Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2023 08:34 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar getur brosað út að eyrum eins og hún gerði í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlárskvöld. Vísir/Hulda Margrét Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,2 prósent fylgi eða á pari við könnunina í maí. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum 2021 en hefur nú tæplega þrefaldað fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næst mest fylgi eða 19 prósent. Flokkurinn fékk mset fylgi í kosningum 2021 eða 24,4 prósent. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með sjö prósenta fylgi eða á pari við Flokk fólksins sem mælist með 6,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningnum og stendur nú í 34,2 prósentum. Ýmislegt áhugavert má sjá í könnun Maskínu. Til að mynda er forvitnilegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, sækir mest fylgi sitt til tekjuhæsta hópsins, sem er um leið fjölmennasti hópurinn. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata svo til á pari í öllum tekjuflokkum nema þeim hæsta. Hjá fólki með heimilistekjur (heildartekjur heimilis, einstaklingur plús maki) yfir 1200 þúsund krónur er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjátíu prósenta fylgi en næst kemur Samfylkingin með 25,1 prósenta fylgi í þeim tekjuhópi. Í næsthæsta tekjuhópnum, milljón til 1200 þúsund, er fylgi Samfylkingarinnar 37,5 prósent en Sjálfstæðisflokksins 10,4 prósent. Hér má sjá fylgi flokkanna miðað við kyn, aldur, búsetu, menntun og tekjur.Maskína Hjá tekjulægsta hópnum sækir Samfylkingin mest fylgi eða 19,9 prósent en þar á eftir kemur Flokkur fólksins með 17,5 prósenta fylgi. Þá má sjá að Píratar keppa helst við Samfylkinguna í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, en í þeim elsta hefur Samfylkingin mest fylgi eða 32,6 prósent. Könnunina í heild má sjá í PDF-skjali hér að neðan. Tengd skjöl Fylgi_flokkaPDF604KBSækja skjal Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,2 prósent fylgi eða á pari við könnunina í maí. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum 2021 en hefur nú tæplega þrefaldað fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næst mest fylgi eða 19 prósent. Flokkurinn fékk mset fylgi í kosningum 2021 eða 24,4 prósent. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með sjö prósenta fylgi eða á pari við Flokk fólksins sem mælist með 6,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningnum og stendur nú í 34,2 prósentum. Ýmislegt áhugavert má sjá í könnun Maskínu. Til að mynda er forvitnilegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, sækir mest fylgi sitt til tekjuhæsta hópsins, sem er um leið fjölmennasti hópurinn. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata svo til á pari í öllum tekjuflokkum nema þeim hæsta. Hjá fólki með heimilistekjur (heildartekjur heimilis, einstaklingur plús maki) yfir 1200 þúsund krónur er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjátíu prósenta fylgi en næst kemur Samfylkingin með 25,1 prósenta fylgi í þeim tekjuhópi. Í næsthæsta tekjuhópnum, milljón til 1200 þúsund, er fylgi Samfylkingarinnar 37,5 prósent en Sjálfstæðisflokksins 10,4 prósent. Hér má sjá fylgi flokkanna miðað við kyn, aldur, búsetu, menntun og tekjur.Maskína Hjá tekjulægsta hópnum sækir Samfylkingin mest fylgi eða 19,9 prósent en þar á eftir kemur Flokkur fólksins með 17,5 prósenta fylgi. Þá má sjá að Píratar keppa helst við Samfylkinguna í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, en í þeim elsta hefur Samfylkingin mest fylgi eða 32,6 prósent. Könnunina í heild má sjá í PDF-skjali hér að neðan. Tengd skjöl Fylgi_flokkaPDF604KBSækja skjal
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira