Kane hafi náð samkomulagi við Bayern sem mun leggja fram annað tilboð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júní 2023 11:01 Harry Kane skorar úr vítaspyrnu gegn Bayern München árið 2019. Vísir/Getty Þýska stórveldið Bayern München hefur ekki gefist upp á því að reyna að fá enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane í sínar raðir frá Tottenham þrátt fyrir að tilboði þeirra í gær hafi verið hafnað. Greint var frá því hér á Vísi í gær að Bayern hafi boðið 60 milljónir punda í framherjann, en sú tala er þó eitthvað á reiki. Sumir miðlar greina frá því að um óformlegt boð hafi verið að ræða og að tilboðið hafi hljóðað upp á 60-70 milljónir punda. Samkvæmt heimildarmönnum BBC barst tilboðið þó aldrei. Hinn rétt tæplega þrítugi Harry Kane hefur verið afar eftirsóttur biti undanfarin ár og hvert stórliðið á fætur öðru hefur reynt að lokka hann yfir til sín. Hingað til hefur hann haldið tryggð við Tottenham, en nú þegar aðeins ár er eftir af samningi hans og fertugsaldurinn er farinn að nálgast virðist Kane vera að hugsa sér til hreyfings. Ef marka má grein þýska miðilsins Bild um málið er Kane búinn að ná samkomulagi við Bayern og því snýst þetta nú aðeins um það að samkomulag náist á milli félagana tveggja. Búist er við því að Bayern leggi fram nýtt og betrumbætt tilboð í enska landsliðsfyrirliðan í dag eða á morgun. Liðið hefur verið í framherjaleit síðan Robert Lewandowski yfirgaf félagið fyrir síðasta tímabil og Harry Kane gæti fyllt það skarð sem Pólverjinn skyldi eftir sig. Will Bayern Munich get their man? 👀The Bundesliga champions are now expected to launch a further bid for Harry Kane and believe they can complete the transfer 🤝#BBCFootball pic.twitter.com/KRdAv8Wh6s— BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2023 Kane er markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi með 280 mörk í öllum keppnum og næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 deildarmörk. Þá er hann einnig markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi með 58 mörk fyrir þjóð sína. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Greint var frá því hér á Vísi í gær að Bayern hafi boðið 60 milljónir punda í framherjann, en sú tala er þó eitthvað á reiki. Sumir miðlar greina frá því að um óformlegt boð hafi verið að ræða og að tilboðið hafi hljóðað upp á 60-70 milljónir punda. Samkvæmt heimildarmönnum BBC barst tilboðið þó aldrei. Hinn rétt tæplega þrítugi Harry Kane hefur verið afar eftirsóttur biti undanfarin ár og hvert stórliðið á fætur öðru hefur reynt að lokka hann yfir til sín. Hingað til hefur hann haldið tryggð við Tottenham, en nú þegar aðeins ár er eftir af samningi hans og fertugsaldurinn er farinn að nálgast virðist Kane vera að hugsa sér til hreyfings. Ef marka má grein þýska miðilsins Bild um málið er Kane búinn að ná samkomulagi við Bayern og því snýst þetta nú aðeins um það að samkomulag náist á milli félagana tveggja. Búist er við því að Bayern leggi fram nýtt og betrumbætt tilboð í enska landsliðsfyrirliðan í dag eða á morgun. Liðið hefur verið í framherjaleit síðan Robert Lewandowski yfirgaf félagið fyrir síðasta tímabil og Harry Kane gæti fyllt það skarð sem Pólverjinn skyldi eftir sig. Will Bayern Munich get their man? 👀The Bundesliga champions are now expected to launch a further bid for Harry Kane and believe they can complete the transfer 🤝#BBCFootball pic.twitter.com/KRdAv8Wh6s— BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2023 Kane er markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi með 280 mörk í öllum keppnum og næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 deildarmörk. Þá er hann einnig markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi með 58 mörk fyrir þjóð sína.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira