Gísli Þorgeir: „Þetta var alveg svakalegt“ Hjörvar Ólafsson skrifar 26. júní 2023 07:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson varð viðstaddur skelfilegan atburð á stærstu stundu á ferli hans en pólskur blaðamaður lét lífið á meðan Gísli Þorgeir og liðsfélagar hans hjá Magdeburg voru að spila við Kielce í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla. Magdeburg hafði betur í leiknum og tryggði sér sigur í keppninni og Gísli Þorgeir var valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. „Þetta var alveg svakalegt, en maður áttaði sig ekki alveg strax á því hvað væri að gerast. Hvort það hefði liðið yfir einhvern eða hvort einhver hefði dáið. Það var algjör dauðaþögn í húsinu og enginn sem sagði neitt. Á sama þurfti maður að einbeita sér að leiknum og undirbúa sig fyrir að hefja leik á nýjan leik Við vissum ekkert þarna að einstaklingurinn hefði látist. Við vorum bara að reyna að halda okkur heitum og fókusera á stærsta leik ársins, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu,“ sagði Gísli Þorgeir um þetta sorglega atvik. „Mér fannst það flott framkvæmd að setja dúk fyrir þar sem lífgunartilraunirnar fóru fram og við sáum ekkert hvað var að gerast þegar blaðamaðurinn barðist fyrir lífi sínu,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn fremur. Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburgar, bauð kollega sínum hjá Kielce, Talant Dushebajev, að leik yrði hætt í kjölfar þess að blaðamaðurinn veiktist skyndilega og blaðamaðurinn var fluttur af vettvangi. Þá yrðu úrslit leiksins þau að Kielce sem var þá yfir myndi vinna keppnina. „Auðvitað er það rétt hjá Wiegert að handbolti er ekki það stærsta í lífinu og ekki það sem skipti mestu máli á þessari stundu. Auðvitað hefði það verið sjokk að tapa úrslitaleiknum með þessum hætti og draumurinn hefði ekki orðið að veruleika,“ sagði hann. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Magdeburg hafði betur í leiknum og tryggði sér sigur í keppninni og Gísli Þorgeir var valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. „Þetta var alveg svakalegt, en maður áttaði sig ekki alveg strax á því hvað væri að gerast. Hvort það hefði liðið yfir einhvern eða hvort einhver hefði dáið. Það var algjör dauðaþögn í húsinu og enginn sem sagði neitt. Á sama þurfti maður að einbeita sér að leiknum og undirbúa sig fyrir að hefja leik á nýjan leik Við vissum ekkert þarna að einstaklingurinn hefði látist. Við vorum bara að reyna að halda okkur heitum og fókusera á stærsta leik ársins, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu,“ sagði Gísli Þorgeir um þetta sorglega atvik. „Mér fannst það flott framkvæmd að setja dúk fyrir þar sem lífgunartilraunirnar fóru fram og við sáum ekkert hvað var að gerast þegar blaðamaðurinn barðist fyrir lífi sínu,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn fremur. Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburgar, bauð kollega sínum hjá Kielce, Talant Dushebajev, að leik yrði hætt í kjölfar þess að blaðamaðurinn veiktist skyndilega og blaðamaðurinn var fluttur af vettvangi. Þá yrðu úrslit leiksins þau að Kielce sem var þá yfir myndi vinna keppnina. „Auðvitað er það rétt hjá Wiegert að handbolti er ekki það stærsta í lífinu og ekki það sem skipti mestu máli á þessari stundu. Auðvitað hefði það verið sjokk að tapa úrslitaleiknum með þessum hætti og draumurinn hefði ekki orðið að veruleika,“ sagði hann.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni