„Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2023 12:15 Ljóst er að bæði Bjarni og Sigurður Ingi eru afar ósáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva hvalveiðivertíðina. Sú ákvörðun reynir mjög á ríkisstjórnarsamstarfið. vísir/vilhelm Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. Í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 fjölluðu leiðtogar ríkisstjórnarinnar um ýmis álitamál sem eru upp nú og reyna sannarlega á ríkisstjórnarsamstarfið. Hvalveiðimálið er eitt þeirra og ljóst að þeir félagar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ríkisstjórninni, Sigurður Ingi og sérstaklega Bjarni eru afar ósáttir við hvernig Svandís stóð að málum. Hann upplýsti að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi rætt þetta og eru menn ósáttir við aðdragandann og niðurstöðuna. Bjarni kaus að svara ekki afdráttarlaust spurningu um hvort þetta gæti orðið lítil þúfa sem kann að velta þungu hlassi. Katrín vill hins vegar standa með sinni konu. Vísir birti í morgun fréttaskýringu þar sem farið er í saumana á málinu og sjá má hér ofar. Katrín stendur með Svandísi Heimir Már Pétursson fréttamaður, sem stýrði umræðum leiðtoga ríkisstjórnarinnar, spurði Katrínu hvort hún bakki Svandísi upp í málinu? Katrín hélt það nú. „Já, ég geri það. Það er svo að þessir þrír flokkar sem hér sitja hafa ólíka sýn á hvalveiðar. En burtséð frá því þá er ráðherrann í þeirri stöðu að fá álit frá fagráði, skýrt þess efnis að veiðarnar séu ekki í anda laga um velferð dýra. Það var ómögulegt fyrir ráðherra að aðhafast ekki,“ sagði Katrín. Katrín var afgerandi með það að hún standi heilshugar með Svandísi í málinu og spyr hvað annað hún hafi getað gert þegar álit fagráðsins lá fyrir?vísir/vilhelm Hún sagði að þarna vegist á sjónarmið sem varði hagsmuni atvinnurekenda og þetta „mjög svo skýra álit sem byggir á lögum um velferð villtra dýra. Já. Ég tel að ráðherra hafi gert rétt með sína ákvörðun.“ Það kvað heldur betur við annan tón þegar Bjarni fékk orðið varðandi þetta mál en nefnt var að hörð gagnrýni á Svandísi hafi heyrst úr þingflokki hans flokks. „Sko, í fyrsta lagi þá kom þetta mál mér á óvart. Ég sat því miður ekki þennan hluta fundar ríkisstjórnarinnar þegar málið kom upp. Það hafði ekki verið á dagskrá og ég hef ekki átt samtal við ráðherrann um þetta mál hingað til. Ég held að það sé margt sem er til umhugsunar varðandi þessa ákvörðun. Þingflokkur okkar hefur rætt þetta margoft, síðast í gær og við höfum sent út þau skýru skilaboð að við teljum að þessa ákvörðun ætti að endurskoða.“ Málið þess eðlis að það hefði átt að fara fyrir þingið Bjarni sagði að hér komi ýmislegt fleira til en velferð dýra heldur komi margt fleira til. Íslendingar hafi verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina. Það að hætta þeim veiðum eða og það að stöðva þær alfarið á forsendum dýravelferðar sé risastór ákvörðun. Bjarni telur að málið þess eðlis að það eigi að fara fyrir þingið áður en til svo afdrifaríkrar ákvörðunar komi. Bjarni nefndi að allt hafi verið klárt fyrir veiðarnar sem áttu að hefjast næsta dag og allur undirbúningurinn og fjárfesting verið að baki. „Allir þeir sem áttu undir, fjölskyldur og aðrir sem hafa starfað við veiðarnar … Mér finnst ekki hæfilegt tillit verið tekið til þeirra við þessa ákvörðun.“ Bjarni var herskár í Pallborðinu, sagði það svo að rætt hafi verið við myndun ríkisstjórnarinnar hvort Íslendingar ættu alfarið að banna hvalveiðar. Hann hafi verið því mótfallinn. Bjarni vill meina að fyrirvaralaust bann Svandísar sé ígildi þess að vertíðin hafi verið slegin af og það sé óásættanlegt.vísir/vilhelm Bjarni hélt áfram og sagðist hafa það á tilfinningunni að þetta snerist ekki bara um aðferðafræðina við veiðarnar. „Heldur bara það að fólk er á móti hvalveiðum. Og það ræddum við þegar við mynduðum ríkisstjórnina. Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um það að stöðva hvalveiðar. Og ég var á móti því, ég hafnaði því að það væri upplegg þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þegar þær eru stöðvaðar með þessum hætti þá er mér brugðið. Ég er ekki sáttur við það.“ Er þetta þá stjórnarslitamál? „Ég heyri það sem ráðherrann er að segja. Og ég heyri það að hún telur að hún telur að hún hafi ekki átt aðra kosti í stöðunni. Og ég verð að bera virðingu fyrir því. En ég segi samt, það þýðir ekki að þú slökkvir á allri vertíðinni. Það er ekki nauðsynlegt í þessu samhengi. Og mér er sagt að það hafi ekki verið nein samskipti verið við þann sem stundar veiðarnar og þannig að það sé tekið til skoðunar hvað væri hægt að gera til þess að stytta þann tíma frá því að skotið er á hval og hann gefur upp öndina.“ Er mér sama um hvort dýr kveljist? Bjarna var þarna orðið nokkuð heitt í hamsi, kvað fast að orði og nefndi að aðferðin við veiðarnar sem væri viðhöfð hér væri sú sama og annars staðar. Stjórnandi þáttarins benti á myndband sem sýnt var á fundi atvinnuveganefndar sem sýni að dýrin kveljist. Og ef sýnt yrði myndband úr sláturhúsi þar sem dýr kveljist, hvort það sé allt í lagi? Bjarni sagði þetta ósanngjarnt, að vilja stilla sér upp með þeim hætti að honum væri alveg sama þó dýr kveljist. „Þú ert að spyrja um það. Við skulum þá ræða hvort við yfirhöfuð viljum að stunda hvalveiðar? Og það er einkennileg atburðarás að þetta gerist deginum áður en veiðarnar eiga að hefjast á grundvelli þessa fagráðs sem á endanum er auðvitað matskennt atriði, hvernig á að drepa hval.“ Ótækt að slá vertíðina af með svo skömmum fyrirvara Katrín ítrekaði það sem hún hafði áður sagt, að það séum við, sem fullvalda þjóð, sem setjum lög um meðferð villtra dýra. Og eftirlit samkvæmt reglugerð sýni ákveðna þætti; fjallað sé um þessa þætti á þeim vettvangi og það taki þennan tíma. „Það skilar sér þetta seint og það hafa verið einhverjar spekúlasjónir hvers vegna það sé og hvaða ástæður séu fyrir því. En þannig er staðan og þá segi ég; hvað á ráðherrann að gera annað en bregðast við því áliti?“ Sigurður Ingi hafði fylgst þögull með þessari umræðu og sagði að það væri hægt að bregðast við álitum með ýmsu móti og það væri nauðsynlegt. „Mér finnst augljóst, og ég held að það séu mér nú mjög margir sammála um það, að það að gera það deginum áður en vertíð hefjist sé ekki meðalhóf stjórnsýslu.“ Sigurður Ingi sagði það staðreynd að veiðar og það að aflífa dýr geti reynst umdeilt, hvaða veiðar sem það er í hvaða landi sem er. Það þekki hann sem dýralæknir. Og umræðan þá eðlilega um það. „Eðlilegt hefði verið að taka það til sérstakrar skoðunar í framhaldinu. Þessi aðferð er notuð meðal frumbyggja frumbyggjum í Grænlandi, Bandaríkjunum, Alaska … og það sé verið að nota þessa aðferð, sömu og við notum, í norðurhlutanum.“ Ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti Sigurður Ingi sagðist, spurður um hvernig hann hefði brugðist við þeirri stöðu sem komin var upp, hefði viljað setja saman einhvern hóp sérfræðinga til að leggjast yfir þetta ráðgefandi álit fagráðsins. „Það er svo sérstök umræða um það hvort við eigum að hætta hvalveiðum. Það er pólitík fólgin í því hvort við ætlum að vera hvalveiðiþjóð og boðberi þeirra tíðinda um allan heim að fullvalda sjálfstæðar þjóðir geti nýtt sínar auðlindir ef þær gera það á sjálfbæran hátt.“ Sigurður Ingi stillti sér upp við hlið Bjarna í málinu, sagði svo fyrirvaralausa stöðvun vertíðar ganga gegn meðalhófi stjórnsýsluvísir/vilhelm Sigurður Ingi stillti sér þannig upp við hlið Bjarna í þessu ágreiningsefni og sagðist vilja óska þess að Svandís hefði tekið slík sjónarmið til skoðunar. Að þetta hefði veruleg áhrif á þá sem þessar veiðar stundi og þetta hafi einnig áhrif á þá stefnu sem taka beri; varðandi nýtingu á auðlindum. Heimir Már spurði í framhaldinu þeirrar spurningar sem margir velta fyrir sér, hvort þetta mál kunni að hafa áhrif á stjórnarsamstarfið, þá hvernig þessu máli fram vindur? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti, mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur og við erum ósátt við niðurstöðuna,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalir Hvalveiðar Umhverfismál Pallborðið Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 fjölluðu leiðtogar ríkisstjórnarinnar um ýmis álitamál sem eru upp nú og reyna sannarlega á ríkisstjórnarsamstarfið. Hvalveiðimálið er eitt þeirra og ljóst að þeir félagar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ríkisstjórninni, Sigurður Ingi og sérstaklega Bjarni eru afar ósáttir við hvernig Svandís stóð að málum. Hann upplýsti að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi rætt þetta og eru menn ósáttir við aðdragandann og niðurstöðuna. Bjarni kaus að svara ekki afdráttarlaust spurningu um hvort þetta gæti orðið lítil þúfa sem kann að velta þungu hlassi. Katrín vill hins vegar standa með sinni konu. Vísir birti í morgun fréttaskýringu þar sem farið er í saumana á málinu og sjá má hér ofar. Katrín stendur með Svandísi Heimir Már Pétursson fréttamaður, sem stýrði umræðum leiðtoga ríkisstjórnarinnar, spurði Katrínu hvort hún bakki Svandísi upp í málinu? Katrín hélt það nú. „Já, ég geri það. Það er svo að þessir þrír flokkar sem hér sitja hafa ólíka sýn á hvalveiðar. En burtséð frá því þá er ráðherrann í þeirri stöðu að fá álit frá fagráði, skýrt þess efnis að veiðarnar séu ekki í anda laga um velferð dýra. Það var ómögulegt fyrir ráðherra að aðhafast ekki,“ sagði Katrín. Katrín var afgerandi með það að hún standi heilshugar með Svandísi í málinu og spyr hvað annað hún hafi getað gert þegar álit fagráðsins lá fyrir?vísir/vilhelm Hún sagði að þarna vegist á sjónarmið sem varði hagsmuni atvinnurekenda og þetta „mjög svo skýra álit sem byggir á lögum um velferð villtra dýra. Já. Ég tel að ráðherra hafi gert rétt með sína ákvörðun.“ Það kvað heldur betur við annan tón þegar Bjarni fékk orðið varðandi þetta mál en nefnt var að hörð gagnrýni á Svandísi hafi heyrst úr þingflokki hans flokks. „Sko, í fyrsta lagi þá kom þetta mál mér á óvart. Ég sat því miður ekki þennan hluta fundar ríkisstjórnarinnar þegar málið kom upp. Það hafði ekki verið á dagskrá og ég hef ekki átt samtal við ráðherrann um þetta mál hingað til. Ég held að það sé margt sem er til umhugsunar varðandi þessa ákvörðun. Þingflokkur okkar hefur rætt þetta margoft, síðast í gær og við höfum sent út þau skýru skilaboð að við teljum að þessa ákvörðun ætti að endurskoða.“ Málið þess eðlis að það hefði átt að fara fyrir þingið Bjarni sagði að hér komi ýmislegt fleira til en velferð dýra heldur komi margt fleira til. Íslendingar hafi verið hvalveiðiþjóð í gegnum tíðina. Það að hætta þeim veiðum eða og það að stöðva þær alfarið á forsendum dýravelferðar sé risastór ákvörðun. Bjarni telur að málið þess eðlis að það eigi að fara fyrir þingið áður en til svo afdrifaríkrar ákvörðunar komi. Bjarni nefndi að allt hafi verið klárt fyrir veiðarnar sem áttu að hefjast næsta dag og allur undirbúningurinn og fjárfesting verið að baki. „Allir þeir sem áttu undir, fjölskyldur og aðrir sem hafa starfað við veiðarnar … Mér finnst ekki hæfilegt tillit verið tekið til þeirra við þessa ákvörðun.“ Bjarni var herskár í Pallborðinu, sagði það svo að rætt hafi verið við myndun ríkisstjórnarinnar hvort Íslendingar ættu alfarið að banna hvalveiðar. Hann hafi verið því mótfallinn. Bjarni vill meina að fyrirvaralaust bann Svandísar sé ígildi þess að vertíðin hafi verið slegin af og það sé óásættanlegt.vísir/vilhelm Bjarni hélt áfram og sagðist hafa það á tilfinningunni að þetta snerist ekki bara um aðferðafræðina við veiðarnar. „Heldur bara það að fólk er á móti hvalveiðum. Og það ræddum við þegar við mynduðum ríkisstjórnina. Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um það að stöðva hvalveiðar. Og ég var á móti því, ég hafnaði því að það væri upplegg þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þegar þær eru stöðvaðar með þessum hætti þá er mér brugðið. Ég er ekki sáttur við það.“ Er þetta þá stjórnarslitamál? „Ég heyri það sem ráðherrann er að segja. Og ég heyri það að hún telur að hún telur að hún hafi ekki átt aðra kosti í stöðunni. Og ég verð að bera virðingu fyrir því. En ég segi samt, það þýðir ekki að þú slökkvir á allri vertíðinni. Það er ekki nauðsynlegt í þessu samhengi. Og mér er sagt að það hafi ekki verið nein samskipti verið við þann sem stundar veiðarnar og þannig að það sé tekið til skoðunar hvað væri hægt að gera til þess að stytta þann tíma frá því að skotið er á hval og hann gefur upp öndina.“ Er mér sama um hvort dýr kveljist? Bjarna var þarna orðið nokkuð heitt í hamsi, kvað fast að orði og nefndi að aðferðin við veiðarnar sem væri viðhöfð hér væri sú sama og annars staðar. Stjórnandi þáttarins benti á myndband sem sýnt var á fundi atvinnuveganefndar sem sýni að dýrin kveljist. Og ef sýnt yrði myndband úr sláturhúsi þar sem dýr kveljist, hvort það sé allt í lagi? Bjarni sagði þetta ósanngjarnt, að vilja stilla sér upp með þeim hætti að honum væri alveg sama þó dýr kveljist. „Þú ert að spyrja um það. Við skulum þá ræða hvort við yfirhöfuð viljum að stunda hvalveiðar? Og það er einkennileg atburðarás að þetta gerist deginum áður en veiðarnar eiga að hefjast á grundvelli þessa fagráðs sem á endanum er auðvitað matskennt atriði, hvernig á að drepa hval.“ Ótækt að slá vertíðina af með svo skömmum fyrirvara Katrín ítrekaði það sem hún hafði áður sagt, að það séum við, sem fullvalda þjóð, sem setjum lög um meðferð villtra dýra. Og eftirlit samkvæmt reglugerð sýni ákveðna þætti; fjallað sé um þessa þætti á þeim vettvangi og það taki þennan tíma. „Það skilar sér þetta seint og það hafa verið einhverjar spekúlasjónir hvers vegna það sé og hvaða ástæður séu fyrir því. En þannig er staðan og þá segi ég; hvað á ráðherrann að gera annað en bregðast við því áliti?“ Sigurður Ingi hafði fylgst þögull með þessari umræðu og sagði að það væri hægt að bregðast við álitum með ýmsu móti og það væri nauðsynlegt. „Mér finnst augljóst, og ég held að það séu mér nú mjög margir sammála um það, að það að gera það deginum áður en vertíð hefjist sé ekki meðalhóf stjórnsýslu.“ Sigurður Ingi sagði það staðreynd að veiðar og það að aflífa dýr geti reynst umdeilt, hvaða veiðar sem það er í hvaða landi sem er. Það þekki hann sem dýralæknir. Og umræðan þá eðlilega um það. „Eðlilegt hefði verið að taka það til sérstakrar skoðunar í framhaldinu. Þessi aðferð er notuð meðal frumbyggja frumbyggjum í Grænlandi, Bandaríkjunum, Alaska … og það sé verið að nota þessa aðferð, sömu og við notum, í norðurhlutanum.“ Ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti Sigurður Ingi sagðist, spurður um hvernig hann hefði brugðist við þeirri stöðu sem komin var upp, hefði viljað setja saman einhvern hóp sérfræðinga til að leggjast yfir þetta ráðgefandi álit fagráðsins. „Það er svo sérstök umræða um það hvort við eigum að hætta hvalveiðum. Það er pólitík fólgin í því hvort við ætlum að vera hvalveiðiþjóð og boðberi þeirra tíðinda um allan heim að fullvalda sjálfstæðar þjóðir geti nýtt sínar auðlindir ef þær gera það á sjálfbæran hátt.“ Sigurður Ingi stillti sér upp við hlið Bjarna í málinu, sagði svo fyrirvaralausa stöðvun vertíðar ganga gegn meðalhófi stjórnsýsluvísir/vilhelm Sigurður Ingi stillti sér þannig upp við hlið Bjarna í þessu ágreiningsefni og sagðist vilja óska þess að Svandís hefði tekið slík sjónarmið til skoðunar. Að þetta hefði veruleg áhrif á þá sem þessar veiðar stundi og þetta hafi einnig áhrif á þá stefnu sem taka beri; varðandi nýtingu á auðlindum. Heimir Már spurði í framhaldinu þeirrar spurningar sem margir velta fyrir sér, hvort þetta mál kunni að hafa áhrif á stjórnarsamstarfið, þá hvernig þessu máli fram vindur? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti, mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur og við erum ósátt við niðurstöðuna,“ sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalir Hvalveiðar Umhverfismál Pallborðið Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira