Anníe Mist ætlar sér að brjóta múra í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir er komin inn á heimsleikana í tólfta sinn sem einstaklingur og er ein af þeim keppendum sem CrossFit samtökin nota til að auglýsa mótið í Madison í byrjun ágúst. Anníe er fyrir löngu orðin goðsögn í íþróttinni enda fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla. Það vita allir hver Anníe frá Íslandi er. Hún á líka mikinn þátt í fjölda öflugra keppenda frá Íslandi sem höfðu í henni frábæra fyrirmynd þegar þau byrjuðu að keppa í íþróttinni á sínum tíma. Anníe keppti fyrst á heimsleikunum árið 2009 og er því enn að keppa við þær bestu á heimsleikum fjórtán árum síðar. CrossFit samtökin helga Anníe færslu sína í gær þar sem farið er aðeins yfir magnaðan feril hennar. Það er byrjað að byggja upp stemmningu fyrir heimsleikana sem fara fram frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Anníe hefur komið til baka á heimsleikana eftir hrikaleg meiðsli, hún hefur komið til baka innan við ári eftir að hafa eignast barn og hún er nú að koma til baka eftir að hafa skipt yfir í liðakeppnina í eitt ár. Ef það er eitthvað sem Anníe virðist elska meira en flestir og það er það áskoranir en hún hefur sigrast á mörgum slíkum á ferlinum. Í færslu CrossFit er rifjað upp viðtal við Anníe sem var tekið eftir að hún tryggði sig inn á heimsleikana fyrr í sumar. Þar kemur fram að hin 33 ára gamla Anníe ætlar ekki aðeins að vinna mótherja sína heldur einnig leggja aldursfordómana að velli. Anníe mun halda upp á 34 ára afmælið sitt stuttu eftir heimsleikana í Madison. „Ég er að reyna að brjóta múrinn sem er byggður á því að við eigum að hætta eftir ákveðin tíma,“ sagði Anníe Mist. „Við ákveðnum það sjálf hvenær við hættum að keppa,“ sagði Anníe en það má sjá færsluna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Anníe er fyrir löngu orðin goðsögn í íþróttinni enda fyrsta konan til að vinna tvo heimsmeistaratitla. Það vita allir hver Anníe frá Íslandi er. Hún á líka mikinn þátt í fjölda öflugra keppenda frá Íslandi sem höfðu í henni frábæra fyrirmynd þegar þau byrjuðu að keppa í íþróttinni á sínum tíma. Anníe keppti fyrst á heimsleikunum árið 2009 og er því enn að keppa við þær bestu á heimsleikum fjórtán árum síðar. CrossFit samtökin helga Anníe færslu sína í gær þar sem farið er aðeins yfir magnaðan feril hennar. Það er byrjað að byggja upp stemmningu fyrir heimsleikana sem fara fram frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Anníe hefur komið til baka á heimsleikana eftir hrikaleg meiðsli, hún hefur komið til baka innan við ári eftir að hafa eignast barn og hún er nú að koma til baka eftir að hafa skipt yfir í liðakeppnina í eitt ár. Ef það er eitthvað sem Anníe virðist elska meira en flestir og það er það áskoranir en hún hefur sigrast á mörgum slíkum á ferlinum. Í færslu CrossFit er rifjað upp viðtal við Anníe sem var tekið eftir að hún tryggði sig inn á heimsleikana fyrr í sumar. Þar kemur fram að hin 33 ára gamla Anníe ætlar ekki aðeins að vinna mótherja sína heldur einnig leggja aldursfordómana að velli. Anníe mun halda upp á 34 ára afmælið sitt stuttu eftir heimsleikana í Madison. „Ég er að reyna að brjóta múrinn sem er byggður á því að við eigum að hætta eftir ákveðin tíma,“ sagði Anníe Mist. „Við ákveðnum það sjálf hvenær við hættum að keppa,“ sagði Anníe en það má sjá færsluna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira