Mótmælt á dánardægri Roe gegn Wade Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2023 22:06 Efnt var til mótmæla víða um Bandaríkin í dag, meðal annars í Washington D.C. AP/Stephanie Scarbrough Boðað var til fjöldafunda víða um Bandaríkin um helgina en í dag var ár liðið frá því að Hæstiréttur landsins felldi úr gildi eigin úrskurð í Roe gegn Wade, sem hafði í marga áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs. Frá því að niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir hefur fjöldi ríkja hert löggjöf sína varðandi þungunarrof til muna og takmarkað aðgengi að þjónustunni verulega. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu í dag að þessi ríki hefðu sett líf og heilsu kvenna í hættu og hótað heilbrigðisstarfsfólkinu sem hjálpaði þeim. Bönn væru hins vegar aðeins byrjunin. „Þingmenn Repúblikanaflokksins vilja banna þungunarrof á landsvísu og ganga enn lengra, með því að taka FDA-samþykkt þungunarrofslyf af markaði og gera erfiðara að nálgast getnaðarvarnir. Markmið þeirra eru öfgakennd, hættuleg og ganga gegn vilja meirihluta Bandaríkjamanna,“ sagði forsetinn. FDA er Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna. One year ago, the Supreme Court took away a constitutional right from the American people, denying women the right to choose.My Administration has taken swift and strong action but the job isn't finished until Congress codifies the protections of Roe v. Wade once and for all. pic.twitter.com/NjoQrW6Kj3— President Biden (@POTUS) June 24, 2023 Samkvæmt skoðanakönnun NBC News sem birt var í gær er 61 prósent Bandaríkjamanna ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og 67 prósent kvenna. Jasmine Crockett, þingkona frá Texas, sagði árið hafa einkennst af tráma og hryllingi fyrir konur um allt land, sérstaklega í ríkjum þar sem Roe gegn Wade var „síðasta varnarlínan“. Hún sagði tíðni innlagna vegna vandamála á meðgöngu hvergi hærri en í norðurhluta Texas. „Þeir tala fjálglega um að vernda börn en leyfið mér að spyrja að þessu: Hvað verður um þegar fædd börn móður sem deyr sökum vandamála á meðgöngu af því að hún getur ekki fengið þá þjónustu sem hún þarf vegna utanlegsfósturs?“ spurði Crockett á Twitter. It's been a year of trauma & terror for women across the country, especially in states like Texas where Roe was our last line of defense.A year after SCOTUS' disastrous Dobbs decision, I'm highlighting that districts like mine and Black women in particular are hurting the most. pic.twitter.com/vfz2P44YKH— Congresswoman Jasmine Crockett (@RepJasmine) June 24, 2023 Þungunarrof hefur víða verið takmarkað við allt niður í sex vikur meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru óléttar, og þá eru fáar undanþágur í gildi vegna sérstakra aðstæðna. Hópar á borð við Planned Parenthood notuðu tækifærið og lýstu yfir stuðningi við Biden og Kamölu Harris fyrir forsetakosningarnar 2024. „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta. Við þörfnumst leiðtoga sem hafa skuldbundið sig til að standa vörð um það frelsi sem við njótum, ekki þeirra sem vilja svipta okkur því,“ sagði Alexis McGill Johnson, framkvæmdastjóri Planned Parenthood Action Fund. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. 21. júní 2023 08:29 Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. 12. apríl 2023 08:32 Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. 8. apríl 2023 23:43 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Kuldinn bítur í kinnar landsmanna 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Sjá meira
Frá því að niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir hefur fjöldi ríkja hert löggjöf sína varðandi þungunarrof til muna og takmarkað aðgengi að þjónustunni verulega. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu í dag að þessi ríki hefðu sett líf og heilsu kvenna í hættu og hótað heilbrigðisstarfsfólkinu sem hjálpaði þeim. Bönn væru hins vegar aðeins byrjunin. „Þingmenn Repúblikanaflokksins vilja banna þungunarrof á landsvísu og ganga enn lengra, með því að taka FDA-samþykkt þungunarrofslyf af markaði og gera erfiðara að nálgast getnaðarvarnir. Markmið þeirra eru öfgakennd, hættuleg og ganga gegn vilja meirihluta Bandaríkjamanna,“ sagði forsetinn. FDA er Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna. One year ago, the Supreme Court took away a constitutional right from the American people, denying women the right to choose.My Administration has taken swift and strong action but the job isn't finished until Congress codifies the protections of Roe v. Wade once and for all. pic.twitter.com/NjoQrW6Kj3— President Biden (@POTUS) June 24, 2023 Samkvæmt skoðanakönnun NBC News sem birt var í gær er 61 prósent Bandaríkjamanna ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og 67 prósent kvenna. Jasmine Crockett, þingkona frá Texas, sagði árið hafa einkennst af tráma og hryllingi fyrir konur um allt land, sérstaklega í ríkjum þar sem Roe gegn Wade var „síðasta varnarlínan“. Hún sagði tíðni innlagna vegna vandamála á meðgöngu hvergi hærri en í norðurhluta Texas. „Þeir tala fjálglega um að vernda börn en leyfið mér að spyrja að þessu: Hvað verður um þegar fædd börn móður sem deyr sökum vandamála á meðgöngu af því að hún getur ekki fengið þá þjónustu sem hún þarf vegna utanlegsfósturs?“ spurði Crockett á Twitter. It's been a year of trauma & terror for women across the country, especially in states like Texas where Roe was our last line of defense.A year after SCOTUS' disastrous Dobbs decision, I'm highlighting that districts like mine and Black women in particular are hurting the most. pic.twitter.com/vfz2P44YKH— Congresswoman Jasmine Crockett (@RepJasmine) June 24, 2023 Þungunarrof hefur víða verið takmarkað við allt niður í sex vikur meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru óléttar, og þá eru fáar undanþágur í gildi vegna sérstakra aðstæðna. Hópar á borð við Planned Parenthood notuðu tækifærið og lýstu yfir stuðningi við Biden og Kamölu Harris fyrir forsetakosningarnar 2024. „Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta. Við þörfnumst leiðtoga sem hafa skuldbundið sig til að standa vörð um það frelsi sem við njótum, ekki þeirra sem vilja svipta okkur því,“ sagði Alexis McGill Johnson, framkvæmdastjóri Planned Parenthood Action Fund.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. 21. júní 2023 08:29 Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22 Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. 12. apríl 2023 08:32 Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. 8. apríl 2023 23:43 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Kuldinn bítur í kinnar landsmanna 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Sjá meira
New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. 21. júní 2023 08:29
Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2023 23:22
Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. 12. apríl 2023 08:32
Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. 8. apríl 2023 23:43
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. 8. apríl 2023 08:28