HK heldur áfram að hrella nágranna sína en nýliðarnir unnu fyrri leik liðanna 4-3 á Kópavogsvelli. Örvar Eggertsson kom HK yfir en Stefán Ingi Sigurðarson jafnaði metin fyrir Blika. Atli Hrafn Andrason sá til þess að staðan var 2-1 HK í vil í hálfleik.
Arnþór Ari Atlason skoraði þriðja mark HK í upphafi síðari hálfleiks áður en Stefán Ingi minnkaði muninn í 3-2. Atli Arnarson og Brynjar Snær Pálsson tryggði ótrúlegan 5-2 sigur heimamanna.
Úlfur Ágúst Björnsson skoraði tvö fyrstu mörk FH í þægilegum 4-0 sigri. Nafnarnir Kjartan Kári Halldórsson og Kjartan Henry Finnbogason bættu við mörkum í síðari hálfleik.
Pétur Bjarnason kom Fylki yfir gegn botnliði Keflavíkur en Edon Osmani jafnaði metin, lokatölur 1-1.