Bayern með tilboð í Kane Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2023 10:49 Harry Kane er svo sannarlega eftirsóttur enda einn besti framherji heims. Getty/Joe Prior Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa lagt fram tilboð í Harry Kane, framherja Tottenham, og eru með þennan mikla markaskorara ofarlega á forgangslista yfir þá leikmenn sem félagið vill helst klófesta í sumar. Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag og segir að tilboð þýsku meistaranna hljómi upp á 70 milljónir evra auk viðbótargreiðslna. Það nemur um 10,4 milljörðum króna. : Bayern Munich have submitted a formal offer for Tottenham striker Harry Kane.#FCBayern's opening bid for the England captain is 70million plus add-ons.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 27, 2023 Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi, sérfræðingur um málefni Bayern München, segir rétt að félagið hafi gert tilboð í Kane. Því hafi hins vegar verið hafnað en að Kane sé búinn að gera það ljóst að hann vilji fara til Bayern. It s correct, Bayern has submitted a first official offer for #Kane! First call @David_Ornstein. Offer confirmed. Understand the first offer was less than 70m plus bonus payments. Rejected from @SpursOfficial. As reported: Kane, top striker target for Bayern now - as pic.twitter.com/8yzHQMd820— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 27, 2023 Kane, sem er 29 ára og fyrirliði enska landsliðsins, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Bæjarar ætla sér að finna framherja í sumar en Kane hefur einnig lengi verið í sigti Manchester United, eða frá því að Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri liðsins. The Athletic segir að núverandi stjóri United, Erik ten Hag, sé einnig aðdáandi hans. Þá hafi Manchester City skoðað möguleikann á að fá Kane fyrir tveimur árum en þess í stað fengið Erling Haaland síðasta sumar. Fyrr í þessum mánuði greindi The Athletic frá því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefði sagt sínum yfirmönnum að hann vildi fá Kane til félagsins. Kane gerði hlé á viðræðum við Tottenham á síðustu leiktíð og reyndi að hjálpa liðinu að komast aftur í Meistaradeild Evrópu, en liðið endaði hins vegar í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kane hefur enn ekki unnið titil, hvorki með Tottenham né enska landsliðinu, en hann sló met Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður allra tíma hjá Tottenham þegar hann skoraði sitt 267. mark í febrúar. Hann varð svo markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi mánuði síðar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag og segir að tilboð þýsku meistaranna hljómi upp á 70 milljónir evra auk viðbótargreiðslna. Það nemur um 10,4 milljörðum króna. : Bayern Munich have submitted a formal offer for Tottenham striker Harry Kane.#FCBayern's opening bid for the England captain is 70million plus add-ons.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 27, 2023 Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi, sérfræðingur um málefni Bayern München, segir rétt að félagið hafi gert tilboð í Kane. Því hafi hins vegar verið hafnað en að Kane sé búinn að gera það ljóst að hann vilji fara til Bayern. It s correct, Bayern has submitted a first official offer for #Kane! First call @David_Ornstein. Offer confirmed. Understand the first offer was less than 70m plus bonus payments. Rejected from @SpursOfficial. As reported: Kane, top striker target for Bayern now - as pic.twitter.com/8yzHQMd820— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 27, 2023 Kane, sem er 29 ára og fyrirliði enska landsliðsins, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Bæjarar ætla sér að finna framherja í sumar en Kane hefur einnig lengi verið í sigti Manchester United, eða frá því að Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri liðsins. The Athletic segir að núverandi stjóri United, Erik ten Hag, sé einnig aðdáandi hans. Þá hafi Manchester City skoðað möguleikann á að fá Kane fyrir tveimur árum en þess í stað fengið Erling Haaland síðasta sumar. Fyrr í þessum mánuði greindi The Athletic frá því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefði sagt sínum yfirmönnum að hann vildi fá Kane til félagsins. Kane gerði hlé á viðræðum við Tottenham á síðustu leiktíð og reyndi að hjálpa liðinu að komast aftur í Meistaradeild Evrópu, en liðið endaði hins vegar í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kane hefur enn ekki unnið titil, hvorki með Tottenham né enska landsliðinu, en hann sló met Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður allra tíma hjá Tottenham þegar hann skoraði sitt 267. mark í febrúar. Hann varð svo markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi mánuði síðar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira