lands. Fjölskylduhjálp Íslands er með matarúthlutanir bæði í Reykjavík og í Keflavík. Í Keflavík er starfsemin algjörlega sprungin að sögn Önnu Valdísar Jónsdóttur, varaformanns og verkefnastjóra félagsins. Í síðustu viku komu til að mynda fimm hundruð manns en einungis var til matur fyrir fjögur hundruð manns. Því voru um hundrað manns sem þurftu að fara heim án matar. Í dag var aftur úthlutun og mættu þá 350 manns og biðu úti í rokinu eftir því að fá mat. Anna segir fjölgun fólks sem þarf á aðstoð Fjölskylduhjálpar að halda vera gífurlega og vill að stjórnvöld byrji að standa í lappirnar. Til að mynda hafi hún heyrt dæmi um fólk sem mætti til landsins í leit að skjóli en þurfti að leita í ruslatunnum eftir mat. „Ég frétti af kunningjafólki mínu um daginn að það var hópur fólks sem kom, að ég held, frá Venesúela. Því var keyrt á hótel hér í bænum og þetta fólk vaknaði um nóttina og fólkið var að gramsa í ruslatunnunum eftir mat. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Anna. Ekki er mikið pláss á bak við hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ fyrir matinn sem er gefinn.Vísir/Dúi Hún vill meina að Íslendingar kunni ekki að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Við Íslendingar kunnum ekki á þetta, við kunnum ekki að lifa með þessu. Ég veit að fólk setur mikið út á það en þetta er bara fólk. Það má aldrei gleyma því. Það vill girða hér um fjölskylduhjálpina, það vill enginn sjá þetta. En þetta er ekki svona. Ef við þyrftum að flýja okkar land, værum við ekki ánægð ef okkur yrði tekið með opnum örmum og okkur hjálpað,“ segir Anna. Þá þurfi Reykjanesbær að styðja við starfsemina. „Reykjanesbær á að bera smá ábyrgð með okkur. Við höfum gert eins vel og við getum og þau eiga að gera það líka. Þeir sköffuðu okkur húsnæði í Covid og þar var gott að vinna, fólk gat staðið inni. Núna er það hræðilegt að bjóða fólki upp á þessu,“ segir Anna að lokum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Hjálparstarf Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands er með matarúthlutanir bæði í Reykjavík og í Keflavík. Í Keflavík er starfsemin algjörlega sprungin að sögn Önnu Valdísar Jónsdóttur, varaformanns og verkefnastjóra félagsins. Í síðustu viku komu til að mynda fimm hundruð manns en einungis var til matur fyrir fjögur hundruð manns. Því voru um hundrað manns sem þurftu að fara heim án matar. Í dag var aftur úthlutun og mættu þá 350 manns og biðu úti í rokinu eftir því að fá mat. Anna segir fjölgun fólks sem þarf á aðstoð Fjölskylduhjálpar að halda vera gífurlega og vill að stjórnvöld byrji að standa í lappirnar. Til að mynda hafi hún heyrt dæmi um fólk sem mætti til landsins í leit að skjóli en þurfti að leita í ruslatunnum eftir mat. „Ég frétti af kunningjafólki mínu um daginn að það var hópur fólks sem kom, að ég held, frá Venesúela. Því var keyrt á hótel hér í bænum og þetta fólk vaknaði um nóttina og fólkið var að gramsa í ruslatunnunum eftir mat. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera. Þetta fólk er að leita að betra lífi, við erum búin að bjóða þetta fólk velkomið svo verðum að standa okkur í því sem við erum að gera,“ segir Anna. Ekki er mikið pláss á bak við hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ fyrir matinn sem er gefinn.Vísir/Dúi Hún vill meina að Íslendingar kunni ekki að búa í fjölmenningarsamfélögum. „Við Íslendingar kunnum ekki á þetta, við kunnum ekki að lifa með þessu. Ég veit að fólk setur mikið út á það en þetta er bara fólk. Það má aldrei gleyma því. Það vill girða hér um fjölskylduhjálpina, það vill enginn sjá þetta. En þetta er ekki svona. Ef við þyrftum að flýja okkar land, værum við ekki ánægð ef okkur yrði tekið með opnum örmum og okkur hjálpað,“ segir Anna. Þá þurfi Reykjanesbær að styðja við starfsemina. „Reykjanesbær á að bera smá ábyrgð með okkur. Við höfum gert eins vel og við getum og þau eiga að gera það líka. Þeir sköffuðu okkur húsnæði í Covid og þar var gott að vinna, fólk gat staðið inni. Núna er það hræðilegt að bjóða fólki upp á þessu,“ segir Anna að lokum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Hjálparstarf Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira