Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 16:31 Vísir/Daníel Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL. Lengjudeild karla Fyrir leikina í dag var Fjölnir með 17 stig. Þremur stigum minna en Afturelding en gátu með sigri komist upp að hlið þeirra á toppnum. Vestri var einungis með fimm stig í tíunda sæti, jafn mörg og Leiknir í fallsæti. Njarðvík var með einu stigi meira en Vestri í níunda sæti en Þór var með tólf stig í fimmta sæti. Í báðum leikjum karlameginn var jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa. Markalaust var í Fjölnir – Vestri en staðan var 1-1 í Njarðvík – Þór. Þorsteinn Örn Bernharðsson kom Njarðvíkingum yfir snemma leiks en Elmar Þór Jónsson jafnaði metin um miðjan hálfleikinn fyrir Þór. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik var Oumar Diouck búinn að koma Njarðvík aftur yfir. Alexander Már Þorláksson missnotaði víti um tíu mínútum síðar fyrir Þór. Liðsfélagi hans Elmar Þór Jónsson bætti við öðru marki sínu tveimur mínútum síðar og 2-2 jafntefli því staðreynd. Bæði mörkin í 1-1 jafntefli Fjölnis og Vestra komu á stuttu millibili á 63. til 66. mínútu. Mark Fjölnis skoraði Óliver Dagur Thorlacius en Vlaimir Tufegdiz skoraði fyrir Vestra. Lengjudeild kvenna Í Lengjudeild kvenna var Fylkir í þriðja sæti með þrettán stig, sex stigum minna en topplið Víkinga. FHL var með níu stig í sjöunda sæti, fimm stigum meira en botnlið Augnabliks. Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Fylki snemma leiks. Í seinni hálfleik rigndi mörkunum hinsvegar inn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir leikinn. Sofia Gisella Lewis fannst það ekki nóg og kom FHL yfir þremur mínútum síðar. FHL hefði viljað flauta leikinn af þá og þegar því gestirnir úr Árbænum svöruðu mótspyrnu heimamanna með þremur mörkum. Fyrst skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Í lokin var það Sara Dögg Ástþórsdóttir sem innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma, 2-4 sigur Fylkis því staðreynd. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fylkir UMF Njarðvík Fjölnir Vestri Þór Akureyri Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Lengjudeild karla Fyrir leikina í dag var Fjölnir með 17 stig. Þremur stigum minna en Afturelding en gátu með sigri komist upp að hlið þeirra á toppnum. Vestri var einungis með fimm stig í tíunda sæti, jafn mörg og Leiknir í fallsæti. Njarðvík var með einu stigi meira en Vestri í níunda sæti en Þór var með tólf stig í fimmta sæti. Í báðum leikjum karlameginn var jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa. Markalaust var í Fjölnir – Vestri en staðan var 1-1 í Njarðvík – Þór. Þorsteinn Örn Bernharðsson kom Njarðvíkingum yfir snemma leiks en Elmar Þór Jónsson jafnaði metin um miðjan hálfleikinn fyrir Þór. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik var Oumar Diouck búinn að koma Njarðvík aftur yfir. Alexander Már Þorláksson missnotaði víti um tíu mínútum síðar fyrir Þór. Liðsfélagi hans Elmar Þór Jónsson bætti við öðru marki sínu tveimur mínútum síðar og 2-2 jafntefli því staðreynd. Bæði mörkin í 1-1 jafntefli Fjölnis og Vestra komu á stuttu millibili á 63. til 66. mínútu. Mark Fjölnis skoraði Óliver Dagur Thorlacius en Vlaimir Tufegdiz skoraði fyrir Vestra. Lengjudeild kvenna Í Lengjudeild kvenna var Fylkir í þriðja sæti með þrettán stig, sex stigum minna en topplið Víkinga. FHL var með níu stig í sjöunda sæti, fimm stigum meira en botnlið Augnabliks. Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Fylki snemma leiks. Í seinni hálfleik rigndi mörkunum hinsvegar inn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir leikinn. Sofia Gisella Lewis fannst það ekki nóg og kom FHL yfir þremur mínútum síðar. FHL hefði viljað flauta leikinn af þá og þegar því gestirnir úr Árbænum svöruðu mótspyrnu heimamanna með þremur mörkum. Fyrst skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Í lokin var það Sara Dögg Ástþórsdóttir sem innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma, 2-4 sigur Fylkis því staðreynd.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fylkir UMF Njarðvík Fjölnir Vestri Þór Akureyri Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira